Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 28

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 28
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 60 gefur góðan árangur en endurskoða þarf viðhaldsmeðferð eftir dvölina í Bláa lóninu. Það virðist vera óhætt að taka húðsýni frá þátttakendum á meðan þeir eru í meðferðinni í lóninu. V-54 Meðferð í Bláa lóninu virðist hafa áhrif á Th1 og Th17 bólguviðbragð í blóði einstaklinga með psoriasis Jenna Huld Eysteinsdóttir1'2'3'5, Þór Friðriksson5, Jón Hjaltalín Ólafsson1'*'5, Helgi Valdimarsson2, Ása Brynjólfsdóttir’, Steingrímur Davíðsson3-4, Bárður Sigurgeirsson4, Björn Rúnar Lúðvíksson2-5 Húð- og kynsjúkdómadeild1, ónæmisfræðideild Landspítala2, Bláa lóninu lækningalind3, Húðlæknastöðinni4, HÍ5 jenna@landspitali. is Inngangur: Psoriasis er langvinnur bólgusjúkdómur í húð og af flestum talinn sjálfsofnæmissjúkdómur. Ljóst er að Thl-frumur eru mikilvægar í meingerð sjúkdómsins en auk þess hafa nýle- gar rannsóknir beint sjónum manna að hlutverki Thl7-fruma í sjúkdómsferlinu. Markmið rannsóknarinnar er að meta virkni psoriasismeðferðar Bláa Lónsins og samband hertnar á bólgus- var í blóði og húð psoriasissjúklinga. Efni og aðferðir: Þátttakendur fengu 2ja vikna meðferð í Bláa lóninu ásamt UVB ljósameðferð og 12 vikna viðhaldsmeðferð með Bláa lóns kremum. 6 einstaklingar voru skoðaðir 0,1,3 og 8 vikum eftir meðferð. Þá var PASI-skor metið, húð- og blóðsýni tekin. Sermi einangrað úr heilblóði og IL-22, CCL20, IL-17, IL-23, TNF-a og IL-lþ frumuboðefni mæld með ELISA tækni. Hvítfrumur voru einangraðar úr heilblóði, ræstar í 16 klst með anti-CD3+anti-CD28, Brefeldin A bætt við rækt. Tíðni Thl og Thl7 fruma var þá metin í frumuflæðisjá út frá tjáningu CD4+, CD45RO+, IL23R+, IL17, TNFa, IFNy, IL-22 og CCL20. Niðurstöður: Af þeim bólguboðefnum í sermi sem skoðuð voru við upphaf meðferðar reyndist ekki vera um neina afgerandi hækkun að ræða og því kom það ekki á óvart að ekkert af þeim lækkaði í kjölfar meðferðarinnar. Hins vegar, þá kom í ljós að tíðni T-fruma með Thl og Thl7 líka svipgerð (Thl: IFNy+ eða TNFa+; Thl7: CD4+/IL-17+/IL-22+) lækkaði í kjölfar meðferð- arinnar. Einnig var athyglisvert að sambærilegar niðurstöður sáust fyrir CD8+ T-frumur hvað varðar IL-17, IL-22, IFNy og TNFa framleiðslu. Gott samband var milli lækkandi virkni sjúk- dómsins (PASI) og ofangreindra bólguviðbragða. Ályktun: Við upphaf meðferðar virðast T-frumur í blóði eins- taklinga með psoriasis einkennast af Thl og Thl7 svipgerð. Athyglisvert er að gott samband er milli PASI stigunar og Thl / Thl7 bólguviðbragðs í kjölfar Bláa lóns meðferðarinnar. Næstu stig rannsóknarinnar munu beinast að ítarlegri skilgreiningu á ofangreindum ferlum auk sértækrar rannsóknar á líffærasértæk- um bólguviðbrögðum í kjölfar meðferðarinnar. V-55 Tjáning á bakteríudrepandi peptíðum í mesenchymal stofnfrumum, beinfrumum og brjóskfrumum Sigríður Þóra Reynisdóttir1 Una K. Pétursdóttir1, Rósa Halldórsdóttir1, Jóhannes Björnsson2, Guðmundur Hrafn Guðmundsson3 og Ólafur E. Sigurjónsson1-4 Blóðbanka