Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 35
VISINDI A VORDOGUM
FYLGIRIT 60
sórasjúklinga séu afbrigðileg. í þessum áfanga rannsóknarinnar
erum við að bera saman ýmsa eiginleika CD4+ og CD8+ T frumna
í kverkeitlum sórasjúklinga (PST) og sjúklinga sem hafa fengið
tíðar hálsbólgu án þess að fá sóraútbrot (RT). Sérstök áhersla er
lögð á þá eiginleika sem eru sérkennandi fyrir þær T frumur sem
orsaka sóraútbrot. Við höfum vísbendingar, sem kynntar eru á
öðru veggspjaldi, um að T frumur í kverkeitlum sórasjúklinga
geti komist út í húð þeirra og stuðlað að útbrotunum.
Efniviður og aðferðir: Hnattkjarna hvítfrumur hafa nú verið
einangraðar úr 17 PST og 9 RT kverkeitlum og mismunandi
svipgerðir T frumnanna greindar í flæðifrumusjá eftir litun með
ýmsum samsetningum af flúrlituðum einstofna mótefnum.
Niðurstöður: CD4+ og CD8+ T frumur úr PST tjáðu marktækt
meira af húðsæknisameindinni CLA og rötunarsameindinni
CCR6 heldur en samsvarandi frumur úr RT kverkeitlum.
CD4+ og CD8+ T frumur úr RT kverkeitlum tjáðu hins
vegar marktækt meira af rötunarsameindinni CCR5 og
virknisameindinni CD69 ásamt CD25.
Ályktanir: Niðurstöðurnar samrýmast þeirri tilgátu að stjórnun
ónæmissvara sé afbrigðileg í kverkeitlum sórasjúklinga. Aukin
tjáning á CLA samræmist því að sóraskellum geti verið viðhaldið
af T frumum er upprunnar eru í kverkeitlum og ferðast út
í húð. Aukin tjáning á rötunarsameindinni CCR6 er sérlega
athyglisverð í þessu sambandi vegna þess að hún er sérkennandi
fyrir T17 frumur sem vitað er að gegna lykilhlutverki í myndun
sóraútbrota.
V-73 Áhrif valinna ónæmisglæða á ónæmissvör
nýburamúsa gegn meningókokka B bóiuefni
Sindri Freyr Eiðsson1, Þórunn Ásta Ólafsdóttir1-2, Mariagrazia Pizza3,
Rino Rappuoli3, Ingileif Jónsdóttir1-2
’Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Novartis Vaccines,
Siena, ftalíu
sind rifr@Iandspi tal i. is
Inngangur: Fjölda tilfella heilahimnubólgu og blóðsýkinga um
allan heim má rekja til Neisseria meningitidis eða meningókokka.
Meningókokkasjúkdómur er algengastur í ungum börnum.
Ekkert alhliða bóluefni er til gegn gerð B (MenB), sem veldur
~56% tilfella á íslandi. Með því að skoða erfðamengi MenB hafa
fundist vel varðveitt meinvirk prótein tjáð á yfirborði sýkilsins,
sem hafa verið sett saman í fimmgilt bóluefni (5CVMB). Við
höfum sýnt að 5CVMB er ónæmisvekjandi í nýburamúsum og
ónæmisglæðar geta aukið mótefnasvör gegn þeim með.
Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif
ónæmisglæðanna, LT-K63 og Alum + CpG1826, á myndun
5CVMB-sértækra mótefnaseytandi frumna og far þeirra í bein-
merg.
Aðferðir: Nýburamýs voru bólusettar með 20pg af hverju
próteini með/án ónæmisglæða, og endurbólusettar 2 vikum
síðar. Próteinin voru gefin ein og sér, með/án LT-K63 eða
Alum + CpG1826. Viðmiðunarhópur fékk saltvatnslausn. Milta
og beinmergur voru einangruð á 5,7, 9 og 14 degi frá síðari
bólusetningu og fjöldi mótefnaseytandi frumna, sértækra fyrir
GNA2132, sem er eitt af próteinum 5CVMB, var metinn með
ELISPOT.
