Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 9

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 9
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 60 Ágrip veggspjalda V-1 Faraldsfræði mænuskaða í slysum á íslandi frá 1973 til 2008 Sigrún Knútsdóttir, Herdís Þórisdóttir Sjúkraþjálfun, endurhæfingardeild Landspítala, Grensási sigrunkn@landspitali.is Inngangur: Allt frá stofnun endurhæfingardeildar Landspítala Grensási árið 1973 hafa nær allir sem hljóta mænuskaða í slysum hlotið endurhæfingu á deildinni. Umferðarslys hafa verið ein algengasta orsök mænuskaða og hefur forvarnarstarf aðallega beinst að þeim. Tilgangur: Að kanna breytingar á tíðni, orsökum, aldri, kynja- skiptingu og alvarleika mænuskaða í slysum frá 1973 til 2008. Aðferðir og þátttakendur: Afturvirkt mat var gert á faralds- fræðilegum upplýsingum sem skráðar eru í mænuskaðaskrá endurhæfingardeildarinnar á Grensási. Skoðuð voru öll gögn sem safnast hafa frá því að skráningin hófst árið 1973 frá alls 191 þátttakendum. Niðurstöður: Nýgengi var að meðaltali 5,3 mænuskaðar á ári yfir allt tímabilið. Á árunum 2001-2008 jókst nýgengi í 7,6 manns á ári að meðaltali sem er mun hærra en á Norðurlöndunum. Karlar voru 73%, konur 27%. Meðalaldur var 37 ár. Tíu manns létust innan 10 daga, 90 manns urðu háðir hjólastól. Umferðarslys voru orsök skaðans í 84 tilfellum (44%) þar af 18 (21%) 2001-2008. Föll voru orsökin í 59 tilfellum (31%) þar af 21 árin 2001-2008. Frístundaslys voru orsök mænuskaða í 40 tilfell- um (20%), þar af gerðust 20 þeirra árin 2001-2008. Hestaslys voru 13 talsins eða 32,5% af öllum frístundaslysum. Sjö þeirra áttu sér stað 2001-2008. Ályktanir: Niðurstöðurnar sýndu verulega aukningu í nýgengi mænuskaða á árunum 2001 til 2008. Nokkrar breytingar sáust á orsökum mænuskaða. Frístundaslysum hefur fjölgað verulega og föllum lítillega. Umferðarslysum hefur fækkað þó nokkuð. Niðurstöðurnar sýndu að mikilvægt er að beina forvörnum meira að frístundaslysum og föllum. V-2 Truflað kveikjumynstur axlargrindarvöðva hjá einstaklingum með langvarandi verki í hálsi og herðum, með og án sögu um hnykkáverka Harpa Helgadóttir1, Eyþór Kristjánsson’, Halldór Jónsson jru ’HÍ, -Landspítala, 3Bakstofunni halldor@landspitali.is Inngangur: Einstaklingar með langvarandi verki í hálsi og herðum sýna breytt mynstur vöðvavirkni í framanverðum hálsi og í efri hluta sjalvöðva. Reynsla við meðhöndlun þessara einstaklinga bendir einnig til þess að margir þeirra hafi einnig truflaða vöðvastarfsemi í kringum herðablaðið og breytta stöðu herðablaðs. Engar rannsóknir hafa verið gerðar sem staðfesta þetta. Talið er að truflun á starfsemi axlargrindar valdi álagi á hálshrygg. Eitt af markmiðum þessarar rannsóknar var því að kanna starfsemi sjalvöðva og síðusagtennings hjá einstaklingum með langvarandi verki í hálsi og herðum. Efniviður: Skoðaðir voru tveir hópar sjúklinga með langvarandi verki í hálsi og herðum. Annar hópurinn hefur verki eftir bíl- árekstur og hinn er án áverkasögu. Einkennalaus viðmiðunar- hópur var rannsakaður til samanburðar. Aðferðir: Vöðvarafrit samstillt þrívíddargreini var notað til að meta virkni sjalvöðva og síðusagtennings á meðan handlegg var lyft upp fyrir höfuð og niður aftur. Niðurstöður: Marktækur munur var á kveikjumynstri sjalvöðva og síðusagtennings hjá einstaklingum með og án verkja í hálsi og herðum; þá var einnig marktækur munur á truflaðri vöðva- starfsemi milli einstaklinga með og án áverkasögu. Ályktun: Einstaklingar með hálsverki hafa marktæka truflun á kveikjumynstri vöðva og vöðvastarfsemi í axlargrind eins og einstaklingar með axlarvandamál. Truflunin er mismunandi eftir orsök verkjanna. Mælingar sem þessar gefa betri hugmynd að orsök verkja og tryggja einstaklingi hnitmiðaðri meðferð. V-3 Upplifun sjúkraliða af vinnu sinni og vinnuumhverfi á bráðalegudeildum Alda Ásgeirsdóttir1,3, Helga Bragadóttir1,2, Margrét Lilja Guðmundsdóttir,3 ’Landspítala, 2HÍ, 3HR aldaasg@landspitali.is Inngangur: Heilbrigðiskerfinu stafar ógn af vaxandi þörf og skorti á heilbrigðismenntuðu starfsfólki og því er leitað leiða til að finna lausnir og mæta þörfinni. Mannauður í hjúkrun er dýrmætur og menntun, þekking og færni hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða skiptir sköpum fyrir árangur sjúklinga á bráðadeildum sjúkrahúsa. Nýting þekkingar og mannafla í hjúkrun hefur hins vegar verið gagnrýnd og fyrri rannsóknir bent til þess að úr megi bæta. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna upplifun sjúkraliða á vinnu og vinnuumhverfi sínu og hvað betur má fara svo veita megi sjúklingum betri og öruggari hjúkrun. Aðferðir: Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð með þremur rýnihópum og rætt við 21 sjúkraliða á bráðalegudeildum Landspítala. Niðurstöður: Þátttakendur upplifðu mikið álag í hjúkrun og að skortur væri á stoðþjónustu þar sem sjúkraliðar eru oft að verja tíma í störf sem krefjast ekki fagþekkingar þeirra. Einnig sögðu þeir töluverðan tíma fara í að leita að tækjum til aðstoðar við umönnun sjúklinga. Hjúkrunarþyngd er mikil þar sem sjúklingar eru að eldast, verða veikari, eiga oftar við fíkniefnavanda að stríða eða ofþyngd. Fram kom misræmi í starfskröfum til sjúkraliða, en það skapar óvissu og vantraust í garð þeirra. Þátttakendum fannst veikindi starfsmanna hafa aukist. Flestir voru sammála um að margt í starfsumhverfinu LÆKNAblaðið 2009/95 9

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.