Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 23

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 23
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 60 íslendinganna en 23% Svía (p<0,001). Blóðfitulyf voru tekin af 29% á íslandi en 34% í Svíþjóð (p<0,001). Lyfjagjöf við útskrift var svipuð og samkvæmt klínískum leiðbeiningum, hjartamag- nýl í yfir 90% tilvika, beta hemlar í um 90% tilvika, statín lyf í 94% á íslandi en 85% í Svíþjóð og ACE eða ARB lyf í 66% tilvika á íslandi en 72% í Svíþjóð. Á íslandi fóru 82% sjúklinga með ST hækkunar hjartadrep í tafarlausa víkkun en 63% í Svíþjóð. Tími frá komu á spítalann til upphafs víkkunar var 41 mfnúta á Islandi en 74 mínútur í Svíþjóð. Dauðsföll í sjúkrahúslegurmi voru 1,6% á íslandi en 5,3% í Svíþjóð. Ályktun: Meðferðin í löndunum tveim er góð og sambærileg að mestu, þó nokkur munur sé á aldri og áhættuþáttum sjúkling- anna. Landspítalinn stenst fyllilega samanburð við sænsk sjúkra- hús þegar kemur að meðferð vegna hjartaáfalla. V-41 Kransæðavíkkanir á íslandi og í Svíþjóð árið 2008 Þórarinn Guðnason', Stefan James2, Kristján Eyjólfsson', Guðný Stella Guðnadóttir’, Sigurpáll Scheving1, Þorbjörn Guðjónsson1, Guðjón Karlsson1, Axel Sigurðsson1, Tage Nilsson2, Torfi Jónasson1, Ragnar Danielsen1, Sigurlaug Magnúsdóttir1, Unnur Sigtryggsdóttir1, Guðmundur Þorgeirsson1, Karl Andersen1, Gestur Þorgeirsson1, Bo Lagerqvist2 'Hjartadeild Landspítala, 2Uppsala Clinical Research Centre, Svíþjóð thorgudn@landspitali.is Inngangurogmarkmið: Viðbárumsamanallarkransæðavíkkanir sem gerðar voru árið 2008 á Islandi og í Svíþjóð. Aðferðir: Fyrirfram ákveðnir þættir voru skráðir framsýnt í sænsku gæðaskrána Swedish Coronary Angiography and Angioplasty Registry (SCAAR) og gögnin notuð til rannsóknarinnar. Niðurstöður: Tíðni kransæðavíkkana á 100 þúsund íbúa var 238 á íslandi en 206 í Svíþjóð (p<0,001). Miðgildi aldurs var 63 ár á Islandi en 67 í Svíþjóð. Konur voru 22% hópsins á Islandi en 28% í Svíþjóð. Ábendingar voru stöðug hjartaöng í 34% tilvika á íslandi og 25% í Svíþjóð, óstöðug hjartaöng í 39% á íslandi en 44% í Svíþjóð og ST hækkunar hjartadrep eða hjartastopp í 22% á móti 27% í Svíþjóð (p<0,05 í öllum tilvikum). Háþrýsting höfðu 60% í báðum löndum. Sykursýki var algengari í Svíþjóð en reykingar á Islandi. Blóðfitulyf tóku 67% á Islandi en 54% Svía (p<0,001). Góður árangur náðist í 94% tilvika, fullkomin enduræðavæðing í 60% og stoðnetanotkun var svipuð (1,5 stoðnet á aðgerð, stoðnet í 90% tilvika og 30% lyfjastoðnet). Notkun ósæðarpumpu, gangráða og segavamartækja var lítil og svipuð. Segabrottnám (3,7% á móti 7.2%), IVUS (1,8% á móti 3,6%) og FFR (0% á móti. 9,6%) voru meira notuð í Svíþjóð. Fylgikvillar voru svipaðir og sjaldgæfir, 3% á þræðingarstofu og 10% á legudeild. Dauðsföll vegna víkkana vora alls 0,3% á íslandi og 0,2% í Svíþjóð (p = ns). Ályktun: Árangur og fylgikvillar víkkana eru svipaðir á íslandi og í Svíþjóð en munur er á ábendingum og tækni. Þátttaka í SCAAR auðveldar gæðaeftirlit og skapar möguleika á frekari rannsóknum. V-42 