Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 37

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 37
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 60 kviðarholsfrumur úr músum sem fengu fiskolíu seyttu meira af MlP-la en minna af MCP-1 en kviðarholsfrumur úr músum í samanburðarhóp. Alyktanir: Niðurstöðurnar benda til að fiskolía hafi dempandi áhrif á flakkboðamyndun í heilbrigðum músum en auki hins vegar bólguviðbragð í músum eftir sýkingu. Dempandi áhrif fiskolíu í heilbrigðum músum samræmist jákvæðum áhrifum hennar á króníska bólgusjúkdóma en aukið bólguviðbragð gæti að hluta skýrt jákvæð áhrif hennar í sýkingum. V-78 Fjölónæmir berklar á íslandi Hilmir Ásgeirsson1, Kai Blöndal2, Þorsteirm Blöndal2-1, Magnús Gottfreðssonu 'Smitsjúkdómadeild Landspítala, 2göngudeild sóttvama heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, dungnadeild Landspítala, 4læknadeild HI magn usgo@landspi tali. is Inngangur: Fjölónæmir berklar eru vaxandi vandamál í heiminum. Arangur meðferðar er verri, sjúkrahúslegur lengri og kostnaður hærri en við lyfnæma berkla. Hér er lýst þremur tilfellum fjölónæmra berkla sem greinst hafa á íslandi á árunum 2003-2008. Aðferðir: Rannsóknaraðilar fundu þau tilfelli sem þeim var kunnugt um, eitt frá 2003, annað frá 2007 og þriðja frá 2008. Einnig var leitað í berklaskrá þar sem ekki komu fram önnur tilfelli á tímabilinu, en eitt tilfelli hafði greinst 1985 og annað 1992. Tilfelli: Fyrsta tilfellið var 23 ára innflytjandi frá Asíu sem hafði lokið fyrirbyggjandi meðferð vegna jákvæðs berklaprófs. Tveimur árum síðar lagðist hann inn með berkla í kviðarholi sem reyndust fjölónæmir. Hann lauk 18 mánaða meðferð og læknaðist. Annað tilfellið var 23 ára maður sem lagðist inn vegna fjölónæmra lungnaberkla. Hann hafði áður fengið meðferð í heimalandi sínu í A-Evrópu en ekki lokið henni. Hann lá inni í sjö mánuði og náði bata en gert var ráð fyrir tveggja ára meðferð. Þriðja tilfellið var 27 ára einkennalaus kona sem greindist með fjölónæma lungnaberkla við rakningu smits vegna fjölónæmra berkla bróður. Fyrirhuguð var 18 mánaða meðferð. Alyktun: A síðustu sex árum greindust þrjú tilfelli fjölónæmra berkla hér á landi. A tólf árum þar á undan greindist eitt tilfelli og gæti þetta bent til yfirvofandi fjölgunar. Fjölónæmir berklar eru alvarlegir, erfiðir og kostnaðarsamir í meðhöndlun. Mikilvægt er að standa vel að berklavömum, sérstaklega skimun innflytjenda. V-79 Streptókokkar af flokki B (Streptococcus agalactiae) Faraldsfræði ífarandi sýkinga hjá fullorðnum á íslandi árin 1975-2007 Helga Erlendsdóttir u, Erla Soffía Björnsdóttir u, Magnús Gottfreðsson 2,3, Karl G. Kristinsson u Sýklafræðideild’, smitsjúkdómadeild Landspítala2, læknadeild HÍ3 helgaerl@landspitali. is Inngangur: Streptókokkar af flokki B (SFB, eða Streptococcus agalactiae) valda alvarlegum sýkingum hjá nýburum og barnshafandi konum. Á síðustu áratugum hefur ífarandi sýkingum hjá öðrum fullorðnum fjölgað til muna, einkum hjá þeim sem hafa undirliggjandi sjúkdóma. Unnt er að flokka SFB í 10 hjúpgerðir, en þær eru Ia, Ib og II-IX. Skort hefur faraldsfræðirannsóknir á bakteríunni, sem ná yfir heila þjóð og langt tímabil. