Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 17
VISINDI A VORDOGUM
FYLGIRIT 60
Haemophilus influenzae type b (Hib) hófst árið 1989, en breytist
ekki marktækt hjá fullorðnum. Fyrir tíma bólusetningar var
Hib algengasta bakterían sem ræktaðist, en hefur ekki greinst á
Islandi síðan 1991. Keðjukokkar eru nú algengustu bakteríurnar
sem ræktast úr sjúklingum með bráða speldisbólgu. Meðal
legutími var 5.05 dagar og var 51% sjúklingana vistaður
á gjörgæslu. Öll börn yngri en 10 ára og samanlagt 30%
sjúklinganna þurftu á öndunarvegs aðstoð að halda. Hjá 90%
fullorðirtna nægði að fylgst með öndunarveg án inngrips.
Meiriháttar fylgikvillar voru sjaldgæfir og engin dó.
Ályktun: Faraldursfræði bráðrar speldisbólgu breyttist á
rannsóknartímanum. Bráð speldisbólga, sem áður var aðallega
bamasjúkdómur, greinist nú nánast einvörðungu í fullorðnum.
Þessu má þakka markvissri Hib bólusetningu. Meðferð þessa
lífshættulega sjúkdóms er enn áskorun, en í okkar starfsvenjum
má sjá að óhætt er að fylgjast náið með sjúklingum með mildan
til miðlungs sjúkdóm, án inngripa í öndunarveg.
V-24 Áhrif nálastungumeðferðar sem veitt er frumbyrjum
eftir 41 viku (± 2 dagar) í eðlilegri meðgöngu á sjálfkrafa
byrjun fæðingarhríða og þroskun legháls - forprófun
Anna Sigríður Vernharðsdóttir
Fæðingardeild Landspítala
art navern@landspi tali. is
Inngangur: Nálastungumeðferð er ákjósanlegur valkostur á
meðgöngu og í fæðingu því engar alvarlegar aukaverkanir eru
þekktar. Margar rannsóknir gefa til kynna að nálastungumeðferð
geti gagnast í þeim tilgangi að þroska legháls og ýta undir
sjálfkrafa byrjun fæðingarhríða, en frekari rannsókn er þörf.
Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að gera forprófun
fyrir tilviljanakennda samanburðarrannsókn sem ætlað er
að meta hvort ákveðin nálastungumeðferð, sem veitt er
frumbyrjum eftir 41 viku (± 2 dagar) í eðlilegri meðgöngu, geti
ýtt undir sjálfkrafa byrjun fæðingarhríða og þroskun legháls.
Aðf erðir: Tilviljun réði þ ví hvort konurnar lentu í nálastunguhópi
eða samanburðarhópi. Samanburðarhópurinn fékk enga
meðferð. Konurnar í nálastunguhópnum fengu ýmist eina eða
tvær meðferðir: fyrri meðferðina við 41 viku (± 2 dagar) og
seinni meðferðina við 41 viku og 5 daga (± 2 dagar) ef þær voru
ekki byrjaðar í fæðingu. Nálar voru settar í punktana Hegu (LI4)
og Sanyinjiao (SP6) báðum megin. Leghálshæfni var metin með
leghálsþreifingu og stig gefin samkvæmt Bishop skori. Helstu
breytur rannsóknarinnar voru: (1) meðaltími frá inngöngu í
rannsókn að byrjun 1. stigs fæðingar (2) tíðni framköllunar
fæðinga (3) þroskun legháls frá inngöngu í rannsókn það
er þegar meðgöngulengd er 41 vika (± 2 dagar) og þar til
meðgöngulengd er 41 vika og 5 dagar (± 2 dagar).
Niðurstöður: Sextán frumbyrjur tóku þátt í rannsókninni,
8 í nálastunguhópi og 8 í samanburðarhópi. Hóparnir
voru sambærilegir hvað varðar aldur, meðgöngulengd og
leghálshæfni við inngöngu í rannsókn. Ekki reyndist tölfræðilega
marktækur munur á útkomu hópanna að neinu leyti.
