Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Side 16

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Side 16
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 60 hærra hlutfall heildarorkuinntöku kom frá kexi, kökum, sykri og sælgæti meðal 5 ára barnanna m.v. 3ja ára, en niinna frá ávöxt- um og grænmeti. Meðalorkuinntaka 5 ára barna var 131kcal/d hærri en þeirra 3ja ára, þar af komu 96kcal (73% af umfram orkuinntöku) frá kexi, kökum, sætum drykkjum, sykri, sælgæti og ís, þ.e. orkuríkum en næringarsnauðum matvælum. Ályktun: Ymsu er ábótavant í fæði íslenskra leikskólabarna. Munur virðist vera á neyslumynstri 3ja og 5 ára barna þar sem þau 5 ára neyta hlutfallslega meira af næringarsnauðum mat- vælum, borið saman við 3ja ára. V-21 Gildi einfalds spurningalista um mataræði barna Ása Guðrún Kristjánsdóttir1, Erlingur Jóhannsson2, Inga Þórsdóttir1 'Rannsóknastofu í næringarfræði, Landspítala & matvæla- og næringarfræðideild, heilbrigðisvísindasviði, HÍ, 2íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild, menntavísindasviði, HÍ asagk@Iandspitali.is Markmið: Að ákvarða gildi einfalds spurningalista (FFQ) sem svarað er af foreldrum til að rannsaka mataræði barna. Aðferðir: Gildi einfalds spurningalista varðandi mataræði barna, svarað af foreldrum, var metið með samanburði við nákvæma skráningu þess sem neytt var í 3 daga (vegið magn). I úrtakinu voru 7-ára börn, í öðrum bekk, í sex grunnskólum í Reykjavík. Foreldrar 113 barna skiluðu bæði spurningalista útfylltum og fæðuskráningu. Niðurstöður: Neysla barna á grænmeti, fiski, lýsi, vatni og hreinum ávaxtasafa var hærri samkvæmt svörum foreldra í spurningalista en samkvæmt nákvæmlega veginni fæðuskráningu. Neysla á unnum kjötvörum, kökum og kexi var lægri samkvæmt svörum foreldra í spurningalista en í fæðuskráningunni, en engirtn marktækur munur var neyslu barna á ávöxtum, kjöti, sykruðum drykkjum, snakki og frönskum kartöflum, sælgæti og mjólk. Spearman fylgnistuðlar voru 0.46 fyrir ávexti, 0.45 fyrir grænmeti, 0.62 fyrir lýsi og 0.46 fyrir vatn, en lægri fyrir aðrar fæðutegundir. Grænmetis-, ávaxta-, lýsis- og mjólkurneyslu var skipt upp í fjórðunga samkvæmt báðum aðferðunum, 89% voru flokkaðir í sama fjórðung eða aðlægan fjórðung þegar grænmetisneyslan var skoðuð og um 80% þegar ávaxta-, lýsis- og mjólkurneysla var skoðuð. Ályktun: Hægt er að nota einfaldan spumingalista sem foreldrar svara til að meta neyslu bama af nokkmm fæðutegundum. Slíka lista er þó erfitt að nota til dæmis til að mæla neyslu á vörum sem almennt teljast óhollar. I öllum tilfellum þarf rannsókn á gildi spurningalista um mataræði að fara fram til að hægt sé að meta styrk einstakra spurninga, og sleppa þeim sem ekki hafa nægilegt gildi. V- 22 Bakteríur í miðeyrnavökva Thelma M. Andersen1, Ólafur Guðmundsson2, Karl G. Kristinsson13, Björn R. Lúðvíksson1'4, Ásgeir Haraldsson1'5, Hannes Petersen1-2 'Læknadeild HÍ, 2háls,- nef- og eyrnadeild, 3sýklafræðideild, 4ónæmisfræðideild, 5Barnaspítala Hringsins Landspítala hpet@Iandspi tal i. is Inngangur: Miðeymabólga (otitis media) er einn algengasti sjúkdómur meðal barna og er talið að allt að 80% bama hafi greinst með sjúkdóminn a.m.k. einu sinni fyrir þriggja ára aldur. Hlutverk baktería í meinmynd miðeyma- bólgu er þekkt, en óljósari er þáttur þeirra í meinmynd langdreginnar vökvasöfnunar í miðeyra eftir sýkingu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tilvist baktería í miðeyravökva barna með vökvasöfnun í miðeyra. