Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 29

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 29
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 60 að kanna tjáningu kítínasa-líkra próteina í mesenchymal stofnfrumum, beinsérhæfingu og brjósksérhæfingu og kanna áhrif kítín-fásykra á vöxt MSC, brjósk- og beinsérhæfingu. Efniviður og aðferðir: Mesenchymal stofnfrumur (Passage 3-5) voru ræktaðar í lumsáningu með og án kítin-fásykra (T- ChOS). MSC frumur (P3-5) voru sérhæfðar yfir í beinfrumur og brjóskfrumur (sérhæfing staðfest með vefjalitnunum og RT-PCR). Tjáninguna á kítínasalíkum próteinum var könnuð með Q-RT-PCR og seyting á CLP próteininu YKL-40 (CLP) var könnuðmeð ELISA. Greining á tjáningu 30 vaxtarþátta var gerð með Luminex bead array tækni. Niðurstöður:Mesenchymal stofnfrumur tjá CLP próteinin YKL-40, YKL-39, AMCase en ekki Chiotriosidasa. Beinfrumur sérhæfðar frá MSC tjá YKL-40 og YKL-39 en brjóskfrumur sérhæfðar frá MSC tjá ekki CLP. Kítín-fásykrur (T-ChOS) örva tjáningu á YKL-40 og YKL-39 í MSC frumum auk þess sem að þau auka tjáningu á IL-6 og IL-8. T-ChOS örvar verulega kalkmyndun í beinsérhæfingu. Alyktanir: Þetta er í fyrsta skiptið sem sýnt hefur verið fram á tjáningu á kítinasalíku próteinum í mesenchymal stofnfrumum. Við erum núna að kanna nánar hlutverk CLP í bein og b rj ósksérhæfingu. V-57 Virkni storkuþátta II og X hefur meiri áhrif á storkugetu blóðflöguríks plasma en virkni storkuþátta VII og IX þegar storka er mæld með þynntu thromboplastíni Brynja R. Guðmundsdóttir1'2, Alexía M. Björnsdóttir1, Páll T. Önundarson1'2 'Blóðmeinafræðideild Landspítala, 2HI brynjarg@landspitali.is Inngangur: Við stjórnun blóðþynningar með K-vítamínhemlum eru notuð storkupróf, sem byggja á próþrombíntíma (PT), en þau mæla aðeins upphafsstorkutíma og eru næm fyrir skorti á storkuþáttum II, VII og X (FII, FVII og FX). Notkun storkurita (ROTEM®) mælir upphafsfasann (CT) en að auki framlialdsfasa storknunar eftir lok CT, MaxVel og stöðufasa maximum clot firmness, MCF í storkurita. Efniviður og aðferðir: Við notuðum storkurita til að meta áhrif hvers k-vítamínháðs storkuþáttar fyrir sig á blóðstorknun af völdum þynnts thromboplastíns í blóðflögusnauðu (PPP) og blóðflöguríku plasma (PRP). Rannsakaðar voru blöndur af eðlilegu plasma við plasma, sem var snautt af einum hinna fjögurra k-vítamínháðu storkuþátta. Storku var komið af stað með PT og í ROTEM mælingu með lágum styrk vefjaþáttar. Niðurstöður: Eins og vænta mátti hafði virkniprósenta FII, FVII og FX sambærileg áhrif á PT f PPP en FIX engin áhrif. Virkniprósenta FII og FX hafði hins vegar mun meiri áhrif á storkurit (ROTEM) í PPP heldur en virkni FVII. Til þess að líkja betur eftir fysiologísku ástandi var framleitt PRP með því að bæta blóðflögum í PPP (100 xl09/L lokaþéttni). í PRP komu fram breyttar ROTEM niðurstöður. ROTEM CT var háðastur virkni FX, síðan FII, síðan FVII og óháður virkni FIX. ROTEM MaxVel var mjög háður virkni FII og FX á virknibilinu 0-50% en óverulega háður þéttni FVII og FIX fyrr en þéttni þeirra fór niður fyrir 5%. ROTEM MCF var einnig einkum háð þéttni FII og FX en ekki FVII og FIX. Alyktun: Niðurstöður rannsóknarinnar gætu bent til þess, að við skort á K-vítamínháðum storkuþáttum sé blóðstorkugeta blóðsins einkum háð virkni FII og FX, en að virkni FVII og FIX sé ekki jafn þýðingarmikil. Þetta gæti þýtt að storkupróf sem er næmt fyrir FVII í viðbót við FII og FX geti gefið misvísandi niðurstöður um storknunarhæfni blóðs. V-58 Áhrif menntunar, þekkingar og reynslu á upptöku í samþætt líkindamat á fyrsta þriðjungi meðgöngu Vigdís Stefánsdóttir1, Kristján Jónasson3, Hildur Harðardóttir2'4 Jón Jóhannes Jónsson1-2 'Erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, Verkfræði- og raunvísindasviði HÍ, 4fósturgreiningardeild Kvennasviðs Landspítala vigdisst@landspitali.is Inngangur: Fósturskimun með samþættu líkindamati þar sem skimað er fyrir ákveðnum litningagöllum er þegin af meirihluta barnshafandi kvenna á íslandi. Þátttaka í samþættu líkindamati er byggð á upplýstri ákvörðun einstaklings. Markmið: Að frátöldum þeim upplýsingum um fósturskimun sem barnshafandi konur fá frá heilbrigðisstarfsfólki í meðgönguvernd, er uppspretta upplýsinganna margvísleg s.s. vinir, fjölmiðlar og menntun. Rannsakað var hvaða áhrif menntun, þekking á skimprófi og fyrri reynsla þátttakenda af einstaklingum með fötlun hefði á líkur þess að þiggja boð um fósturskimun. Aðferð: Spurningalistar voru aflientir 400 konum á fyrsta þriðjungi meðgöngu á fimm mismunandi stöðum sem bjóða meðgönguvernd á íslandi og svöruðu 379 (94%). Aldur, menntun og fyrri reynsla þátttakenda var í samræmi við almennt þýði. Niðurstöður: Þeir sem höfðu hæsta þekkingarskor (knowldegde score) voru líklegri til að þiggja boð um fósturskimun en þeir sem lægst skoruðu (p = 7-10-6). Þátttakendur með stúdentspróf og háskólapróf 69% (n=264) voru marktækt líklegri til að þiggja boð um skimun en þeir sem höfðu grunnskólapróf og verkmenntun (n=94, 57%). Verðandi mæður sem reynslu höfðu af meðfæddri fötlun í nánustu fjölskyldu (eigin, foreldra, afkomenda, maka), voru líklegri til að þiggja boð um skimun, 76% á móti 63% þeirra sem enga reynslu höfðu (p = 0,017). Aldur verðandi móður hafði engin áhrif á líkur þess að þiggja boð um skimun. Ályktun: Margir þættir hafa áhrif á það hvort konur þiggja boð um fósturskimun með samþættu líkindamati, þar með talin persónuleg reynsla. Niðurstaða þessarar rannsóknar bendir til þess að aukin menntun, betri almenn þekking og reynsla verðandi móður af meðfæddri fötlun auki líkur til þess að konur þiggi boð um fósturskimun fyrir ákveðnum litningagöllum. LÆKNAblaðið 2009/95 29

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.