Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 12

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 12
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 60 V-9 Faraldsfræðileg rannsókn á algengi efnaskipta- villu og áhættuþáttum kransæðasjúkdóma hjá geðklofa- sjúklingum við legu- og göngudeild geðsviðs Landspítala Kleppi Kristófer Þorleifsson', Ólafur Sveinsson2, Halldór Kolbeinsson1 ’Endurhæfing geðdeildar Landspítala Kleppi, 2taugadeild Karolinska sjúkrahússins Stokkhólmi lialldork@landspitali.is;kristoth@landspitali.is; olafiirsv@hotmail.com Inngangur: Margar rannsóknir hafa sýnt að geðklofasjúklingar hafa hærri tíðni af hjarta og æðasjúkdómum og aukna dánartíðni af þeirra völdum en almenningur. Erlendar rannsóknir hafa auk þess sýnt að geðklofasjúklingar eru einnig vangreindir og vanmeðhöndlaðir þegar kemur að sykursýki, háþrýstingi, of háum blóðfitum og efnaskiptavillu. Tilgangur rannsóknar var að kanna algengi offitu, sykursýki, háþrýstings, blóðfituröskunar og efnaskiptavillu meðal geðklofasjúklinga á Islandi. Aðferðir: Rannsóknin var samtvinnuð við komur á göngudeild og innlagnir. Var eftirfarandi gögnum safnað: hæð, þyngd og mittismál og síðan þyngdarstuðull reiknaður út. Blóðþrýstingur var mældur. Tekin var fastandi blóðprufa þar sem mælt var: fastandi blóðsykur og langtíma blóðsykur (HbAlc), heildarkólesteról, HDL kólesteról og þríglýseríð. Spurt var um reykingar. Algengi efnaskiptavillu var metin út frá ofangreindum mælingum og notast var við skilgreiningu NCEP (National Institute of Health 2002) á efnaskiptavillu. Niðurstöður: Alls hafa 86 einstaklingar, 70 karlar, 16 konur tekið þátt í rannsókninni. Meðalaldur var 49,1 ár og 70% reyktu en búast mátti við 21%. Meðalþyngdin var 94kg og meðalþyngdarstuðull 29,7 kg/m2. Af heildarhópnum höfðu 66,2% þyngdarstuðul > 25 cm/m2 og þar af 45,3% þyngdarstuðull >30 cm/m2. Sykursýki höfðu 15,1%, en búast mátti við 5,8%, og 23,3% mældust með háþrýsting. 53% voru með efnaskiptavillu pcO.OOOlmiðað við almennt þýði. Ályktun: Nauðsynlegt er að fylgjast betur með líkamlegu heilsufari geðklofasjúklinga á íslandi. Mæla þarf reglubundið líkamsþyngd, blóðþrýsting, blóðsykur og blóðfitu. V-10 Hefur meðferð með þunglyndis- og kvíðalyfjum áhrif á árangur HAM meðferðar hjá hópi í heilsugæslu? Erik Brynjar Schweitz Eriksson, Engilbert Sigurðsson, Hafrún Kristjánsdóttir1, Agnes Agnarsdóttir, Jón Friðrik Sigurðsson Geðsviði Landspítala erikbse@landspitali.is Inngangur: Hugræn atferlismeðferð (HAM) og SSRI/SNRI lyf hafa gefið hvað bestan árangur í baráttunni við kvíða og þunglyndi. Marks et al. (1993) sýndu fram á að róandi og svefnlyf hafa neikvæð áhrif á árangur af hugrænni atferlismeðferð. I yfirstandandi rannsókn á HAM á námskeiðaformi í heilsugæslu hefur árangur af meðferðinni verið skoðaður m.t.t. notkunar á þunglyndis-, róandi og svefnlyfjum. Markmið: Rannsakendur vildu vita í fyrsta lagi hvort benzodiazepin og skyld lyf hefðu neikvæð áhrif á árangur af HAM meðferð og í öðru lagi hvort samþætting meðferðarinnar við notkun SNRI/SSRI lyfja hefði meiri áhrif en HAM eitt og sér. Aðferðir: Árangur af meðferðinni var mældur með Beck's Depression Inventory og Anxiety Inventory áþrem tímapunktum, þ.e. í upphafi meðferðar, eftir fimm meðferðartíma og i eftirfylgd þremur mánuðum eftir upphaf námskeiðsins. Niðurstaða: Fyrstu niðurstöður sýna fram á marktæka lækkun á BDI og BAI kvörðum hjá öllum hópum. Hins vegar hefur ekki tekist að sýna fram á marktækan mun á árangri milli lyfja og lyfjalausra hópa. Ályktun: HAM hefur áhrif á depurð og kvíða óháð notkun þunglyndis- og kvíðalyfja. Rétt er þó að taka fram að einungis hefur verið farið yfir hluta gagna sem nú liggja fyrir með tilliti til lyfjanotkunar. Við frekari úrvinnslu fyrirliggjandi gagna gætu þessar línur skýrst frekar. V-11 Áskoranir í meðferð - Fyrstu niðurstöður úr díalektískri atferlismeðferð á Hvítabandi Magnús Blöndahl Sighvatsson, Margrét Bárðardóttir, Borghildur Einarsdóttir Geðsviði Landspítala magnblo&landspi tali. is Inngangur: Díalektísk atferlismeðferð (DAM) (Linehan, 1993) var þróuð sem meðferðarúrræði fyrir einstaklinga með jaðar- persónuleikaröskun þar sem helstu einkenni eru: erfiðleikar í samskiptum, miklar tilfinningasveiflur, tómleikatilfinning, hvat- vísi og sjálfsskaðandi hegðun. Árangursrannsóknir benda til að eins árs göngudeildarmeðferð dragi úr hluta þeirra vanda-mála sem einstaklingar með jaðarpersónuleikaröskun glíma við t.d. fækkar tilraunum til sjálfsskaða (Linehan, o.fl., 1991). Töluverð þróun í notkun DAM hefur átt sér stað undanfarin ár t.d. hvernig DAM nýtist gegn öðrum geðröskunum (sjá yfirlit Dimeff og Koerner, 2007). I þessari rannsókn var árangur DAM kannaður í þriggja mánaða dagmeðferð. Við árangursmat voru eftirfarandi breytur mældar: sjálfsstjórn, félagsleg samsvörun, sjálfkennd, tengslamyndun, ábyrgð, þunglyndi, kvíði, streita og alvarleiki einkenna. Mat á árangri fór fram með sjálfsmatskvörðum sem þátttakendur svöruðu fyrir og eftir meðferð. Aðferð: Þátttakendur voru 28 einstaklingar með lyndis-, kvíða- og persónuleikaraskanir. Árangur meðferðar var mældur eftir ástandi þátttakenda fyrir og eftir meðferð. Niðurstöður: Benda til árangurs af þriggja mánaða dagmeðferð skv. þeim mælitækjum sem lögð voru fyrir. Marktækur munur kom fram á öllum mælikvörðum fyrir og eftir meðferð. Ályktanir: Vísbendingar eru um árangur DAM sem dag- deildarúrræðis. Frekari rannsókna er þó þörf t.d. á því hvort áhrif meðferðar séu mismunandi eftir geðgreiningu þátttak- enda, hver árangur sé samanborið við biðlistahóp, hverjar séu niðurstöður eftirfylgdar svo fátt eitt sé nefnt. 12 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.