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir niðurstöður blóð-, liðvökva- og mænuvökvaræktana árin 1975-2007 og skráðir fullorðnir sjúklingar (>16 ára) sem greindust með ífarandi sýkingar af völdum SFB ásamt aldri, kyni, dagsetningu jákvæðrar ræktunar, sýkingarstað og afdrifum. Allir tiltækir stofnar voru hjúpgreindir. Niðurstöður: Á tímabilinu 1975-2007 greindust 115 fullorðnir einstaklingar með 118 ífarandi sýkingar (karlar 39%, konur 61%). Árin 1975-1985 voru 13 sýkingar, 30 sýkingar 1986-1996 og 75 sýkingar 1997-2007, nýgengið 0.7,1.5 og 3.2 sýkingar/100.000 fullorðna íbúa/ár, sem er marktæk aukning (p<0.0001). Ekki var munur á meðalaldri sjúklinga eftir tímabilum. Níu sjúklingar voru á aldrinum 17-30 ára (8%), 52 (45%) 30-65 ára og 55 (47%) eldri en 65 ára. Dánarhlutfall (< 4 vikum eftir jákv. ræktun) var 17% (19/115) og var svipað öll tímabilin. Það var lægra í tveimur yngri aldurshópunum (11%) samanborið við þann elsta (25%) (p=0.058). Alls voru 90 stofnar hjúpgreindir. Svipaður fjöldi var af hjúpgerð Ia, Ib, II, III og V (16-19%), aðrar hjúpgerðir voru sjaldgæfari. Hvorki sáust tengsl á milli hjúpgerða og afdrifa, né skýrðist fjölgun síðustu ára af ákveðnum hjúpgerðum. Ályktanir: Nýgengi ífarandi SFB sýkinga meðal fullorðinna hefur aukist til muna hér á landi síðastliðna 3 áratugi. Á sama tíma hefur dánartíðni staðið í stað. V-80 Hjúpgerðir í ífarandi pneumókokkasýkingum 1998- 2007 með tilliti til nýrra próteintengdra bóluefna Helga Erlendsdóttir, Karl G. Kristinsson, Þórólfur Guðnason Sýklafræðideild Landspítala, læknadeild HÍ, landlæknisembættið helgaerl@landspitali.is Inngangur: Pneumókokkar hafa 91 þekktar hjúpgerðir og ífarandi sýkingar af völdum þeirra geta verið lífshættulegar. Á markaði er bóluefni sem inniheldur 7 hjúpgerðir (Prevnar®, PCV-7), bóluefni með 10 hjúpgerðum (PCV-10) er væntanlegt og 13 gilt bóluefni (PCV-13) er í þróun. PCV-7 dregur mjög úr ífar- andi sýkingum og hefur einnig sýnt virkni gegn lungnabólgum og miðeyrnabólgum. Bólusetning ungbarna með PCV-7 hefur ýmist verið hafin eða er á dagskrá hjá hinum Norðurlöndunum. Markmið rannsóknarinnar er að kanna mögulega virkni nýrra bóluefna miðað við nýgengi viðkomandi hjúpgerða á íslandi. Efniviður og aðferðir: Hjúpgerðir í PCV-7 eru 4, 6B, 9V, 14, 18C, 19F og 23F. í PCV-10 eru auk þess hjúpgerðir 1, 5 og 7F og í PCV-13 bætast við hjúpgerðir 3, 6A og 19A. Úr gögnum Sýklafræðideildar Landspítalans voru unnar upplýsingar um nýgengi viðkomandi hjúpgerða. Skráðar voru ífarandi pneumókokkasýkingar sl. 10 ár eftir aldurshópum, heilahimnu- bólgur skráðar svo og afdrif (andlát). Reiknað var hlutfall sjúklinga með hjúpgerðir tilheyrandi viðkomandi bóluefnum. Niðurstöður: Alls greindust 486 ífarandi sýkingar á tímabil- LÆKNAblaðið 2009/95 37

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.