Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 27
VISINDI A VORDOGUM
FYLGIRIT 60
V-51 Áhrif TNFa á sérhæfingu T stýrifrumna
Laufey Geirsdóttir1-2, Inga Skaftadóttir2, Brynja Gunnlaugsdóttir1-3, Björn
R. Lúðvíksson1-2
'HÍ, læknadeild, 2Landspítala ónæmisfræðideild, 3Landspítala
rannsóknardeild gigtarsjúkdóma
lagl@hi.is
Inngangur: CD4+CD25+ T stýrifrumur (Tregs) spila hlutverk
í sjálfsþoli og fyrirbyggingu sjálfsofnæmissjúkdóma. Umrit-
unarþátturinn FoxP3 er notaður til aðgreiningar þessara fruma
og er nauðsynlegur bæði til sérhæfingar og bæligetu. TNFa
er breiðvirk frumuboðefni sem getur haft margvísleg áhrif á
frumur ónæmiskerfisins og stuðlar m.a. að frumusérhæfingu og
fjölgun þeirra. TNFa hindrar eru algengir í meðferð iktsýki þótt
að hlutverk TNFa í sjúkdómsgerð hennar er enn óljós.
Markmið: Rannsaka áhrif TNFa á sérhæfingu og fjölgun T
stýrifrumna.
Aðferðir: CD4+CD25- T frumur voru einangraðar úr blóði
heilbrigða einstaklinga og ræktaðar í 96 holu bökkum í
sermislausu æti. Frumumar voru ræstar um T frumuviðtakann
(anti-CD3 mAb og anti-CD28) auk +/- TGFfSl, TNFa, IL-lþ
og TNFa hindra (infliximab) og ræktaðar í 3 eða 7 daga. Treg
sérhæfing var metin með tjáningu á CD4, CD25, CD127, TGFbRII
and Foxp3 með flæðifrumusjágreiningu. Frumuskiptingar voru
skoðaðar með CFSE flúrljómun.
Niðurstöður: TNFa stuðlaði ekki að sérhæfingu Treg, hvorki með
né án TGFfSl. Aftur á móti jók meðferð TNFa hindra marktækt
hlutfall Treg eftir langtímaræktun en hlutfall þeirra var ekki
aukið eftir skammtímaræktun. Einnig er ljóst að IL-fil hindrar
tjáningu FoxP3 og þar með sérhæfingu Tregs í návist TGFfil eftir
langtímaræktun. Að auki hindrar TGFfil frumufjölgun CD4+ T-
cells en virðist aftur á móti stuðla að frumufjölgun CD4+FoxP3
jákvæðra fruma.
Ályktun: Þessar niðurstöður benda til þess að TNFa hindrar
auki heildarmagn Treg og stuðli að hlutfallslegri aukningu
þeirra. Ertn er óljóst hvort að TNFa hindrar auki einnig á
bæligetu Treg. Aðrir hafa einnig sýnt fram á að TNFa hindrar
geti bælt IL-lþ framleiðslu frá neutrophilum og þannig stuðlað
óbeint að aukinni sérhæfingu Treg.
V-52 Etanól útdrættir birkibarkar (Betula pubescens) hafa
áhrif á ræsingu angafruma í mönnum in vitro
Marinó Bóas Sigurpálsson1-2'3, Sesselja S. Ómarsdóttir3, Ingibjörg
Harðardóttir4, Arnór Víkingsson1, Elín S. Ólafsdóttir3, Jóna Freysdóttir1'2
’Rannsóknastofu í gigtsjúkdómum, 2ónæmisfræðideild Landspítala,
3lyfjafræðideild, 4 * * * * *læknadeild HÍ
marinos@hi.is
Inngangur: Birkibörkur hefur verið notaður í alþýðulækningum
í aldaraðir gegn ýmsum sjúkdómum, s.s. gigt. Margar sameindir
hafa verið einangraðar úr berkinum en aðeins nokkrar
þeirra hafa verið rannsakaðar m.t.t. áhrifa á ónæmiskerfið.
Angafrumur spila stórt hlutverk í stjórnun ónæmisviðbragða
með því að stýra sérhæfingu T fruma.
Markmið: Að kanna hvort útdrættir birkibarkar hafi áhrif á
ræsingu angafruma manna in vitro.
