Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 74
HLJOMPLOTUR
Hljómsveitin Islandica flytur rammíslenskt þjóðlagarokk og gerir það
vel.
Bless: Gums
Nær og nær yfirborðinu
Neðanjarðarsveitin „Bless“ er
sífellt að færast nær og nær
yfirborðinu, en án þess að
glata sínum sérkennum. Á
nýjustu plötu sinni, og þeirri
annarri í röðinni, „Gums“ ber-
ast okkur hráir tónar úr laga-
smiðju hljómsveitarinnar en
greinilegt er að fágunin hefur
aðeins náð inn á borð til þeirra.
Gunnar Hjálmarsson, söngv-
ari og gítarleikari heldur hér
áfram að þróa sínn persónu-
lega söng og gítarstíl, Ari El-
don (bassi) og Birgir Baldurs-
son trommuleikari skapa gott
ryþmapar. Þá hefur bæst í
hljómsveitina gítarleikarinn
Pétur Þórðarson (fyrrverandi
meðlimur hljómsveitanna
„Óþekkt andlit“ og „Dýrið
gengur laust“).
Upptökustjóri plötunnar,
sem er ætluð fyrir erlendan
markað,var sykurmolinn Þór
Eldon og heyrist mér samstarf
hans og Bless hafa gengið
prýðilega upp. Gums er fersk
og hrá rokkplata en bestu lögin
að mínu mati eru; „World
Collapse“ (þar sem Björk syk-
urmoli kemur við sögu), „ You
are my Radiator“, „Yondet“
og „Darling Danglingf‘.
0
Islandica: Rammíslensk
Á þjóðlegu nótunum
Hljómsveitina „Islandica“
skipa þau Herdís Hallvarðs-
dóttir (bassi), Gísli Helgason
(flautur), Ingi Gunnar Jó-
hannsson (gítar) og Guð-
mundur Benediktsson (gítar).
Þessi hópur hefur í gegn um
árin spilað íslensk þjóðlög og
alþýðuperlur fyrir erlenda
ferðamenn og hefur hann
starfað undir nafninu Island-
ica síðan 1987. Hljómsveitin
hefur einnig lagt land undir fót
og spilað í Evrópu. Þau hafa
m.a. sótt Norðurlöndin heim
og í fyrra fékk Islandica styrk
frá Nomus menningarsamtök-
unum til þess að kynna ís-
lenska dægurtónlist í Svíþjóð
og Noregi. Fleiri utanlands-
ferðir eru í deiglunni.
Og nú hafa þau sent frá sér
sína fyrstu plötu og á henni er
að frnna flest þekktustu þjóð-
lög okkar Islendinga, s.s.
„Krummi krunkar úti“, „ís-
land (farsælda frónj‘ (vel
sungið af þeim Guðmundi og
Inga Gunnari), „Sofðu unga
ástin mín“ (sem Herdís syngur
mjög fallega), „Á Sprengi-
sandt" (þar sem Gísli fer ham-
förum á flautunum) og
„KrummavísuG (byrjunarlag
plötunnar í skemmtilegum
reggí-takti).
Svo er „Maístjarnan“ þarna
líka, og „Rímur og kvæðalögf1,
sem Gísli kveður. Á plötunni
er einnig þjóðsöngurinn í mjög
fallegri blásturshljóðfæraút-
setningu en mér finnst það
mistök frá hendi hljómsveitar-
innar að bæta laginu „Kvöld-
siglingu“ við á eftir þjóðsöngn-
um því að mínu mati hefði það
verið mjög viðeigandi að enda
plötuna á þessu ægifagra lagi
sem þjóðsöngurinn okkar er.
Eitt laga plötunnar,
„TröllaþvaðuG, er eftir Her-
dísi og er það hin ágætasta
lagasmíð, með mörgum takt-
skiptingum, og rokkað yfir-
bragð lagsins og söngur Guð-
mundar ljá því kraft.
I heildina er platan Ramm-
íslensk mjög vel spiluð og
sungin og greinilega gerð af
metnaði. Menn hafa reynt að
halda sig nokkurn veginn við
upprunalegar útsetningar lag-
anna og er það af hinu góða.
Rammíslensk er hið besta mál
og ætti að gera sitt til þess að
vekja athygli á þjóðlagatónlist
okkar.
Gunnar Hjálmarsson úr hljómsveitinni Bless.
74 ÞJÓÐLÍF