Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 36

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 36
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 60 V-75 Pneumókokkaprótín ásamt IC31® eru ónæmisvekjandi í nýburamúsum og draga úr pneumókokkasýkingum Þórunn Ásta Ólafsdóttir1-2, Karen Lingnau3, Eszter Nagy3, Ingileif Jónsdóttir1A4 ’Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Intercell AG, Vín, Austurríki, 4íslenskri erfðagreiningu thorasta@landspitali.is Inngangur: Pneumókokkabóluefni sem eru á markaði í dag eru ekki ónæmisvekjandi í nýburum (fjölsykrubóluefni) eða dýr í framleiðslu (prótíntengd fjölsykrubóluefni). Því hafa sjónir manna beinst að vel varðveittum pneumókokkaprótínum sem gætu verndað gegn pneumókokkasýkingum óháð hjúpgerð bakteríunnar, auk þess sem þau eru ódýrari kostur en prótíntengd fjölsykrubóluefni. Tvö nýuppgötvuð prótín, PcsB og StkP, eru verndandi gegn pneumókokkasýkingum í fullorðnum músum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna ónæmisvekjandi og verndandi áhrif pneumókokka-prótínanna PcsB, StkP, PspA og PsaA auk ónæmisglæðisins IC31® í nýburamúsum. Efniviður og aðferðir: Mýs voru bólusettar 3x með 2ja vikna millibili. Prótínin voru gefin ein og sér með IC31® eða öll fjögur saman með eða án IC31®. Mýs í viðmiðunarhópi fengu saltvatn. Mótefni í sermi voru mæld með ELISA. Tveimur vikum eftir 3. bólusetninguna voru mýsnar sýktar um nef með S. pneumoniae og blóð- og lungnasýking metin með talningu á bakteríuþyrpingum. Niðurstöður: Öll fjögur prótínin voru ónæmisvekjandi í nýburamúsum og IC31® jók ónæmissvarið gegn PcsB, StkP og PspA marktækt miðað við ef enginn ónæmisglæðir var gefinn. Mýs sem voru bólusettar með StkP eða PspA höfðu marktækt minni blóðsýkingu en mýs í viðmiðunarhópi. Hópurinn sem fékk öll fjögur prótínin ásamt IC31® var best verndaður gegn blóðsýkingu og sá eini sem sýndi marktæka vernd gegn lungnasýkingu. Ályktun: PcsB, StkP, PspA og PsaA eru öll ónæmisvekjandi í nýburamúsum og blanda þessara prótína ásamt ónæmis- glæðinum IC31® getur dregið úr blóð- og lungnasýkingum af völdum S. pneumoniae. Nauðsynlegt virðist að blanda saman nokkrum prótínum til að vekja verndandi ónæmi gegn pneumókokkasýkingum. Rannsóknin var styrkt af Vísindasjóði Landspítala V-76 Áhrif BCG á ónæmissvar nýburamúsa við bólusetningu gegn meningókokkum C Siggeir F. Brynjólfsson1-2, Stefanía P. Bjarnarson1-2, Elena Mori3,Giuseppe Del Giudice3, Ingileif Jónsdóttir1-2-4 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Novartis Vaccines, Siena, Italíu, 4Islenskri erfðagreiningu siggeir@Iandspitali.is Inngangur: Varnir nýbura gegn ýmsum sýklum eru skertar. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif berklabóluefnisins BCG á ónæmissvar nýburamúsa við próteintengdu fjölsykru- bóluefni meningókokka C, MenC-CRM197, en BCG er víða gefið nýburum. Aðferðir: Nýburamýs voru frumbólusettar undir húð eða um nef með MenC og BCG gefið samtímis, degi fyrir eða viku fyrir MenC bólusetningu. Mýsnar voru endurbólusettar með MenC 16 dögum síðar. Mótefni voru mæld með ELISA og myndun ónæmisminnis metin út frá hraða og styrk mótefnasvarsins. Drápsvirkni sermis (serum bactericidal activity, SBA) var einnig mæld. Niðurstöður: Mýs bólusettar með MenC sem nýburar höfðu marktækt hærri IgG mótefni en mýs sem fengu saltvatn. Nýburamýs sem fengu BCG samtímis MenC bóluefninu höfðu marktækt hærri IgG mótefni en mýs sem fengu eingöngu MenC. Enginn munur var á magni IgG mótefna músa sem fengu BCG degi eða viku fyrir MenC bólusetningu og þeirra sem fengu aðeins MenC. Mýs sem fengu BCG samtímis MenC undir húð og endurbólusetningu með MenC um nef höfðu marktækt hærri IgG mótefni en mýs sem fengu MenC undir húð. Drápsvirkni sermis var aðeins mælanleg í músum sem fengu BCG og MenC samtímis og endurbólusetningu með MenC undir húð eða um nef. BCG jók og flýtti ónæmissvari nýburamúsa, sem endurspeglar eflingu ónæmisminnis. BCG hafði áhrif á undirflokka IgG sem bendir til aukningar Thl svars. Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að BCG hefur ónæmisglæðandi áhrif sé það gefið samtímis MenC. Þær stangast á við niðurstöður rannsókna, sem sýndu að BCG sem er gefið nýburum manna eykur mótefnasvar gegn óskyldum bóluefnum sem voru gefin allt að þremur mánuðum síðar. Rannsóknin var að hluta styrkt af Vísindasjóði Landspítala V-77 Áhrif fiskolíu í fæði á flakkboðana MCP-1 og MIP-1a í heilbrigðum og LPS-sprautuðum músum Hildur H. Arnardóttir', Jóna Freysdóttir2, Ingibjörg Harðardóttir1 'Lífefna- og sameindalíffræðistofu, læknadeild HÍ, 2rannsóknastofu í gigtsjúkdómum og ónæmisfræðideild, Landspítala hha3@hi.is Inngangur: Fiskolía, rík af ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum, getur haft jákvæð áhrif á suma króníska bólgusjúkdóma og í sýkingum. Hvernig fiskolía hefur þessi áhrif er ekki vitað en talið að frumu- og flakkboðar komi þar við sögu. Markmið: Að ákvarða áhrif fiskolíu í fæði músa á flakkboðana MCP-1 og MlP-la, sem eru mikilvægir í togi átfruma. Aðferðir: Kvenkyns C57BL/6 mýs fengu fóður byggt á vestrænu fæði með eða án 2,8% fiskolíu. Helmingur hvors fæðuhóps var sprautaður með inneitri (LPS) í kviðarhol. Kviðarholsvökva og sermi var safnað og kviðarholsátfrumur úr heilbrigðum músum voru örvaðar með LPS. Styrkur MCP-1 og MlP-la var mældur með ELISA aðferð. Niðurstöður: Styrkur MCP-1 í sermi heilbrigðra músa sem fengu fiskolíu var minni en styrkur MCP-1 í sermi músa í samanburðarhóp. Styrkur MCP-1 og MlP-la í sermi LPS- sprautaðra músa sem fengu fiskolíu var meiri en í sermi músa í samanburðarhóp. í kviðarholsvökva LPS-sprautaðra músa sem fengu fiskolíu var meira af MlP-la en í kviðarholsvökva músa í samanburðarhóp en svipaður styrkur af MCP-1 í kviðarholsvökva músa úr báðum fæðuhópum. LPS örvaðar 36 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.