Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 29

Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 29
SAMVINNA UM NJOSNIR Kemst upp um njósnasamvinnu Bandaríkjamanna og Svía gegn Sovétríkjunum. Er komin skýring á hinum dularfullu kafbátaferðum Sovétmanna við strendur Svíþjóðar? GUÐBJÖRG LINDA RAFNSDÓTTIR SVÍÞJÓÐ Rússneskur knfbátur. Skýring á kafbátaferðum við Svíþjóðar- strendur? Sænska dagblaðið Dagens Nyheter greindi frá því nýlega að herir Svíþjóðar og Bandaríkj- anna hafi haft langvarandi sam- vinnu um njósnir gegn Sovét- ríkjunum. Njósnir þessar hafa samkvæmt heimildum blaðsins staðið yfir síðan í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. I Svíþjóð er deilt um málið og telja margir það vera mikinn hnekki fyrir hlutleysisstefnu Svíþjóðar. pplýsingar blaðsins byggja á samtölum við háttsetta að- ila innan sænska hersins. Þeir segja að Svíar hafi látið af hendi upplýsingar um Sovétríkin til Bandaríkjanna í skiptum fyrir bandarísk njósnatæki og annan hertæknibúnað. Svíar hafa með þessu móti haft óvenju greiðan aðgang að bandarískri hertækni, ekki síst í ljósi þess að þeir eiga ekki aðild að Nató. Bandaríkjamenn standa framar- lega hvað snertir þróun ýmiss konar neð- ansjávartækni, sem Svíar hafa sóst eftir vegna stöðugra ásókna kafbáta við strend- ur landsins. Þá hefur bandarísk hertækni verið afgerandi fyrir þróun sænsks flug- iðnaðar. I kjölfar ofangreindra skrifa í Dagens Nyheter birtust greinar í öðrum dagblöð- um sem tóku í sama streng. Njósnir Sví- þjóðar sem fyrst og fremst hafa gengið út á að fylgjast með og hlera alls konar fjar- skipti í Sovétríkjunum, hafa að stórum hluta átt sér stað með bandarískum tækja- búnaði, sem hefur verið seldur ódýrt til Svíþjóðar. Heimildamenn Dagens Nyhet- er segja þó að Svíar hafi ekki leyft Banda- ríkjamönnum að starfa við njósnastöðv- arnar eða að taka beinan þátt í starfsem- inni. Þeir segja einnig að Svíar láti ekki allar upplýsingar sem þeir hafi um Sovét- ríkin af hendi til Bandaríkjanna. Séu ofannefndar heimildir um sam- vinnu sænskra og bandarískra hernaðaryf- irvalda réttar, má segja að sænski herinn hafi átt stóran þátt í kjarnorkuáætlunum Bandaríkjanna gegn Sovétríkjunum. Þetta er talið geta skýrt hugsanlegar ferðir sovéskra kafbáta í sænskri landhelgi og vantrú sovéskra hernaðaryfirvalda á hlut- le^sisstefnu Svíþjóðar. áttunda áratugnum munu Banda- ríkjamenn fyrst og fremst hafa haft áhuga á upplýsingum um sovéska loft- varnarkerfið SA 10, sem Sovétmenn hafa byggt upp á síðasta áratug við strendur Eistlands, Lettlands og Litháen, á Kóla- skaganum og umhverfis Moskvu. Hlustunarstöðvar sænska hersins á Gotlandi gera það að verkum að Svíar eru best í stakk búnir til að fylgjast stöðugt með því sem gerist við strendur Eystra- saltsríkjanna, auk þess sem njósnaskip þeirra, Orion, er stöðugt á svæðinu. Hugleiðingar um samvinnu sænskra og bandarískra hernaðaryfirvalda eru ekki nýjar af nálinni. Orð- rómi af þessu tagi hefur skotið upp við og við, allt síðan 1952, þegar Katalínumálið svokallaða var í algleymingi. Þá er talið að Sovétmenn hafi skotið niður sænska njósnavél af gerðinni DC3 yfir sovésku landsvæði og Katalínuvél yfir Eystrasalti. Sú vél er talin hafa verið búin banda- rískum njósnatækjum. Nýlegar upplýsingar benda til að Bandaríkin hafi, eftir mikinn þrýsting frá sænskum stjórnvöld- um, samþykkt að selja vopn til Svíþjóðar þegar árið 1952. Sú samþykkt fól í sér að Svíþjóð gat keypt bandarísk hertól með sömu skilmálum og þau ríki sem aðild eiga að Nató. Bandarískur fræði- maður, Paul M. Cole, heldur því fram að sænsk stjórnvöld hafi sett fram þá kröfu að samkomulagið yrði leynilegt; að sænska þjóðin fengi með engu móti pata af því. Þó svo flestir sem hafa tjáð sig um málið opinberlega taki afstöðu gegn þessari hernaðarsamvinnu ríkjanna og bendi á tvöfalt siðgæði hvað snertir hlutleysi, þá eru ekki allir þeirrar skoðunar. Leiðara- höfundur Suðursænska dagblaðsins segir það ósköp eðlilegt að Svíar skiptist á upp- lýsingum við lönd sem standa þeim nærri pólitískt, efnahagslega og menningarlega, einnig þegar um er að ræða varnir Svíþjóð- ar. Auk þess sé það staðreynd sem ekki verði litið framhjá að vegna landfræðilegr- ar legu, séu Sovétríkin það ríki sem Svíum stafi mest ógnun af. Þótt Svíar hafi valið að vera utan hernaðarbandalaga séu þeir hluti hins vestræna lýðræðis. Það sé því í hæsta máta hræsnisfullt að látast vera hissa á því að sænski og bandaríski herinn hafi samvinnu um öryggismál. 0 ÞJÓÐLÍF 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.