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarþýðið voru öll börn 0-12 ára sem gangast áttu undir ástungu á hljóðhimnu eða röraísetningu, á Handlæknastöðinni í Glæsibæ, rannsóknartímabilið 17/3- 30/4 ,08. Miðeymavökva var safnað og hann ræktaður auk þess sem spumingalisti var lagður fyrir foreldra/forráðamenn. Niðurstöður: Þátttakendur í rannsókninni voru 181 bam (55% drengir, aldur 4 mánaða til 10 ára). 91% barnanna hafði sögu um eymabólgu, 88% voru í dagvistun, 76% áttu systkini, 56% höfðu fengið sýklalyf mánuðinn fyrir aðgerð og 24% voru á sýklalyfjum á aðgerðardegi. Skoðuð vom 337 eyru, vökvi var í 245 þeirra (72,7%) og náðust úr þeim 241 (98,4%) sýni. Jákvæð ræktun fyrir meinvaldandi bakteríur fékkst úr 124 sýnum (51,5%). Úr þeim voru einangraðar 148 bakteríur (isolates) og af þeim voru Heamophilus influenzae 85 (57,4%), Streptococcus pneumoniae 35 (23,6%) og Moraxella catarrhalis 20 (13,5%). Pneumókokkar ræktuðust úr fjómm eyrum sem útsett höfðu verið fyrir sýklalyfjum (Amoxicillin) á aðgerðardegi og voru allir þeir stofnar fjölónæmir. Ályktun: Þessi rannsókn sýnir hærra hlutfall jákvæðra ræktana úr miðeyrnavökva en aðrar sambærilegar rannsóknir. Þetta verður að teljast áhugavert sérstaklega m.t.t. þess hversu mikil sýklalyfjanotkun var hjá þessum börnum. Hlutfall Haemophilus influenzae af jákvæðum ræktunum var auk þess mun hærra en búast mátti við. V-23 Bráða speldisbólga á íslandi 1983-2005 Birgir Briem1, Örnólfur Þorvarðarson2, Hannes Petersen34 'Háls,- nef- og eyrnadeild Buskerud sjúkrahússins, Drammen, Noregi, 2háls,- nef- og eymadeild Akademiska sjúkrahússins, Uppsölum, Svíþjóð, 3læknadeild HÍ, 4háls,- nef- og eymadeild Landspítala hpet@landspital i. is Inngangur: Bráða speldisbólga vísar til hraðrar ákomu bólgu í speldi og ofanraddglufuhluta barkakýlis. Þar sem þessari hröðu bólgumyndun getur fylgt lokun á efri öndunarvegi, telst sjúkdómurinn alvarlegt bráðavandamál. Markmið rann- sóknarinnar var að varpa ljósi á breytingar í faraldursfræði sjúkdómsins á íslandi árin 1983 til 2005. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar með útskriftargreininguna bráð speldisbólga (acute epiglottitis) á öllum sjúkrahúsum landsins, voru teknir til og sjúkraskrár þeirra kannaðar afturvirkt með tilliti til, aldurs, kyns, greiningarmánaðar og árs, bakteríugreiningar, meðferð öndunarvegar, vistunar á gjörgæslu, sýklalyfjavals, legutíma og helstu fylgikvilla. Niðurstöður: 57 sjúklingar greindust með bráða speldisbólgu á tímabilinu (árlegt nýgengi 0.93/100.000). Meðalaldur var 33,3 ár. Bráða speldisbólga í börnum hvarf eftir að bólusetning gegn 16 LÆKNAblaðiö 2009/95

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.