Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 47
VISINDI A VORDOGUM
FYLGIRIT 60
sermi. Enginn munur er eftir því hvort notað er blóðflögulýsat
unnið úr ferskum eða útrunnum blóðflögum. Engin breyting
er á tjáningu yfirborðsameinda sem einkenna MSC frumur.
Hins vegar sjáum við aukningu í bein og fitusérhæfingu í
blóðflögulýsötum.
Alyktanir: Fyrstu niðurstöður benda til þess að það að rækta
MSC frumur í blóðflögulýsati búið til úr útrunnum blóðflögum
virki jafnvel og ræktun frumnanna í kálfa sermi. Við munum nú
kanna nánar hvaða áhrif ræktun MSC í blóðflögulýsati hefur á
sérhæfingu og virkni frumnanna.
V-106 Áhrif markvissrar heilsuþjálfunar á fjölda
ónæmisfrumna í blóði hjá einstaklingum 70 ára og eldri
Leifur Þorsteinsson1, Steinunn Leifsdóttir2, Janus Guðlaugsson2, Erlingur
Jóhannsson2, Vilmundur Guðnason’, Sveinn Guðmundsson1
^Blóðbankinn Landspítala, 2)menntavísindasvið HI, 3,rannsóknastöð
Hjartavemdar
lcifurlh@lsh.is
Inngangur: Rannsóknir á áhrifum reglubundinnar heilsu-
þjálfunar eldri aldurshópa (70+) hefur verið lítill gaumur gefinn
á Islandi. Með vakningu í þessa veru er ekki óhugsandi að
bæta megi heilsu þessa fólks. Vitað er að með hækkuðum aldri
minnkar hæfileiki ónæmiskerfisins til að takast á við sýkingar.
Tilgangur og markmið: Hvaða áhrif hefur 26 vikna heilsuþjálfun,
70 ára og eldri, á heildarfjölda ónæmisfrumna (lymphocytes/
monocytes) í blóði? Um er að ræða hluta af stærri rannsókn
sem mældi mismunandi heilsufarsþætti fyrir og eftir þjálfun
(íhlutun).
Efniviður og aðferðir: Af heildarúrtakinu (n=105) voru valdir
af handahófi 28 einstaklingar, 17 úr þjálfunarhóp og 11 úr
viðmiðunarhóp. Til samanburðar voru 25 einstaklingar, 20-30
ára. Hjá þessu fólki var gerð heildarhvítfrumutalning. Hlutfall
einstakra flokka ónæmisfrumna var ákvarðað í frumuflæðisjá
eftir merkingu með eftirfarandi einstofna mótefnum: CD14,
CD19, CD3, CD4, CD8 CD28 og CD34. Þjálfunarhópur stundaði
þjálfun í 26 vikur en viðmiðunarhópur hélt sínum sama lífsstíl
án sérstakrar íhlutunar.
Niðurstöður: Þó heildarfjöldi allra frumugerða væri heldur
hærri hjá þjálfunarhóp en viðmiðunarhóp var hann ekki
tölfræðilega marktækur (p>0,05, Mann-Whitney). Marktækur
munur (p<0,05) kom hinsvegar fram þegar báðir hópar voru
lagðir saman og bomir saman við niðurstöður þeirra yngri (20-
30 ára), fyrir allar mælingar nema, CD14, CD4 og þess hluta
T-lymphocyta sem voru CD28 neikvæðir.
Ályktun: Þó ekki hafi tekist að sýna fram á marktæka aukningu
í fjölda áðurnefndra frumugerða með 26 vikna heilsuþjálfun er
ekki óhugsandi að með lengingu þjálfunartímabilsins og/eða
fjölgun þátttakenda megi fá fram marktæk áhrif, í þá veru að
færa fjölda ónæmisfmmna nær gildum þeirra yngri og þannig
styrkja ónæmiskerfið.
