Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 26

Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 26
UMBROTI JÚGÓSLAVÍU Samskipti Serba og Króata með versta móti. Alger úilfúð milli Serba og Albana. Er einhver lausn í sjónmáli eða er borgarastríð í vœndum? Þjóðlíf rœðir við sérfrœðing í málefnum Júgóslavíu GUÐNI THORLACIUS JÓHANNESSON Júgóslavía er ríkjasamband sex lýövelda. Serbía og Króatía eru sterkust þeirra. i dag er hver höndin upp á móti annarri þar. Það gætu allt eins verið síðustu forvöð að skrifa um samband lýðveldanna. Þjóðlíf tók Dr. Robin Okey við Warwickháskóla í Englandi tali, en Dr. Okey er sérfræðingur og kennir sögu og fjallar um samtíð Austur- Evrópu. Hann nam í Júgóslavíu og er meðal annars höfundur bókarinnar Austur-Eviópa 1740-1985, undirstöðurits um svæðið. í Króatíu hafa bardagar brotist út milli Króata og serbneska minnihlutans. Þeir hafa lýst stríði á hendur okkur, segja Serbar, við munum taka á móti. Eru kannski verri tímar framundan? — Það er rétt að eins og sakir standa er ekki hægt að koma á sáttum í deilum þess- ara lýðvelda. Að mörgu leyti má kenna Franco Tudjman um. Hann fer fyrir lýð- ræðisbandalagi Króatíu, sem vann meiri- hluta í kosningunum þar í apríl. Hann þykir mjög vígreifur. Serbar líkja honum við fyrrum leiðtoga Króata, bæði frá dög- um keisaradæmis Habsborgara, og úr seinni heimsstyrjöld, þegar króatískir fas- istar myrtu hundruðir þúsunda Serba. Það hefur aldrei gróið um heilt milli þess- ara þjóða. — Tudjman hefur vakið mikinn ótta hjá Serbum því hann hefur haldið fram að lýðveldið Bosnía tilheyri Króatíu. Þá krefst hann þess að lýðveldið hljóti algert fullveldi í ríkjabandalagi Júgóslava, ekki ríkjasambandi. Það slær hreinlega óhug á marga Serba þegar þeir heyra svona, sér- staklega þá fjölmörgu sem búa í Bosníu og Króatíu. Þeir eru afskaplega þjóðernis- sinnaðir. Hver er afstaða yfirvalda í Serbíu? — Þar eru sósíalistar í stjórn, undir for- mennsku Slobodans Milosevics. Þeir hétu áður kommúnistar og segjast aðeins munu samþykkja ríkjabandalag verði landamærum breytt þeim í hag. Annars vilja þeir óbreytt ríkjasamband, eða fullt sjálfstæði. Svo það er augljóst að pólitísk lausn er ekki í sjónmáli. En ég er ekki svo viss um að nokkurskonar hernaðarástand vari til frambúðar. Það sem gerðist var að Króötum lenti saman við Serba í Líka- héraði og bænum Knin í Króatíu. Króatar létu undan síga, lögregla þeirra hafði hægt um sig, og her Júgóslavíu, sem Serbar ráða að mestu, skarst ekki heldur í leik- inn. Friður komst á. Svo eru átök Serba og Albana í Koso- vó í Serbíu? — Já, um Serba og Króata má segja það sama og um kaþólska og mótmælend- ur á Norður írlandi, ekki allir hatast. Á milli Serba og Albana ríkir hins vegar full- kominn fjandskapur. Og hverjum er um að kenna? Hver er með yfirgang? — Serbarnir - en það þýðir ekki að þeir hafi ekkert sér til málsbóta. Og hvað mun það vera? — í fyrsta lagi sagan: Kosovó var serb- neskt land til forna. Árið 1389 guldu Serb- ar afhroð þar gegn herjum Tyrkja í frægri Kort af Júgóslavíu, þar sem sýnd er héraðaskiptingin. Kortið er úr tímaritinu „Spiegel“. 26 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.