Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 30

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 30
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 60 V-59 Nákvæmni innstillinga í geislameðferð gegn staðbundnu krabbameini í blöðruhálskirtli á árunum 2008- 2009 Vilberg Jóhannesson1, Agnes Þórólfsdóttir13 Garðar Mýrdal1 'Geislaeðlisfræðideild krabbameinslækninga, 2geislameðferð krabbameina Landspítala, 3heilbrigðisvísindasviði, læknadeild geislafræði, HI vilbergj@lsh.is Inngangur: Nákvæmni innstillinga við geislameðferð gegn staðbundnu krabbameini í blöðruhálskirtli ákvarðar hve háan geislaskammt er unnt að gefa í meðferðarsvæði og einnig að hvaða marki er unnt að hlífa aðlægum heilbrigðum vef. í þessu verkefni er metin nákvæmni við innstillingar 40 sjúklinga sem fengu slíka geislameðferð á Landspítala á árunum 2008 og 2009. Notuð er forskrift sem byggir á umfangsmiklum rannsóknum á skekkjuþáttum sem áhrif hafa á innstillingamákvæmnina. Sambærilegt mat var unnið fyrir meðferð sjúklinga á árinu 2006. Þá var ályktað að nauðsynlegt væri að bæta gæði meðferðar- innar. Gerðar voru endurbætur á undirbúningi og framkvæmd meðferðar og aukið eftirlit. Sett em gullmerki í blöðruhálskirtil sjúklinga, sem sjást á eftirlitsmyndum, skipulag myndataka var aukið og tekin var upp samvinna við sjúklingana um að þrýst- ingur í þvagblöðru og endaþarmi væri sem líkastur við daglegar meðferðir. Markmið: Reiknaður er þátturinn m|TV til að fá mat á nauðsyn- legri stærð öryggismarka sem leggja skal utan um klínískt meðferðarsvæði (CTV) sem læknir skilgreinir með teikningu í sneiðmyndir teknar af sjúkling í meðferðarlegu. Samkvæmt ráðgjöf alþjóðlegrar nefndar um geislameðferð (ICRU) skal áætlað meðferðarsvæði (PTV) umlykja CTV með öryggismörk- unum mm sem tryggja að a.m.k 90% sjúklinga fái meir en 95% af meðferðarskammti í allt meðferðarsvæðið CTV. Aðf erðir: Skipuleg háorku myndataka af geislareitum gefur kost á að meta í upphafi daglegra meðferða hver lega blöðruháls- kirtils er í kviðarholi. Lega sjúklings er leiðrétt ef skekkja er meiri en 3 mm í einhverja stefnu (í hliðar- eða lengdarstefnu eða í hæð). Eftir 5 skipti geislameðferðar er reiknað meðaltal fráviks mp í hverja stefnu og er uppstilling sjúklings leiðrétt við upphaf 6. skiptis meðferðar ef mp > 3 mm. Ut frá mælingum er reiknuð slembiskekkja a og kerfisskekkja 2 fyrir meðferð á deildinni. m]r(v er reiknað samkvæmt jöfnu: m|TV = 2,52 + 0,7a - 3 mm Niðurstöður: Reiknað gildi á m(,[ V reiknast 5,75mm. Alyktun: Avinningur hefur orðið við endurbætur á geislameð- ferð gegn staðbundnu krabbameini í blöðruhálskirtli á Land- spítala á síðustu tveim árum. Enn frekari ávinningar eru af daglegum leiðréttingum á slembiskekkjum í innstillingu þess- ara sjúklinga. V-60 Sjálfsvíg og banvænar eitranir eftir útskrift heim af bráðamóttökunni Oddný S. Gunnarsdóttir', Vilhjálmur Rafnsson2 'Skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar, Landspítala, 2rannsóknastofa í heilbrigðisfræði, læknadeild, H1 