Aðferðir: Etanól var notað til að draga út efni úr berkinum. Eftir
inngufun voru útdrættirnir hlutaðir í 5 fraktionir með metanól
og díklórómetan skautunarstigli. CD14+ mónócýtar úr mönnum
voru ræktaðir í 7 daga með IL-4 og GM-CSF til að fá angafrumur.
Angafrumurnar voru ræktaðar með IL-lþ, TNF-a og LPS í 2
daga með eða án birkiútdráttar í styrkjum á bilinu 0,01 til 100
pg/mL. Seyting boðefna var mæld með ELISA aðferð og tjáning
yfirborðssameinda var mæld í flæðifrumusjá.
Niðurstöður: Angafrumur sem voru ræktaðar með birkiútdrætti
seyttu minna af IL-6, IL-10 og IL-12p40 en angafrumur ræktaðar
án útdráttar. Meðal angafrumna sem voru ræktaðar með
birkiútdrætti, eða með fraktion IV sem fékkst með 3:1 hlutfalli
af metanókdíklórometan, voru hlutfallslega færri sem tjáðu
CD86, CCR7 og DC-SIGN en meðal þeirra sem voru ræktaðar án
útdráttar eða fraktinoar IV.
Ályktun: Útdráttur birkibarkar inniheldur efni sem virðist draga
úr ræsingu angafrumna. Efni með slík áhrif geta verið gagnleg
í meðferð ýmissa sjálfsofnæmissjúkdóma. Verið er að kanna
hvort innihaldsefni birkibarkar hafi áhrif á hæfni angafruma til
stjórnunar á sérhæfingu T fruma.
V-53 Áhrif 2ja vikna meðferðar í Bláa lóninu á psoriasis;
forrannsókn
Jenna Huld Eysleinsdóttir12-3'5, Jón Hjaltalín Ólafsson1-4-5, Björn Rúnar
Lúðvíksson2'5, Ása Brynjólfsdóttir3, Steingrímur Davíðsson3'4, Bárður
Sigurgeirsson4
Húð- og kynsjúkdómadeild1, ónæmisfræðideild Landspítala2, Bláa lóninu
lækningalind3, Húðlæknastöðinni4, HÍ5
jenna@landspitali.is
Inngangur: Rannsóknir gerðar á árunum 1992-1995 sýndu fram
á að böðun í Bláa lóninu í 3-4 vikur ein og sér og með UVB
ljósum, hafi góð áhrif á skellupsoriasis, og e.t.v. betri áhrif en
UVB ljósameðferð ein sér. Markmið þessarar forrannsóknar
er: A) Athuga hvort 2ja vikna meðferð í Bláa lóninu nægi sem
meðferð ásamt 12 vikna heimameðferð með Bláa lóns kremum;
B) Athuga hvort aukaverkanir komi fram við húðsýnatöku frá
þátttakendum sem fara reglulega í bað í Bláa lóninu.
Efni og aðferðir: Þátttakendur fengu 2ja vikna psoriasismeðferð
í Bláa lóninu sem samanstendur af böðum í lóninu tvisvar á
dag, UVB ljósameðferð daglega og smurningu Bláa lóns krema
kvölds og morgna. Eftir útskrift báru þeir Bláa lóns krem á
líkamann tvisvar á dag heima fyrir. 6 sjúklingar með langvinnan
skellupsoriasis tóku þátt í rannsókninni, 1 karl og 5 konur.
Árangur meðferðarinnar var metinn með líkamsskoðunum,
PASI-skori, ljósmyndun, blóð- og húðsýnatöku fyrir meðferð og
eftir 1,3 og 8 vikur.
Niðurstöður: PASI-skor lækkaði að meðaltali niður í 33,7%
af upphaflegu gildi eftir 3ja vikna meðferð. Við 8 vikur hafði
PASI-skorið hækkað hjá öllum að meðaltali í 43,7%, en tveir
luku rannsókninni og fjórir hættu vegna versnunar. Enginn
þátttakenda kvartaði undan aukaverkunum af meðferðinni og
tveir þátttakendur kvörtuðu undan vægum eymslum og roða
eftir að húðsýni var tekið. Engir alvarlegir fylgikvillar, eins og
t.d. sýkingar, komu eftir húðsýnatöku.
Ályktun: Tveggja vikna meðferð í Bláa lóninu ásamt UVB ljósum,
LÆKNAblaðið 2009/95 27