Ályktun: Þar sem þetta var forprófun var úrtakið lítið og ekki
um tölfræðilega marktækan mun að ræða. Þær upplýsingar
sem fengust við gerð þessarar forprófunar benda til þess að
nálastungumeðferðin sem veitt var flokkist sem meðferð með
lítil áhrif (sniall effect size) og því er þörf á mjög stóru úrtaki til að
sannreyna áhrif meðferðarinnar.
V-25 „Það dró mig niður, alveg endalaust, þessi endalausi
sársauki” - Reynsla og líðan kvenna sem fá verki í
geirvörtur við brjóstagjöf
Sveinbjörg Brynjólfsdóttir
Meðgöngu- og sængurkvennadeild Landspítala
sveinbr@hi.is
Inngangur: Verkir í geirvörtum við brjóstagjöf eru algeng ástæða
fyrir því að konur hætta með böm sín á brjósti. Samkvæmt
fyrirliggjandi rannsóknum finna 33-96% mæðra fyrir verkjum í
geirvörtum á brjóstagjafatímanum. Fáar rannsóknir hafa skoðað
reynslu kvenna af þessu vandamáli.
Markmið: Skoða reynslu kvenna af því að fá verki í geirvörtur
við brjóstagjöf. Kanna gagnsemi meðferðarúrræða og hvort
verkir í geirvörtum hafðu áhrif á framvindu brjóstagjafar. Kanna
reynslu kvenna af stuðningi ljósmæðra og annarra heilbrigðis-
starfsmanna við brjóstagjöf.
Aðferð: Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn og var
fyrirbærafræði (phenomenology) valin sem aðferðafræðilegur
grunnur rannsóknar. Tíu mæður tóku þátt í rannsókninni.
Niðurstöður: Konurnar áttu í erfiðleikum með að leggja börn
sín rétt á brjóst. Þær fengu áverka á geirvörtur og verulega verki
sem leiddu til andlegrar vanlíðanar. Konurnar kviðu fyrir því
að leggja börnin á brjóst, fundu til þreytu og vanmáttarkenndar.
Sumar hættu með börn sín á brjósti. Konunum reyndist vel
að bleyta geirvörtur fyrir gjöf, nota plastfilmu á geirvörtur
milli gjafa, nota mexíkanahatt á geirvörtur við brjóstagjöf og
að nota mjaltavél. Konurnar töldu fræðslu um brjóstagjöf á
meðgöngu hafa verið of litla, en þær voru ánægðar með fræðslu
á sængurkvennadeildinni.
Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að efla þarf
fræðslu um brjóstagjöf á meðgöngu og í sængurlegu. Kenna þarf
konum að leggja börn sín rétt á brjóst, því að rannsóknir sýna að
það er öflugasta leiðin til að fyrirbyggja verki í geirvörtum við
brjóstagjöf.
V-26 Eðlilegar fæðingar, öryggi og áhætta: skynjun
íslenskra Ijósmæðra
Valgerður Lísa Sigurðardóttir, Ólöf Ásta Ólafsdóttir
Kvennasviði Landspítala, HÍ hjúkrunarfræðideild námsbraut í
ljósmóðurfræði
valgerds@landspitali. is
Inngangur: Það er áhyggjuefni ljósmæðra um allan heim að
eðlilegum fæðingum án íhlutana fækkar og því hafa hugtökin
öryggi og áhætta við eðlilegar fæðingar verið til umfjöllunar.
Markmið: Að skoða hvernig ljósmæður skynja hugtökin öryggi
og áhættu í eðlilegum fæðingum á íslandi og hvernig ljósmæður
taka ákvarðanir og skynja öryggi og áhættu í fæðingarhjálp.
LÆKNAblaðið 2009/95 1 7