Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 24

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 24
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 60 Aðferðir: Þræðingarnar voru skráðar framsýnt í gæðaskrána Swedish Coronary Angiography and Angioplasty Registry á íslandi og í Svíþjóð frá 1.1. til 31.1. 2008 og þau gögn rann- sökuð. Niðurstöður: Miðgildi aldurs var 64 ár á Islandi og 66 ár í Svíþjóð. Fleiri kransæðaþræðingar voru framkvæmdar á íslandi, 574/100.000 íbúa en 411 í Svíþjóð (p<0,001). Konur voru 29% á íslandi en 33% í Svíþjóð. Á íslandi voru fleiri með greindan háþrýsting 63% vs. 53%, færri voru með greinda sykursýki 14% vs. 19%, fleiri reyktu 22% vs. 16% og fleiri voru á blóðfitulyfum 64% vs. 53% (öll p<0,05). Stöðug hjartaöng var algengust ábendinga á íslandi 34% en 23% í Svíþjóð, óstöðugt kransæðaheilkenni var í 30% vs. 38% og bráð kransæðastífla í 9% vs. 16% (öll p<0,001). Engin marktæk þrengsli fundust oftar á íslandi, 33% vs. 30% (p<0,05), en það gerðu einnig höfuðstofnsþrengsli 10% vs. 7% (p<0,001), meðan þriggja æða sjúkdómur var fátíðari 14% vs 17% (p<0,01). Endurþrengsli voru 6-7%. Fylgikvillar voru um 0,5% á þræðingarstofu og 4% á legudeild. Eitt andlát varð vegna þræðingar á Islandi og tvö í Svíþjóð. Ályktun: Þessi rannsókn gefur óskekktan samaburð á kransæðaþræðingum í löndunum og sýnir að þátttaka í SCAAR auðveldar gæðaeftirlit á íslandi. Hún sýnir að Landspítali stenst fyllilega samanburð við sjúkrahús í Svíþjóð á þessu sviði. V-44 Geislaskammtar í hjarta við geislameðferð gegn brjóstakrabbameini 'Jaroslava Baumruk, 'Garðar Mýrdal, 2Jakob Jóhannsson, 3'4Helgi Sigurðsson 'Geislaeðlisfræðideild Landspítala, 2geislameðferð krabbameina Landspítala, 3krabbameinslækningar Landspítala, 4læknadeild HÍ, fræðasviði krabbameinslækninga Landspítala jarka@landspitali.is Inngangur: Aukin tíðni hjartasjúkdóma er þekkt afleiðing geislameðferðar við meðhöndlun brjóstakrabbameins. Með þróun í hugbúnaði hafa meðal annars komið fram nýjungar á borð við styrkmótaða geislameðferð (Intensity Modulated Radiation Therapy) og öndunarstýrða meðferðartækni (Respiratory Gating) sem gera kleift að bæta geisladreifingu innan meðferðarsvæðis og að hlífa áhættulíffærum eins og hjarta og lungum. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að meta geisla- skammtinn í hjarta sjúklinga sem fengu skáreita geislameðferð á brjóstvef. Ennfremur að kanna hvort öndunarstýrð geislameðferð hlífi áhættulíffærum og hvort styrkmótuð geislameðferð auki nákvæmni í geisladreifingu. Aðferðir: Þátttakendur voru 20 konur sem fengu skáreitageislameðferð á vinstra brjóst á tímabilinu janúar til september 2007. Hefðbundnar tölvusneiðmyndir voru teknar af brjóstholi við eðlilega öndun. Teknar voru sambærilegar tölvusneiðmyndir þar sem sjúklingur dregur að sér andann og heldur honum niðri. Gert var hefðbundið geislaplan grundvallað á hefðbundnum tölvusneiðmyndum og annað byggt á myndum teknum þegar sjúklingur hefur dregið að sér andann til að sjá áhrif öndunarstýrðrar geislameðferðar á geisladreifingu innan meðferðarsvæðis og í hjarta. Auk þess var gert styrkmótað geislaplan. Gerð voru skammtadreifirit og skráðir voru hámarks, lágmarks og meðaltals geislaskammtar fyrir meðferðarsvæðið og hjarta. Niðurstöður: Niðurstaða rannsóknarinnar sýnir að hægt er að bæta gæði meðferðar þeirra sem fá skáreitameðferð á vinstra brjóst, með notkun styrkmótaðrar geislameðferðar og öndunarstýrðar meðferðartækni. Geisladreifing í meðferðar- svæði var jafnari og sá hluti hjarta sem fékk hæsta geislaskammt var minni. Ályktun: Æskilegt er að hefja öndunarstýrða geislameðferð fyrir sjúklinga á Landspítala. V-45 Könnun á tengslum meinafræðilegra og klínískra sérkenna brjóstakrabbameinsæxla við litningabrengl Margrét Steinarsdóttir1, Ingi Hrafn Guðmundsson2, Elínborg Ólafsdóttir3, Jón Gunnlaugur Jónasson3'4-5, Helga M. Ögmundsdóttir3 Litningarannsóknastofu, erfða- og sameindalæknisfræðideild, Landspítala1, skurðlækningasviði2, Landspítala, Krabbameinsskrá, Krabbameinsfélags Islands3, rannsóknastofu í meinafræði, Landspítala4 læknadeild HÍ5 margst@landspitali. is Inngangur: Litningabreytingar eru algengar í brjósta- krabbameinsæxlum. Þær hafa verið rannsakaðar m.t.t. sjúk- dómsþróunar en lítið í samhengi við framvindu. Byggt er á fyrri rannsóknum höfunda á litningum og flæðigreiningum á DNA kjamsýru fyrir 203 brjóstakrabbameinsæxli frá sjúklingum greindum 1990-1999. Markmið: Að kanna hvort tengsl séu milli litningabrengla annars vegar, og meinafræðilegra og klínískra þátta hins vegar. Aðferðir: Litningabrengl voru greind með hefðbundnum litningagreiningum og frumuflæðirannsóknum á DNA magni. Skimað var fyrir stökkbreytingum í TP53 geninu og BRCA2 999del5 stökkbreytingunni. Safnað var upplýsingum um klínískar breytur, endurkomu og lifun úr sjúkraskrám og Krabbameinsskrá. Niðurstöður: Sjúklingahópurinn var sambærilegur við almennan hóp brjóstakrabbameinssjúklinga m.t.t. aldurs við greiningu, vefjagerðar og TP53 stökkbreytinga, en BRCA2 stökkbreytingin var algengari (9,5%). Sjúkdómur tók sig upp aftur hjá 90 sjúklingum, 113 (56%) eru látnir, þar af 66 úr brjóstakrabbameini. Litningagreining tókst hjá 164, 74 (45%) höfðu óeðlilega litningagerð. Flæðigreining sýndi óeðlilegt DNA magn og mislitnun (aneuploidy) hjá 124/197 sjúklingum (63%). Samtals greindist litningaóstöðugleiki hjá 142/203 (70%), flóknar breytingar hjá 60% (45/74), og 36% (51/142) fjölklóna. Breytingar fundust í öllum litningum, m.a. þeim sem stundum eru breyttir í brjóstvef án krabbameins en oftar í litningum sem ekki finnast breyttir án krabbameins. Litningabrengl tengdust marktækt hærri TMN stigun og styttri sjúkdómsfrírri lifun þeirra sjúklinga. Engin tengsl fundust við æxlisgráðun. Urvinnslu er ekki lokið. Ályktun: Á þessu stigi er unnt að staðfesta að litningabreytingar 24 LÆKNAblaðíð 2009/95

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.