Landspítala1, rannsóknastofu Háskólans í meinafræðum2, líffræðiskor HÍ3, HR4 ocs@landspitali.is Inngangur: Bakteríudrepandi peptíð eru hluti af meðfædda ónæmissvarinu, sem tekur þátt í fyrstu vörn gegn bakteríu-, sveppa- og veirusýkingum. Óíkt flestum sýkladrepandi lyfjum virðist sem svo að bakteríudrepandi pepptíð geti einnig aukið og dregið úr ónæmissvarinu með ónæmisstýringum. Meðal þessara bakteríudrepandi peptíða eru beta-defensin 1-3 og LL-37. sem hafa m.a. verið greind í sýktu brjóski og beini. Mesenchymal stofnfrumur (MSC), eru fjölhæfar frumur, sem hægt er að fjölga í rækt og sérhæfa yfir í fituvef, beinvef og brjóskvef. Mesenchymal stofnfrumur hafa, hlutverki að gegna í stýringu ónæmissvars. Ekki hefur áður verið sýnt fram á tilvist bakteríudrepandi pepptíða í mesenchymal stofnfrumum. Tilgangur og markmið: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tjáningu á bakteríudrepandi peptíðum í mesenchymal stofnrumum og í brjós og beinsérhæfingu. Efni og aðferðir: Mesenchymal stofnfrumur, einangraðar úr beinmerg, voru ræktaðar í 3-5 umsáningar og sérhæfðar yfir í beinfrumur og brjóskfrumur. RNA var einangrað og víxl fjölliðunar hvarf (RT-PCR) gert til að kanna tjáninguna á bakteríudrepandi peptíðum. MSC frumur vöru örvaðar með Toll like receptor 2-4 agonistum og áhrif á tjáningu á bakterídrepandi peptíðum könnuð Niðurstöður: Okkar niðurstöður sýna að bakteríudrepandi peptíðin, HBD1,3 og LL-37 eru tjáð í MSC. Hins vegar er HBD-2 ekki tjáð og er það í samræmi við tjáningamynstur þess, sem er aðalega í sýktum vefjum. HBD-1 var tjáð í beinræktum, HBD-3 var með veika tjáningu í bein- og brjóskræktum á meðan að LL-37 sýndi veika tjáningu í beinræktunum. Örvun með TLR agonistum eykur ekki tjáningu á bakteríudrepandi peptíðum í MSC. Ályktanir: Þetta eru fyrstu niðurstöður sem vinna að því að kortleggja tjáningu á bakteríudrepandi peptíðum í MSC, beinræktum og brjóskræktum. V-56 Áhrif kítín-fásykra á tjáningu kítínasa-líkra próteina í mesenchymal stofnfrumum, brjósk- og beinsérhæfingu Stefán Ágúst Hafsteinsson1, Ramona Lieder1, Sigríður Þóra Reynisdóttir1, Pétur H. Petersen3, Finnbogi Þormóðsson3, Jón M. Einarsson2 Jóhannes Björnsson3, Jóhannes Gíslason2, Ólafur E. Sigurjónsson1- Blóðbanki Landspítala1, Genís ehf2, rannsóknastofu Háskólans í meinafræðum, Landspítala2, læknadeild HÍ3 tækni- og verkfræðideild HR4 oes@landspitali.is Inngangur: Kítínasa-lík prótein (CLP) tilheyra genafjölskyldu kítínasa sem hafa varðveitt kítínbindisetið frá kítínasanum. Sýnt hefur verið fram á tilvist þessara próteina í plöntum og dýrum en niðurstöður rannsókna benda til að þau gegni mikilvægu en óskilgreindu hlutverki í ónæmiskerfinu,frumuboðskiptum og í vefjaummyndun hjá hryggdýrum. Mesenchymal stofnfrumur (MSC), eru fjölhæfar frumur, sem hægt er að sérhæfa yfir í fituvef, beinvef og brjóskvef. Lítið er vitað um tjáningu og hlutverk CLP í mesenchymal stofnfrumum en sýnt hefur verið fram á að CLP eru tjáð í primary brjóskfrumum. Tilgangur og markmið: Markmið með þessari rannsókn var 28 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.