Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 43

Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 43
Mér fannst Gunnar og Kjartan eftir Véstein Lúðvíksson sem kom út í byrjun áttunda áratugarins ákveðinn áfangi í vegferð okkar. Sagan gerðist í ná- lægum tíma sem mér fannst áríðandi að gera skil. Raunsæið eftir 1970 tók ekki krók fram hjá módernismanum á undan, menn litu ekki á hann sem eitthvert flipp eða erindisleysu. Nýskáldsögunni hætti hins vegar til að hringsóla í ákveðnu tóma- rúmi og stóðu nýraunsæishöfundar að því leyti nær eldri höfundum að þeir vildu koma skáldsögunni aftur niður á jörðina. Þannig virtust þeir nálægari, hlutbundn- ari. Sérstaða mín felst kannski í því að mín- ar sögur gerast meira í stílnum, eins og ég sagði áðan, en sögur margra annarra ágætra höfunda. En Vésteinn Lúðvíksson er mér mikilvægur og Ólafur Haukur Símonarson stendur mér nærri. Við erum jafnaldrar og eigum margt sameiginlegt. Hann hefur aftur á móti þróast meira yfir í leikritun og öðlast umtalsverða færni sem leikskáld. Fyrir mér eru allar skáldsögur á ein- hvern hátt raunsæjar. Þær reyna að bregða upp heimsmynd með aðferðum sem síðan hættir til að úreldast. Næsta saga leitast við að vera raunsærri og grípur til nýrra meðala. Við getum ekki notað sömu tæki og höfundar fyrir hálfri öld þótt þeir hafi náð undraverðum árangri. Tímarnir hafa breyst. Fólkið er öðruvísi. Lesendur sem lifa og hrærast í þessum myndvædda heimi eiga lítið skylt við lesendur fyrir fimmtíu árum. Það þarf því önnur efnis- tök til að ná til þeirra. Höfundur verður að taka mið af því. Það hlýtur að vera keppi- kefli hans að ná sambandi við fólk og hann verður að skynja, a.m.k. ómeðvitað, á hvaða mið hann er að róa og grípa til allra tiltækra veiðarfæra til þess að innbyrða aflann. Einn miðill tekur mið af öðrum miðli. Kvikmyndin var í upphafi ósjálfstæð og háð þeim miðli sem þá var sterkastur, -skáldsögunni. Fyrstu myndirnar voru lít- ilþæg myndvörpun á bókmenntum. Síðan öðlast kvikmyndin sjálfstætt tungumál, styrkist og fer að hafa áhrif á aðra miðla. Núna dómínerar hún sviðið og skáldsagan á í vök að verjast. Þá fer skáldsagan jafnvel að apa eftir en líka að skilgreina upp á nýtt eðli sitt og fara inn á þau svið sem kvik- myndin nær ekki. Maður á flótta undan bíl hleypur ekki eftir aðalgötunni heldur stingur sér að sjálfsögðu inn í húsasund og garða, - þangað sem bíllinn kemst ekki.“ 0 „Eg bíð spenntur eftir viðbrögðum lesenda...“ Þú hefur verið kenndur við ’68 kyn- slóðina, fyndnu kynslóðina og settur í hóp með nýraunsæjum höfundum á borð við Véstein Lúðvíksson, Ólaf Hauk Sí- monarson o.fl. A hvaða bás ert þú, -öll- um kannski? „Rithöfundar hafa litlar áhyggjur af slíkum flokkunum. Ég hef verið dreginn í hina og þessa dilka og skipti mér lítið af því, þetta eru flokkunarmiðar sem aðrir finna. En það er ekki hægt að ætlast til þess að fórnarlömbin gangist við þeim. Flokkanir á höfundum eru einfaldanir og oft haldlausar. Ef þær standast ekki er jafnvel sakast við fórnarlömbin. Ég ber enga ábyrgð á þeim, þær eru mér gjör- samlega óviðkomandi. Hins vegar er til eitthvað sem kalla má andrúmsloft u'm- ans. Við sem erum samferðarmenn hljót- um að lenda í svipuðum vanda en bregðast þó við á mismunandi hátt. ÞJÓÐLÍF 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.