Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 15

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 15
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 60 Þrettán (2,08%) börn voru talin með astma og 58 (9,27%) með exem. Jákvæð fjölskyldusaga var sterkasti áhættuþátturinn fyrir staðfest fæðuofnæmi (OR=10,76 (95% CI 1,77-65,41); p=0,001), næmingu (OR=3,29 (95% CI 1,11-9,74); p=0,023) og exem (OR=2,20 (95% CI 1,13-4,29); p=0,018). Alyktanir: Algengi fæðuofnæmis á fyrsta aldursári hefur ekki áður verið rannsakað á íslandi. Þessar frumniðurstöður sýna heldur lægri tíðni fæðuofnæmis en fyrri rannsókn á íslenskum börnum á öðru ári. Þær sýna einnig lægri tíðni en í sumum Evrópulöndum sem hugsanlega má rekja til erfða og um- hverfisþátta. V-18 Fjölskyldumeðferð fyrir of feit börn: áhrif á líkamsþyngdarstuðul og líðan Þrúður Gunnarsdóttir1, Anna Sigríður Ólafsdóttir1, Urður Njarðvík1, Ragnar Bjarnason5 ^HÍ, 5Landspítala thrudurQhi.is Inngangur: Offita barna hefur stóraukist á síðustu áratugum og getur haft skaðleg áhrif á bæði heilsutengda þætti og líðan. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort fjöl- skyldumeðferð fyrir of feit börn hafi áhrif á líkamsþyn- gdarstuðul og líðan þátttakenda. Aðferðir: Alls tóku 84 börn á aldrinum 7-13 ára (LÞS > 2.5 SDS) þátt í meðferð. Eitt foreldri tók þátt með hverju barni. Meðferð stóð yfir í 12 vikur en dreifðist yfir 18 vikna tímabil. Hæð og þyngd bama var mæld fyrir og eftir meðferð og líkamsþyngdarstuðull reiknaður. Spurningalistar voru lagðir fyrir áður en meðferð hófst og að henni lokinni til að meta breytingar á depurð (Children's Depression Inventory, CDI), kvíða (Multidimensional Anxiety Scale for Children, MASC) og sjálfsmati (The Piers-Harris Self Concept Scale, Piers-Harris). Eftirfylgni fór fram eftir 6 mánuði. Niðurstöður: Af 84 fjölskyldum sem hófu meðferð fylltu 62 fjöl- skyldur út spurningalista við upphaf og lok meðferðar og við 6 mánaða eftirfylgni. Líkamsþyngdarstuðull barnanna lækkaði að meðaltali um 2 stig (p< 0.001) og líðan batnaði marktækt (CDI: lækkaði úr 48,3 í 44,9 stig, MASC: lækkaði úr 53,09 í 49,9 stig og Piers Harris: hækkaði úr 56,9 í 60,4 stig). Þær breytingar sem urðu á líkamsþyngdarstuðli og líðan bamanna héldust að mestu við 6 mánaða eftirfylgni. Ályktun: Fjölskyldumeðferð fyrir of feit börn hefur góð áhrif á líkamsþyngdarstuðul og líðan bama. Börnunum verður fylgt eftir til tveggja ára til að meta langtímaáhrif meðferðar. V-19 Evrópsk samstaða um hlutverk og starfshæfni lýð- heilsunæringarfræðinga Svandís Ema Jónsdóttir1, Inga Þórsdóttir1, Roger Hughes2 'Rannsóknarstofu í næringarfræði við Landspítala og HÍ, TJniversity of the Sunshine Coast svandjo@landspitali.is Inngangur: Rannsóknin var hluti evrópska samstarfsverk- efnisins JobNut sem miðar að því að skapa evrópskt gæðakerfi fyrir þjálfun og menntun lýðheilsunæringarfræðinga og um leið efla heilsu evrópsks almennings. Takmark lýðheilsunæringar- fræðinnar er að hámarka heilsu almennings með ákjósanlegri næringu og lágmarka líkur á langvinnum sjúkdómum tengdum röngu fæðuvali og óæskilegum lífstíl. Til að hámarka árangur af lýðheilsunæringarstarfi er nauðsynlegt að koma upp sameig- inlegum stöðlum og mælikvörðum á menntun og hæfni lýð- heilsunæringarfræðinga. Markmið: Að meta og þróa samstöðu meðal sérfræðinga á meginhlutverkum og nauðsynlegri starfshæfni lýðheilsunæring- arfræðinga til að tryggja árangursríkt lýðheilsunæringarstarf í Evrópu. Aðferðir: Delphi aðferðin var notuð til að ná fram samstöðu meðal 62 evrópskra sérfræðinga á sviði lýðheilsunæringar- fræði. Niðurstöður: Varpað var ljósi á nauðsynleg hlutverk og starfs- hæfni evrópskra lýðheilsunæringarfræðinga. Sterk samstaða náðist um meginhlutverk lýðheilsunæringarfræðinga og þá starfshæfni sem þeim er nauðsynleg. Samstaða náðist um að stétt lýðheilsunæringarfræðinga þarf að vera fjölfagleg og upp- bygging starfsteyma ætti að vera í brennidepli. Helsta hindrunin fyrir frekari uppbyggingu virðist vera skortur á upplýsingum á þeim mannauði sem er til staðar og þ.a.l. ákvarðandi þáttum fyrir getu stéttarinnar til að takast á við aðsteðjandi lýðheilsu- næringarfræðileg vandamál. Ályktun: Niðurstöðurnar auðvelda stefnumótun og gefa til kynna æskilega forgangsröðun til að tryggja markvissari upp- byggingu lýðheilsunæringarfræðinnar innan Evrópu. Auk þess stuðla þær að og gefa möguleika á samræmdum hæfniskröf- um til evrópskra lýðheilsunæringarfræðinga. V-20 Aukinni orkuþörf 5 ára barna, fram yfir orkuþörf þriggja ára barna, er mætt með orkuríkum en næringarsnauðum matvælum Tinna Eysteinsdóttir, Inga Þórsdóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir Rannsóknastofa í næringarfræði við Háskóla fslands og Landspítala. tinnaey@landspitaii.is Inngangur: Matarvenjur mótast í æsku og viðhaldast oft að einhverju leyti fram á fullorðinsár. Mataræði og næringarástand bams hefur m.a. áhrif á þroska þess og vöxt svo og alhliða heilsu og líðan. Markmið: Að kanna hversu vel íslensk börn á leikskólaaldri fylgja ráðleggingum um fæðuval og að meta mun á fæðuinntöku 3ja og 5 ára barna. Aðferð: Foreldrar/forráðamenn 225 3ja ára barna og 231 5 ára barns fylltu út 3 daga matardagbók. Gagnagrunnar um efna- innihald matvæla og samsetningu algengra rétta voru notaðir við úrvinnslu gagna. Niðurstöður: Ávaxta og grænmetisneysla var innan við helm- ingur þess sem ráðlagt er. Neysla trefjaríks kornmetis var lítil og aðeins 20% barnanna tók lýsi daglega. Fisk og mjólkurneysla var í samræmi við ráðleggingar. Neysla sætra drykkja var marktækt meiri meðal eldri barnanna (87ml/d á móti 61ml/d;p=0,001) og LÆKNAblaðið 2009/95 1 5

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.