Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 39

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 39
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 60 PMNP. Þessi útbreiðsla sem virðist bundin við ákveðinn klón hefur orsakað hærra hlutfall ónæmis en áður hefur verið skráð hjá pneumókokkum á íslandi. V-84 Æxli í hóstarkirtli á íslandi 1984-2009 Elín Maríusdóttir1-2, Sigfús Nikulásson3, Tómas Guðbjartsson2'1 'Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3meinafræðideild Landspítala tomasgud@landspitali.is Inngangur: Æxli í hóstarkirtli eru sjaldgæfur og misleitur hópur æxla með afar mismunandi horfur. Tilviljanagreining er algeng en flestir hinna greinast vegna staðbundinna einkenna. Nýlega var gefin út alþjóðleg vefjafræðiflokkun (WHO) þessara æxla þar sem lífshorfur sjúklinga eru lagðar til grundvallar. Upplýsingar um faraldsfræði þessara æxla hérlendis er ekki þekkt og tilgangur rannsóknarinnar að bæta úr því um leið og æxlin eru flokkuð skv. nýjustu skilmerkjum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra einstaklinga á íslandi sem greindust með æxli í hóstarkirtli frá 1984 til 2009. Upplýsingar fengust úr meinafræði- og sjúkraskrám. Æxlin voru stiguð og flokkuð vefjafræðilega en einnig reiknaðar lífshorfur. Niðurstöður: Alls greindust 16 tilfelli (10 karlar) og var meðalaldur sjúklinga 61 ár (bil 31-87). Sjö sjúklingar (44%) greindust fyrir tilviljun, 7 vegna staðbundinna einkenna og 2 (13%) við uppvinnslu vöðvaslensfárs. I fjórum tilfellum var eingöngu tekið sýni en 12 sjúklingar gengust undir brottnám æxlis í gegnum bringubeinsskurð. Fylgikvillar voru óverulegir og enginn lést <30 daga frá aðgerð. Tólf æxlanna (75%) reyndust góðkynja (thymoma) en 4 (25%) illkynja (thymic carcinoma, gerð C). Góðkynja æxli voru algengust af flokki B2 (n=5) og vefjagerð A næstalgengust (n=3). Samkvæmt stigunarkerfi Masoka voru 4 góðkynja æxli á stigi I (33%) og 5 á stigi II (42%). Hjá þremur sjúklingum vantaði upplýsingar um stigun. Sjúklingar með illkynja æxli voru 2 á hvoru stigi, III og IV. Fimm ára lifun var 56% (hráar tölur), 75% fyrir góðkynja æxli og 0% fyrir illkynja æxli. Ályktanir: Æxli í hóstarkirtli eru sjaldgæf. í flestum tilvikum er um góðkynja æxli að ræða. Horfur góðkynja æxla eru mjög góðar og árangur skurðaðgerðar sömuleiðis. Horfur illkynja hóstarkirtilsæxla eru hins vegar slæmar og flestir látnir innan 12 mánaða frá greiningu. V-85 Skurðaðgerðir við sjálfsprottnu loftbrjósti á íslandi - þróun aðgerðatækni, ábendinga og tíðni fylgikvilla á 18 ára tímabili Guðrún Fönn Tómasdóttir1, Tómas Guðbjartsson1-2 'Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala tomasgud@landspitali.is Inngangur: Fyrsta meðferð við sjálfsprottnu loftbrjósti er yfirleitt brjóstholskeri en við endurteknu loftbrjósti eða viðvarandi loftleka er yfirleitt gripið til skurðaðgerðar með opinni aðgerð eða brjóstholssjá. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna aðgerðatækni, ábendingar og árangur þessara aðgerða á 18 ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og nær til 251 sjúklinga (meðalaldur 27,7 ár, 191 karlar) sem gengust undir 281 skurðaðgerðir vegna sjálfsprottins loftbrjósts (án undirliggjandi lungnasjúkdóms) á LANDSPÍTALA á árunum 1991-2008. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og meinafræðiskýrslum. Tímabilinu var skipt í 6 tímabil og þau borin saman. Niðurstöður: Aðgerðafjöldi jókst á milli tímabila, eða frá 33 í 61 aðgerð á síðasta tímabilinu (p<0,05). Brjóstholsspeglun var oftar framkvæmd en opin aðgerð nema á tímabilinu 2000- 2002 (45%) en voru 82% aðgerðanna á síðasta tímabilinu. Fleygskurður eingöngu var algengasta aðgerðin (55%) þar til á síðasta tímabilinu að auk fleygskurðar var gerð fleiðruerting með sandpappír og/eða hlutabrottnámi á fleiðru (84% tilfella). Ábendingar fyrir aðgerð voru sambærilegar milli tímabila, endurtekið loftbrjóst í 38% tilfella og viðvarandi loftleki hjá 31%. Aðgerðartími var að meðaltali 58 mín. og breyttist ekki marktækt á tímabilinu, einnig legutími sem var í kringum 4 dagar. Tíðni snemmkominna fylgikvilla var sambærileg á milli tímabila, einnig síðkomið endurtekið loftbrjóst, en 84% þeirra greindust eftir brjóstholsspeglunaraðgerð. Ályktanir: Ábendingar skurðaðgerða hafa lítið breyst á þeim 18 árum sem rannsóknin náði til. Hins vegar hefur orðið veruleg fjölgun á brjóstholsspeglunaraðgerðum þar sem ertingu og hlutabrottnámi á fleiðru er bætt við fleyskurð. Því er áhyggjuefni að tíðni endurtekins loftbrjósts hefur ekki minnkað, en um er að ræða þekkt vandamál eftir speglunaraðgerðir sem mikilvægt er finna lausn á. V-86 Brottnám á lungnameinvörpum krabbameins í ristli og endaþarmi Halla Viðarsdóttir1- Páll Helgi Möller2, Jón Gunnlaugur Jónasson3-4, Tómas Guðbjartsson1'4 'Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2skurðlækningadeild, 3rannsóknarstofu í meinafræði, Landspítaia, 'læknadeild HÍ tomasgud@landspitali.is Inngangur: Krabbamein í ristli og endaþarmi er 3ja algengasta krabbameinið á íslandi og tæplega helmingur sjúklinga deyr úr sjúkdómnum. Fjarmeinvörp greinast oftast í lifur og lungum og er stundum hægt að fjarlægja þau með skurðaðgerð. Árangur aðgerða á lungnameinvörpum hefur verið umdeildur. Ekki er vitað um árangur þessara aðgerða hér á landi og er markmið rannsóknarinnar að bæta úr því. Efniviður og aðf erðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir læknandi brottnám á lungnameinvörpum frá ristil- eða endaþarmskrabbameini á íslandi frá 1984 til 2008. Kannaðar voru ábendingar, fylgikvillar aðgerða og lifun (hráar tölur). Útreikningar miðast við 31. janúar 2009 og var meðaleftirfylgni 41 mánuður. Niðurstöður: Gerðar voru 32 aðgerðir á 27 sjúkl. (aldur 63,5 ár, bil 35-80, 63% karlar). Frumæxli 19 sjúkl. voru í ristli (70%) og 8 í endaþarmi; 13 á Dukes-stigi C (48%), 9 á stigi B (33%), 4 á stigi LÆKNAblaðið 2009/95 39

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.