Persónuleiki D á íslandi: Próffræðileg úttekt á DS14 spurningalistanum og tengsl persónuleika D við heilsufarslega áhættuþætti meðal hjartasjúklinga Erla Svansdóttir1, Hróbjartur Darri Karlsson2, Þórarirtn Guðnason3'1, Daníel Þór Ólason4, Hörður Þorgilsson3, Unnur Sigtryggsdóttir3, Eric J. Sijbrands5, Susanne Pedersen1, Johan Denollet1 ’CoRPS - Center of Research on Psychology in Somatic diseases, Tilburg University, Tilburg, The Netherlands, 2Icelandic Heart Association, 3Landspítala, 4HI, 5Erasmus University, Rotterdam lhorgudn@landspitali.is Inngangur: Niðurstöður rannsókna hafa gefið til kynna að Persónuleiki D, sem samanstendur af tilhneigingu til neikvæðrar líðanar (Negative affectivity, NA) og félagslegri hömlun (Social lnhibition, SI), hafi sterk tengsl við verri batahorfur meðal hjartasjúklinga. Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að kanna próffræðilega eiginleika DS14 listans (sem mælir persónuleika D), meta réttmæti og algengi persónuleika D hér á landi, og skoða tengsl hans við heilsufarslega áhættuþætti. Aðferð: Þátttakendur voru 1452 hjartasjúklingar frá Landspítala og 498 nemar frá HÍ. Auk DS14, voru spurningalistar um þunglyndi og kvíða (HADS), tilfinningastjórn (ECQ), streitu (PSS) og fimm-stóra persónuleikaþætti (NEO-FFI) lagðir fyrir og gögnum um heilsutengda áhættuþætti safnað. Niðurstaða: Þáttagreining staðfesti tveggja þátta uppbyggingu listans og góðan innri stöðugleika þáttanna ((= 0.87-0.88 fyrir NA, (=0.84-0.85 fyrir SI). Uppbyggingar-réttmætið var gott; NA hafði tengsl við taugaveiklun (NEO-FFI, r=0.80) og endurteknar hugsanir um líðan (ECQ, r=0.58), og SI við úthverfu (NEO-FFI, r= -0.65) og tilfinningalega hömlun (ECC, r= 0.49). Algengi persónuleika D hjá hjartasjúklingum var sambærilegt við fyrri rannsóknir (26% og 29%),en hærra meðal háskólanema (40%). Fólk með persónuleika D greindi frá meiri þunglyndis-, kvíða- og streitueinkennum (p<0.0001) og meiri lyfjanotkun (p<0.001) samanborið við fólk án persónuleika D. Reykingar voru algengari meðal hjartasjúklinga með persónuleika D (20% á móti 7% sjúklinga án persónuleika D). Ályktun: Persónuleiki D er réttmæt og algeng persónuleikagerð á íslandi. Hægt er að mæla með notkun DS14 listans í rannsóknum og klínísku starfi hérlendis. V-43 Kransæðaþræðingar á íslandi og í Svíþjóð árið 2008 Guðný Stella Guðnadóttir1, Bo Lagerqvist2, Kristján Eyjólfsson1, Unnur Sigtryggsdóttir1, Axel Sigurðsson', Torfi Jónasson', Sigurpáll Scheving1, Þorbjöm Guðjónsson', Ragnar Daníelsen1, Tage Nilsson2, Guðjón Karlsson', Sigurlaug Magnúsdóttir', Karl Andersen', Guðmundur Þorgeirsson1, Gestur Þorgeirsson1, S.James2, Þórarinn Guðnason1 ‘Landspítala, 2Uppsala Clinical Research Center, Uppsölum, Svíþjóð gudnystg@lsh.is Inngangur: Þekkt er að munur er á tíðni kransæðaþræðinga milli landa en lítið er vitað um ástæður þessa og hvort hópar þræðingasjúklinga eru mismunandi milli landa. Markmið: Að bera saman allar þræðingar á Islandi og í Svíþjóð árið 2008. LÆKNAblaðið 2009/95 23

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.