Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 95

Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 95
framundan er framleiðsla á leikinni heim- ildarmynd um Jón Leifs tónskáld. Þetta verkefni verður framleitt í samvinnu við Ríkissjónvarpið og er hér að mörgu leyti tímamótasamkomulag milli sjónvarpsins og einkaaðila að ræða. Eitthvað sem á von- andi eftir að draga dilk á eftir sér.“ Eigendur og fastir starfsmenn Klapp- film eru þeir Þorbjörn A. Erlingsson (hljóð) og Ólafur Rögnvaldsson (mynd) en báðir eru þeir menntaðir í alhliða kvik- myndagerð og taka að sér upptökustjórn. Einnig eru nokkrir lausamenn- og konur sem aðstoða þá við gerð og undirbúning viðameiri verkefna. Fyrirtækið var stofn- að í janúar 1989 og er til húsa á Klapparstíg 26. Þeir í Klappfilm fást aðallega við gerð sjónvarpsþátta, kynningamynda, og aug- lýsinga. Um vinnuaðferðir fyrirtækisins sagði Ólafur; „Við höfum reynt að vera léttbyggðir, fjárfesta sem minnst þannig að skuldbindingar sem fylgja dýrum tækjakaupum bindi okkur ekki niður, það er yfirnóg af græjum í landinu hvort eð er og hagkvæmara að leigja.“ Jafnframt tal- aði Ólafur um gæðamun myndbandakerf- isins og filmu: „Við vinnum mest á mynd- Karl og Hlynur Óskarssynir hjá Frost Film unnu m.a. að Foxtrot, en hafa gert garðinn frægan í auglýsingamyndagerð. band, en höfum einnig til umráða Sup- er-16mm vél og bjóðum kúnnanum að taka sjónvarpsefni á filmu ef menn vilja tryggja að myndefni lifi þær tæknibreyt- ingar sem verða á sjónvarpskerfum í ná- inni framtíð, með breiðari og stærri skermum og meiri myndgæðum. Þessi leið er í mörgum tilfellum lítið dýrari en myndbandið. Annars eru græjur lítils virði ef góðar hugmyndir eru ekki til stað- ar.“ Hjá Klappfilm stendur yfir undirbún- ingur að gerð barnamyndar, sem byggð er á sögunni Blómin á þakinu eftir Ingi- björgu Sigurðardóttur. Það er stefnt að því að sýna hana bæði á hvíta tjaldinu og svo síðar sem þáttaröð í sjónvarpinu. Þor- Þorgeir Gunnarsson, Sonja B. Jónsdóttir, Hilmar Oddsson og Guðmundur Kristjánsson íNýja Bíói. björn Erlingsson: „Það er illa hlúð að barnaefni hérlendis og mikill skortur á því. Það er áríðandi að Ríkissjónvarpið komi inn sem þriðji aðili við framleiðslu á Blómunum svo að úr verkefninu verði.“ Annað verkefni sem er á döfinni hjá Klappfilm er gerð myndaflokks um sögu ljósmyndunar á íslandi og gengur undir vinnuheitinu Ásýnd þjóðar en það verk- efni hlaut undirbúningsstyrk úr kvik- myndasjóði íslands. Um framtíð og stefnu fyrirtækisins sagði Þorbjörn: „Hjá Klappfilm er stefnan upp á við og áætlað að fara út í framleiðslu stærri verkefna, en til þess þarf bersýni- lega að hefja samstarf við erlenda aðila, því að það verður ekki séð að íslenskar myndir verði gerðar með íslenskum peningum, og stöndum við einmitt í samstarfsviðræðum núna.“ Frost Film var stofnað í lok ársins 1984. Eigandi fyrirtækisins er Karl Óskarsson kvikmyndagerðamaður, um reksturinn sér Hlynur Óskarsson. Til liðs við sig hefur Frost Film fengið fjölda lausamanna sem aðstoða við hinar ýmsu hliðar kvik- myndagerðar, svo sem hönnun og bygg- ingu leikmynda, förðun, gerð handrita og svo mætti lengi telja. Auglýsingagerð er þeirra aðalstarf og hafa þeir gert um 240 sjónvarpsauglýsingar. Sex þessara auglýsinga hafa fengið útnefn- ingu á Nordic Commercial Film Festival. Frost Film er þó einna best þekkt fyrir kvikmyndina Foxtrot sem þeir fram- leiddu í samvinnu við Norðmenn. Um 41.000 manns sáu myndina hérlendis og myndin var seld í heimsdreifingu á kvik- myndahátíðinni á Cannes 1988. Um tækjabúnað fyrirtækisins sagði Hlynur: „Við tókum snemma þá stefnu að fjárfesta sem minnst í tækjakosti og inn- anstokksmunum. í samdrætti síðustu tveggja ára hefur það komið sér vel. í dag getum við hreyft okkur hratt, hegðað okk- ur á allan hátt samkvæmt eðli kamelljóns- ins.“ Framtíðaráform hjá Frost Film er að reyna fyrir sér á erlendri grundu í gerð og vinnslu sjónvarpsauglýsinga og tjáði Karl mér: „Þekking íslenskra auglýsingagerða- manna er fyllilega sambærileg við skand- inavíska kollega þeirra." Önnur áform hjá Frost Film er að halda áfram með tvö handrit sem eru í vinnslu, annað fyrir sjónvarp og hitt fyrir kvikmynd í fullri lengd. Um stöðu kvikmyndagerðar á íslandi í dag sagði Karl: „Kvikmyndagerð er tísku- fag og árlega flykkjast hingað heim ungir krakkar úr námi í greininni. Það er erfitt að sjá fyrir sér taktfestu eða jafnvægi í tilveru kvikmyndagerðamannsins. Kvik- myndasjóður íslands er eins og síldin, kenjóttur og óútreiknanlegur. Stöðug at- vinna í þessari grein heyrir brátt sögunni til nema fyrir fáa útvalda. Það sem af er þessu ári hefur eitt kvikmyndafyrirtæki farið á hausinn og öðru var rétt bjargað fyrir horn.“ Um stöðu Frost Film í dag og í framtíð- inni sagði Karl; „Við gerum fleiri kvik- myndir, betri auglýsingar og hegðum okkur á allan hátt eins og sönnum íslend- ingum sæmir í hákarlasjó heimskvik- my ndagerðarinnar. ‘ ‘ Sigurður Grímsson og Karl Sigtryggs- son eru eigendur fyrirtækisins Þumall og skráðu þeir það í október 1984. Árið 1987 yfirtók Þumall rekstur Myndvarps h.f. og hefur síðan rekið alhliða myndvinnslu með tilheyrandi tæknibúnaði til fullnaðar- vinnslu myndefnis fyrir sjónvarp. „Við búum yfir fullkomnu hljóð- og myndveri ÞJÓÐLÍF 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.