Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 93

Þjóðlíf - 01.12.1990, Blaðsíða 93
FRAMFARIR í TÖLVUTÓNUST PÉTUR BJÖRNSSON Tölvurnar oghjóðgerflar eru aðeins hjálpartæki ogspila ekkertannað en það sem á þau erspilað. Koma ekki í staðinn fyrir hljóðfæri. Tónlist í tölvum er fyrirbæri sem fæstir þekkja. Þó hafa flestireinhvern tíma séð, í sjónvarpinu eða á einhverri sýningu, tölvu sem lék 9. sinfóníu Beethovens, eða eitthvert ámóta stykki, skammlaust frá upphafi til enda og virtist ekki hafa mikið fyrir því. Lykillinn að þessu er nokkuð sem nefnist MIDI. MIDI er skammstöfun fyrir Musical Instrument Data Interface sem myndi útleggjast sem hljóðfæra boðtengi eða eitthvað slíkt. að segir líklega fátt en í fáum orðum er MIDI búnaður sem innbyggður er í flest nýrri rafeindahljóðfæri og gerir þeim kleift að hafa nokkurs konar sam- skipti. Þá geta hljóðfærin annað hvort stjórnað hvert öðru eða þá að maður getur spilað á fleiri en eitt hljóðfæri í senn. Galdurinn við MIDI er að með stöðluð- um stafrænum boðum er hægt að flytja boð, þ.e. tónlist, milli hljóðfæra og jafnvel inn og út úr tölvu. Tölvur gegna þá oft hlutverki raðara (sequencer) sem hægt er að leika tónlistina inn á og lagfæra og breyta eftir þörfum og síðan jafnvel vista á diski. í tölvunni er einnig hægt að setja upp nótur eða teikna tónlistina og spila hana síðan í gegnum hjóðgerfil. En nú þýðir ekki að rjúka upp til handa og fóta og ætla að tengja gamla skemmtarann við tölvuna og semja næsta júróvisjón smell. Að sjálfsögðu þarf sérstakan búnað í þetta til að tölvan geti farið að virkja tónlistar- hæfileikana. í fyrsta og öðru lagi þarf sérstakt kort í tölvuna fyrir MIDI, hljóðgerfil með MIDI og til að stjórna þessu þarf svo hug- búnað í tölvuna. Nú fá líklega flestir áhugatónlistarmenn verk í veskið og er það skiljanlegt. Þessi búnaður er nokkuð dýr en ef menn hafa á annað borð áhuga á tónlist er þessi fjárfesting vel peninganna virði. Einhver gæti haldið að þetta sé bara vitleysa og peningaeyðsla en það er stað- reynd að í þessu felst bæði tímasparnaður og meiri möguleikar fyrir tónlistarmenn. Þetta gefur t.d. tónlistarmönnum færi á að útsetja lög og prufa viðameiri útsetningar án þess að þurfa að hóa saman hljómsveit til þess, auk þess sem þetta er kjörið fyrir okkur leikmennina, sem gáfumst upp á píanónáminu í æsku, til að spreyta okkur. Hugbúnaðurinn er misfullkominn en yfirleitt er hann mjög auðveldur og einfaldur í notkun og kostar frá 10.000 krónum og uppúr. Flestir ættu þó að geta sætt sig við ódýrari forritin. Öll eru þau með möguleikum á inn og útspilun á nokkrum rásum og oft eru möguleikar á því að skrifa og setja upp nótur. Nótna- lestur er ekki skilyrði en það sakar ekki að kunna eitthvert hrafl í nótum. Sum forrit- in eru með prentunarmöguleikum og er þá hægt að prenta út það sem inn hefur verið spilað og eiga á nótum á blaði. Hljóðgerfl- ar eru mjög mismunandi og eru til í öllum stærðum og gerðum í öllum verðflokkum. Leikjaframleiðendur eins og Sierra, Dynamix o.fl. hafa nýtt sér þá möguleika sem MIDI-kortin gefa. í flestum leikjum þeirra er fullkomin tónlist, í gegnum kort- ið og hljóðgerfil, sem gefur þeim vissulega mun meira líf og auka áhrif ýmissa atriða. Til dæmis er tónlistin í King’s Quest og Conquestst of Camelot (sjá grein um tölvuleiki) með nokkrum miðaldablæ og er gjarnan leikin með hljóði lútu eða ein- hvers hljóðfæris þess tíma. Einnig er líkt eftir hinum ýmsu hljóðum sem við eiga, t.d. fótataki, marri í hurð, fuglasöng, o.s.frv. Framleiðendurnir taka tónlistina mjög alvarlega og reyna að hafa hana sem (Mynd: Pétur Björnsson) fullkomnasta. Til dæmis réð Sierra til sín kvikmynda- og sjónvarpsþáttatónsmiðinn og útsetjarann William Goldstein, sem meðal annars sá um tónlistina í sjónvarps- þáttunum FAME, og Bob Siebenberg, úr Supertramp, til að semja og útsetja tónlist við leikina. Þetta er þó nokkuð verk því tónlist við einn leik getur þurft að vera í marga klukkutíma og saman standa af þó nokkrum fjölda laga og ýmissa áhrifa- hljóða. mræða um tölvutónlist hefur verið frekar neikvæð á síðustu árum. Heyrst hafa raddir um að tónlist sé fyrir menn og eigi að spilast af mönnum á al- vöruhljóðfæri. Það er rétt að tónlistin er skemmtilegust þegar hún er „læf‘, en það er alrangt að tölvur og hljóðgerflar spili tónlist. Tölvurnar og hljóðgerflarnir eru aðeins hjálpartæki og spila ekkert annað en það sem á þau er spilað. Að vísu er hægt að dylja vankunnáttu sína með því að lag- færa tónlistina í tölvunni en það gerir eng- an að betri hljóðfæraleikara. Tölvutónlist er í raun engin alvarleg ógn við alvör- uhljóðfærin og held ég að lítil hætta sé á því að t.d. flygillinn eða sellóið eigi eftir að úreldast þó hljóðgerflar geti hermt eftir þeim. Ég lít aðeins á þetta sem viðbótar hljóðfæri og lengi getur gott batnað. () ÞJÓÐLÍF 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.