Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 46

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 46
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 60 V-103 Smáæðablóðflæði í þörmum eftir opnar kviðarholsaðgerðir. Áhrif mismunandi vökvagjafar Gísli H. Sigurðsson, Oliver Limberger, Luzius B. Hiltebrand Department of Anaesthesiology, Inselspital, Berne og University of Bern, svæfinga- og gjörgæsludeild, Landspítala og læknadeild HÍ gislihs@landspilali.is Inngangur: Truflanir á smáæðablóðflæði þarma eru algengar eftir stórar kviðarholsaðgerðir og geta leitt til alvarlegra auka- kvilla. Við könnuðum áhrif mismunandi vökvagjafar á smáæða- blóðflæði þörmum eftir kviðarholsaðgerðir í svínum. Aðferð: 27 svín voru svæfð, lögð í öndunarvél og skipt í þrjá meðferðarhópa (n=9 í hverjum). Allir hóparnir þrír, A, B og C fengu Ringers laktat (RL) lausn í æð 3 ml/kg/klst. Hópur B fékk auk þess 250 ml bolusa af RL og hópur C 250 ml bólusa af sterkjulausn (hydroxyethyl starch 140/0,4) í æð. Vökvabólus var gefinn í hópum B og C ef miðbláæðablóðsmettun var undir 60%. Hjartaútfall var mælt með stöðugri „thermodilution", svæðisblóðflæði í superior mesenteric slagæðinni með transit time flowmetry og smáæðablóðflæði í slímhúð og vöðvalagi smáþarma með laser Doppler flæðimælingu. Niðurstöður: Eftir 4 klst meðferð voru blóðþrýstingur, hjarta- útfall, mesenterialslagæðarblóðflæði og miðbláæðablóðsmettun áþekk í hópum B og C en voru lakari í hópi A. I hópi C jókst smáæðablóðflæði í slímhúð smáþarma um 50% og súrefnis- þrýstingur í þarmavegg um 30% en bæði héldust óbreytt eða minnkuðu í hópum A og B (p<0,01). Umræða: Vökvameðferð með sterkjulausn jók marktækt smáæðablóðflæði og súrefnisþrýsting í smáþörmum eftir kviðarholsskurðaðerðir. Meðferð með saltvatnslausn hafði ekki slík áhrif þrátt fyrir sambærilegan blóðþrýsting og hjartaútfall. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að vökvameðferð með sterkjulausn geti hugsanlega minnkað hættu á blóðþurrð í þörmum eftir kviðarholsskurðaðgerðir miðað við notkun saltvatnslausna. V-104 Kæling sem meðferð á gjörgæsludeild eftir súrefnisskort í heila af völdum hengingar, drukknunar eða eitrunar á Landspítala Sonja Baldursdóttir, Kristinn Sigvaldason, Sigurbergur Kárason, Felix Valsson, Gísli H. Sigurðsson Svæfinga- og gjörgæsiudeild Landspítala og HI gislihs@landspitali.is Inngangur: Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á betri horfur sjúklinga sem voru meðhöndlaðir með kælingu líkamans í 32-34°C í 24 klst. eftir hjartastopp og er slíkri meðferð beitt á Landspítala. Síðan 2002 hefur kælingu auk þess verið beitt hjá sjúklingum sem voru meðvitundarlausir eftir súrefnisskort í heila svo sem eftir hengingu, drukknun eða metan- og kolmónoxíðeitranir. Markmið rannsóknarinnar var að kanna árangur kælingar hjá þessum sjúklingahópi á gjörgæsludeildum Landspítala. Aðferðir: Allir sjúklingar sem höfðu verið meðhöndlaðir með kælingu af öðrum orsökum en hjartastoppi af völdum hjartasjúkdóms á árunum 2002-2009 voru teknir með í rannsóknina. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám. Skráð var m.a. ástæða kælingar, aldur og kyn, ástand við komu neyðarbíls, tími þar til líkamshiti var kominn undir 34°C, legutími á gjörgæslu og á sjúkrahúsi, fjöldi þeirra sem lést og ástand þeirra sem lifðu við útskrift (CPS 1-5). Niðurstöður: Fjórtán sjúklingar allir karlmenn (9-60 ára) voru kældir, 8 eftir hengingu, 5 náðu sér að fullu (CPS 1) en 3 létust (CPS 5). Þrír voru kældir eftir drukknun, einn náði sér (CPS 1) en 2 létust (CPS 5). Tveir voru kældir eftir kolmónoxíðeitrun og náði annar fullum bata (CPS 1) en hinn átti erfitt með að fara eftir flóknum fyrirmælum (CPS 2). Einn var kældur eftir metangaseitrun (CPS 1). Tími frá því að sjúklingur fannst þar til hita undir 34°C var náð var frá 60 mín upp í 27 klst. Ályktun: Þeir sem eru meðvitundarlausir eftir blóðþurrð í heila hafa oftast orðið fyrir varanlegum heilaskemmdum. Því vekur athygli góður bati sjúklinganna sem lifðu af í þessum hópi. þ.e. enginn lifði af með slæma útkomu (CPS 3-4). Þótt erfitt sé að fullyrða um áhrif kælingar hjá þessum takmarkaða sjúklingahópi benda niðurstöðurnar til að kæling minnki líkur á varanlegum heilaskaða eftir heilablóðþurrð. V-105 Notkun á blóðflögulýsötum til ræktunar á mesenchymal stofnfrumum Hulda Rós Gunnarsdóttir’, Brendon Noble2 Ólafur E. Sigurjónsson1'3 Blóðbankinn Landspítala1, Scottish Center for Regenerative Medicine, University of Edinburgh, Scotland2, tækni og verkfræðideild HR’ oes@landspitali.is Inngangur: Mesenchymal stofnfrumur (MSC) er að finna í mörgum vefjum líkamans eins og beinmerg, fituvef, lungnavef og hafa verið bundnar miklar vonir við að hægt sé að nota þær læknisfræðilegri meðferð. Eitt vandamál við notkun þeirra er að nauðsynlegt er að fjölga þeim ex vivo í kálfa sermi. Galli við kálfasermi er að það getur verið mikill munur á "sermis lota" og hættu er á ónæmisvari gegn próteinum sem þar er að finna. Nýlega birtist röð af greinum þar sem blóðflögulýsöt voru notuð til ræktunar á MSC frumum Geymslutími blóðflaga eru 5-7 dagar sem leiðir til að 15-20% af öllum blóðflögueiningum er fargað. Tilgangur og markmið: Tilgangur þessa verkefnis er að athuga áhrif þess að rækta MSC frumur í útrunnum blóðflögulýsötum á fjölgun, sérhæfingarvirkni og virkni þeirra in vitro. Efni og aðferðir: Mesenchymal stofnfrumur, einangraðar úr beinmerg, voru ræktaðar með ferskum eða útrunnum blóð- flögulýsötum og bomar saman við frumur ræktaðar með kálfa sermi. Gæði MSC var athugað með greiningu á yfirborðs- sameindum í frumuflæðisjá, hæfni frumnanna til fjölgunar og hæfileika frumnanna til sérhæfingar. Einnig var kannað hvort MSC fmmur ræktaðar með útrunnu blóðflögulýsasti gæti bælt T-frumu fjölgun. Niðurstöður: Mesenchymal stofnrumur ræktaðar með blóð- flögulýsati vaxa svipað hratt og MSC frumur ræktaðar í kálfa J 46 LÆKNAblaðið 2007/93

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.