Niðurstöður: Ónæmisglæðarnir juku ónæmissvör nýburamúsa
gegn 5CVMB. Alum og CpG1826 saman virtust flýta
ónæmissvarinu. Fjöldi GNA2132 sértækra mótefnaseytandi
frumna var mestur strax á degi 5 í milta og beinmerg og
minnkaði eftir það. Áhrif LT-K63 voru ólík, fjöldi GNA2132
sértækra mótefnaseytandi frumna jókst jafnt og þétt frá degi 5 til
dags 14, þegar hann var mestur bæði í milta og beinmerg.
Ályktun:Ónæmisglæðarhafamismunandiáhrifáónæmissvörun
gegn 5CVMB. Frekari rannsóknir á áhrifum þeirra eru liður í
þróun Men B bóluefna fyrir nýbura.
V-74 Endurteknar bólusetningar með hreinni
pneumókokkafjölsykru eyða langlífum minnisfrumum
og mótefnaseytandi frumum sem hafa myndast við
frumbólusetningu nýburamúsa
Stefanía P. Bjarnarson1-2, Maren Henneken1, Giuseppe Del Giudice3,
Emanuelle Trannoy4,Ingileif Jónsdóttir1-2'5
'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Novartis Vaccines
, Siena, Ítalíu, Jsanofi pasteur, Marcy l'Etoile, Frakklandi, Tslenskri
erfðagreiningu
stefbja@landspitali. is
Inngangur: Við höfum sýnt að endurbólusetning með hreinni
pneumókokkafjölsykru (PPS) skerðir PPS-sértækt mótefnasvar,
sem hefur myndast við frumbólusetningu með próteintengdu
fjölsykrubóluefni (Pnc-TT), ef endurbólusett var undir húð (s.c.)
en ekki ef endurbólusett var um nefslímhúð (i.n). Markmið
rannsóknarinnar var að meta áhrif endurtekinna bólusetninga
með PPS á svörun fjölsykrusértækra B-minnisfrumna í milta,
og ratvísi PPS-sértækra langlífra mótefnaseytandi frumna og
viðhald í beinmerg.
Aðferðir: Nýburamýs (1 vikna) voru frumbólusettar s.c. eða i.n.
með Pnc-TT og ónæmisglæðinum LT-K63 og endurbólusettar
með PPS +LT-K63 eða saltvatni 1-3 sinnum með 16 daga
millibili. Miltu voru einangruð á degi 7 eftir endurbólusetningu
og vefjasneiðar litaðar með PNA (kímmiðjur) og mótefnum
gegn IgM og IgG. Fjöldi IgG+ mótefnaseytandi frumna (AbSC),
sem voru sértækar fyrir fjölsykru- eða próteinhluta bóluefnisins,
var metinn í milta og beinmerg með ELISPOT.
Niðurstöður: Hlutfall PNA+/IgM+ frumna 7 dögum eftir fyrstu
endurbólusetningu var hæst í músum sem voru endurbólusettar
með PPS+LT-K63 i.n. en lægst í þeim sem fengu PPS+LT-K63
s.c.. í samræmi við þær niðurstöður var fjöldi IgG+ kímmiðja
mestur í músum sem voru endurbólusettar með PPS+LT-K63
i.n. en minnstur í þeim sem fengu PPS+LT-K63 s.c.. Tíðni
fjölsykrusértækra AbSCs í milta og beinmerg lækkaði marktækt
við hverja endurbólusetningu með PPS+LT-K63 s.c.. Endurtekin
bólusetning með PPS+LT-K63 um nef lækkaði einnig tíðni PPS
sértækra AbSCs í BM, en minna en þegar fjölsykran var gefin
undir húð.
Ályktun: Endurbólusetning með hreinni fjölsykru snemma
á ævinni, sérstaklega undir húð, eyðir fjölsykrusértækum
minnisfrumum og langlífum mótefnaseytandi frumum sem
hafa myndast við frumbólusetninguna með próteintengdu
fjölsykrubóluefni.
LÆKNAblaðið 2009/95 35