oddnysgu@landspitali.is Inngangur: Einstaklingar í sjálfsvígshugleiðingum nota oft heil- brigðisþjónustuna og ef þeir greinast, sem ekki er alltaf einfalt, er mögulegt að fyrirbyggja sjálfsvíg. Markmið: Athuga áhættu á sjálfsvígum og banvænum eitrun- um hjá þeim sem komu á bráðamóttökuna í ljósi aðalsjúkdóms- greininga. Aðferðir: Þetta er tilfella-viðmiðarannsókn skipulögð innan hóps sjúklinga sem komið höfðu á bráðamóttöku og verið útskrifaðir heim. Aðalsjúkdómsgreiningar voru samkvæmt ICD-10. Tilfelli sem látist höfðu vegna sjálfsvíga (n=41) og eitr- ana (n=21) voru fundin í Dánarmeinaskrá Hagstofu íslands og viðmið tekin sem hendingsúrtak úr hópnum sem komið hafði á bráðamóttökuna. Fjölþátta aðhvarfsgreining var gerð til að reikna líkindahlutfall og 95% öryggismörk. Niðurstöður: Tíðar heimsóknir á bráðamóttökuna tengdust marktækt áhættu á sjálfsvígum og eitrunum. Líkindahlutfall fyrir sjálfsvíg var 7.84 vegna geðraskana (F00-F99, nema F10- F19), 96.89 vegna áfengisneyslu (F10,T51), 24.51 vegna lyfja- eitrana (F11-F19, T36-T50, X40-X44, X61-X63) og 2.69 vegna einkennasjúkdómsgreininga (R00-R99). Líkindahlutfall fyrir- banvænar eitranir var 12.26 vegna áfengisneyslu, 37.22 vegna lyfjaeitrana, og 5.76 vegna sjúkdómsgreininga á þáttum sem áhrif hafa á heilbrigðisástand og samskipti við heilbrigðis- þjónustuna (Z00-Z99). Alyktanir: Þeir, sem koma oft á bráðamóttökuna, og eru með aðalsjúkdómsgreiningamar geðröskun, áfengisneysla, lyfja- eitranir, einkennasjúkdómsgreiningar og þætti sem áhrif hafa á heilbrigðisástand og samskipti við heilbrigðisþjónustuna, ætti að meta vegna hugsanlegrar hættu á sjálfsvígum og eitrunum. V-61 Fingraendurhæfir: Taugastoðtæki til að auka virkni fingrahreyfinga þverlamaðs einstaklings við hálsliði C6-C7 Arna Óskarsdóttir2, Haraldur Sigþórsson2, Þórður Helgason1 2 'Rannsóknar- og þróunarstofu HUTS, Landspítala, 2HR arnao05@ru.is Inngangur: Við skaða á hálslið, C1-C8, tapast meðal annars vöðvakraftur og tilfinning í höndum. Einstaklingur með mænuskaða við C6 hefur hreyfigetu um háls og axlarliði og getur hreyft olnboga og snúið lófum upp og niður. Hreyfigetan eykst svo eftir því sem skaðinn er neðar. Markmið: Vísindalegt markmið verkefnisins Fingraendurhæfir er að svara þeirri spurningu hvort hægt sé, með notkun rafskautafylkja, að stjóma raförvunarstraum í gegnum framhandlegg þannig að tilætlaðri hreyfingu sé náð hraðar, markvissara eða í einhverjum tilfellum yfir höfuð gerð möguleg. Aðferðir: Hönnuð er hulsa fyrir framhandlegg, sem í er net eða fylki rafskauta, sem smeygð er upp á hönd notandans og leggst þannig þétt að húðinni. Með rafskautafylkinu fjölgar mögulegum straumleiðum í gegnum framhandlegg og því hægt að finna ákjósanlegustu staðsetningu án þess að færa rafskautin úr stað. Sú staðsetning breytist eftir því sem meðferð vindur fram. Smíðuð er rafskautastjórnstöð sem notast til að velja hvaða rafskaut em virk hverju sinni. Hulsan hefur verið prófuð á 30 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.