Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 33

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 33
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 60 hlotið hafa endurkomu sjúkdóms og stofnfrumuígræðslu. Ekki er búið að vinna úr TMA en frumniðurstöður verða komnar á ráðstefnunni. V-67 Sheehan heilkenni - sjaldgæft en finnst líka í vestrænum heimi Hallgerður Lind Kristjánsdóttir12, Sigrún Perla Böðvarsdóttir1, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir1 1 Lyflækningasviði Landspítala,2læknadeild HI,3kvennasviði Landspítala hallglk@landspitali.is Inngangur: Sheehan heilkenni (SH) er heiladingulsbilun sem verður hjá móður eftir barnsburð. Orsök SH er óljós en talið er að blóðþurrð í heiladingli samfara miklu blóðtapi móður í fæðingu geti valdið SH. Einkennin geta verið almenn/óljós og fara eftir því hversu margir hormónaöxlar skaðast. Algengast er að konur með SH hafi vanhæfni til mjólkurframleiðslu (VMF) og fari ekki á blæðingar eftir barnsburð. SH er algengara í vanþróuðum löndum þar sem fæðingarhjálp er oft ábótavant en greinist sjaldan í vestrænum löndum. Töf á greiningu getur leitt til dauða. Hér er lýst konu með SH sem ítrekað leitar til lækna áður en greining lá fyrir. Sjúkrasaga: Kona, 38 ára, með vanvirkan skjaldkirtil fæðir sitt fyrsta barn eftir eðlilega meðgöngu. Fæðing var langdregin, fylgjan sat föst og blóðrauði var 72 mg/L eftir fæðingu. Fyrstu viku eftir barnsburð leitar hún á kvennadeild vegna slappleika, ógleði og VMF. Á næstu vikum leitar hún ítrekað til ljósmæðra, lækna á kvenna- og slysadeild og heimilislæknis. Einkenni ágerast, hiin megrast og vöðvaslappleiki og orkuleysi eykst. Helsta mismunagreining var talin fæðingarþunglyndi. Eftir tæplega 2 mánuði reynist blóðgildi kortisóls ómælanlegt. Við frekara mat á heiladinguLandspítalaormónum, reynist prólaktín lágt og greining SH liggur fyrir. Með viðeigandi uppbótarhormónameðferð ganga öll einkenni til baka. Umræða: Klínísk einkenni konunnar studdu SH. Ódýrt og auðvelt er að mæla blóðgildi prólaktíns og mikilvægt er að læknar og ljósmæður hafi opinn hug fyrir mögulegri undirliggjandi orsök fyrir VMF eftir barnsburð. Litlu mátti mima um að verr færi hjá umræddri konu en algjör kortisólskortur er lífshættulegur. V-68 Lactoferrin prótein tjáning er minnkuð í lungnaæxlum Pórgunnur E. Pétursdóttir', Unnur Þorstcinsdóttir2, Sigrún Kristjánsdóttir1, Kristrún Ólafsdóttir', Páll H. Möller’, Stefan Imreh4, Valgarður Egilsson1, Jóhannes Björnsson1, Sigurður Ingvarsson5 'Rannsóknarstofu í meinafræði, Landspítaia, ’íslenskri erfðagreiningu, ’skurðlækningasviði, Landspítala, ’Karolinska Institutet, Microbiology and Tumorbiology Center, Stokkhólmi, ’Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum thorgqj@landspitali. is Inngangur: Stutti armur litnings 3 í mönnum er afbrigðilegur í flestum æxlum. Et (elimination test) er próf sem var þróað, af samstarfsaðilum okkar á Karolinska Institutet, til að finna litningasvæði með æxlisbæligenum. Með notkun prófsins fannst svæði á 3p21.3 CERl (common eliminated region 1). Þar eru 34 virk gen þeirra á meðal er LTF (lactotransferrin). Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar sem benda til þess að Ltf próteinið taki þátt í að verjast myndun æxla. Markmið: Að skilgreina frekar hlutverk LTF í sjúkdómsferli lungnakrabbameins í mönnum. Aðferðir: Til að meta tíðni úrfellinga var gerð LOH greining með microsatellite erfðamörkum á CERl og borið saman við tvö önnur svæði með þekktum æxlisbæligenum (FHIT og VHL). Útraðir voru skimaðar með SSCP aðferð fyrir fjölbreytileika í LTF í 70 lungnaæxlum og síðan var kannað með raðgreiningu hvort sá fjölbreytileiki sem fannst væru stökkbreytingar. IHC aðferð var notuð til að kanna tjáningu próteinsins í 60 lungnaæxlum og aðlægum eðlilegum vef, flest æxlanna voru adenocarcinoma og squamous cell carcinoma. Niðurstöður: Úrfellingatíðnin var hæst á CERl svæðinu 94% miðað við 65% (FHIT) og 72% (VHL). í LTF geninu fundum við breytileika í exoni 2 í hárri tíðni (39%) miðað við kontról (27%). Um er að ræða basabreytingu sem leiðir til amínósýru skipta úr Alanine yfir í Threonine (A29T). Tjáning Ltf próteinsins var minnkuð/engin í samtals 92% æxla eða frá 86% upp í 100% eftir vefjagerð æxlanna. Ályktun: Við fundum mjög háa tíðni úrfellinga á CERl sem bendir til þess að á svæðinu geti verið eitt eða fleiri æxlisbæligen. Tjáning Ltf próteinsins er minnkuð/engin í flestum æxlanna. Þar sem ekki er mikið um stökkbreytingar í LTF munum við kanna hvort epigenetiskar breytingar séu til staðar á prómóter svæði gensins. V-69 Áhrif kverkeitlatöku á sóra (psoriasis) - Framvirk blind rannsókn með viðmiðunarhóp Ragna Hlín Þorleifsdóttir1-2, Andrew Johnston’, Sigrún Laufey Sigurðardóttir1, Jón Hjaltalín Ólafsson2, Bárður Sigurgeirsson2, Hannes Petersen4, Helgi Valdimarsson1 ’Ónæmisfræðideild, 2húð- og kynsjúkdómadeild Landspítala, ’húðsjúkdómadeild, University of Michigan, Ann Arbor, USA, 4háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala ragnahlin@gmail.com Inngangur: Sóri (psoriasis) er T frumu miðlaður bólgusjúkdómur í húð sem hefur sterk tengsl við streptókokka sýkingar í kverkeitlum. Við höfum áður sýnt fram á að í blóði sórasjúklinga eru T frumur sem virkjast af stuttum peptíðum með aminosýruröðum sem eru sameiginlegar fyrir M-protein streptókokka og keratin í húð (M/K peptíð). Þessar T frumur eru kallaðar víxlvirkar. Markmið: Tilgangurinn er að kanna áhrif kverkeitlatöku á sóra og hvort víxlvirkum T frumum í blóði sjúklinga fækkar en tilgátan er sú að kverkeitlar séu uppeldisstöðvar fyrir þær T frumur sem valda sóra. Aðferðir: 30 sjúklingum með krónískan skellusóra er skipt í tvo sambærilega hópa, annar fer í kverkeitlatöku en hinn er til viðmiðunar. Þeim er fylgt eftir í 2 ár með blindu mati á LÆKNAblaðið 2009/95 33

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.