V-107 Þroskun æðaþelsfrumna í blóði, þáttur Dlg7 í
þroskunarferlinu
Leifur Þorsteinsson1, Sigríður Þ. Reynisdóttir1, Níels Á. Árnason', Ólafur
E. Sigurjónsson1, Karl Ólafsson2, Sveinn Guðmundsson1
’Blóðbankinn, 2,kvennadeild Landspítala
leifurth@lsh.is
Inngangur: Nokkur einhugur er um að forverafrumur
æðaþels sé að finna í blóðrásinni. Dlg7 (disc large homolog 7)
er gen sem tekur þátt í stjórnun og stöðugleika spóluþráða í
frumuhringnum. Sennilega er það líka æxlisbæligen.
Tilgangur og markmið: Við höfum áður sýnt fram á að
Dlg7 er tjáð í stofnfrumum (CD34) fyrir blóðmyndandi vef.
Það er hinsvegar ekki tjáð í fullþroska blóðfrumum. Okkar
frumniðurstöður benda til að þessu sé öfugt farið með
forverafrumur æðaþels, þ.e. að genið sé tjáð bæði í forvera- og
fullþroska frumum. Tilgangur verksins var að staðfesta þetta.
Efni og aðferðir: Einkjarna blóðfrumur (lymphocytes/
monocytes), bæði úr blóðrásinni og naflastreng voru ræktaðar
í æti, sérstaklega ætluðu til að umbreyta þeim í forverafrumur
æðaþels. Tjáning markera fyrir æðaþelsfrumur var könnuð
strax eftir einangrun og eftir ræktun/þroskun, til að staðfesta
breytingarnar. Æðaþelsfrumur úr naflastreng (HUVEC) voru
notaðar sem viðmið. Tjáning gensins var staðfest með RT-PCR
og ónæmisbindingu (Western-blot).
Niðurstöður: Einkjarna frumur úr naflastrengsblóði voru
neikvæðar fyrir æðaþelsfrumu markera, sérstaklega, CD105,
CD144 og CD146. Athuganir á tjáningu Dlg7, með RT-PCR og
ónæmisbindingu gáfu hinsvegar jákvæða niðurstöðu í báðum
tilfellum. Eftir 10-14 daga í rækt varð grundvallar breyting
á frumunum því nú komu allir áðumefndir æðaþelsfrumu
markerar fram. Tjáningarmunstur Dlg7 var óbreytt (jákvætt).
Sambærileg vinna með frumur úr hringrásar blóði er í gangi.
Ályktun: Mun erfiðara er að fá fram forverafrumur æðaþels í
rækt með frumum úr blóðrásinni en úr naflastrengsblóði. Líkleg
skýring er mikill munur í stofnfrumufjölda (CD34+ og CD133+).
Allt bendir til að Dlg7 hafi hlutverk við þroskun æðaþelsfrumna
í blóði
V-108 Hlutverk Dlg7 í blóðmyndun
Níels Árni Árnason1, Sigríður Þóra Reynisdóttir1 Leifur Þorsteinsson1,
Jonathan R. Keller2, Kristbjörn Orri Guðmundsson2, Ólafur E.
Sigurjónsson1-4
Blóðbankinn Landspítala1, National Cancer Institute, Maryland, USA2,
tækni og verkfræðideild HR1
ocs@landspitali.is
Inngangur: Við höfum nýlega lýst geni, Dlg7, sem er tjáð í
stofnfrumum, þar með talið blóðmyndandi stofnfrumum, band-
vefsstofnfrumum og músafósturstofnfrumum (Gumdundsson,
Stem Cell, 2007). Dlg7, gegnir hlutverki í frumuhringnum við
stjórnun stöðugleika spólu. Auk þess er Dlg7 talið gegna hlut-
verki í krabbameinsmyndun í gegnum Aurora-A og vísbend-
ingar eru um að það hvetji til myndunar meinvarpa í lifrar-
krabbameini. Við höfum sýnt fram á að Dlg7 er tjáð í blóðmynd-
LÆKNAblaðið 2009/95 47