Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 38

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 38
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 60 inu og voru hjúpgerðir þekktar í 464 tilvikum. Hjúpgerðir sem tilheyrðu PCV-7, -10 og -13 voru 51%, 72% og 82%. Fyrir hjúpgerðir í heilahimnubólgu (alls 31, 6.3%) var hlutfallið 48%, 61% og 68%. Fjöldi þeirra sem lést var 56 (12%) og höfðu 43%, 59% og 74% þeirra hjúpgerðir sem tilheyrðu PCV-7, -10 og -13. Dreifing hjúpgerða var mismunandi eftir aldurshópum. Mun fleiri í yngri aldurshópunum höfðu hjúpgerðir sem tilheyrðu bóluefnunum. Ályktanir: Forsenda hagkvæmnisútreikninga á bólefnum er nákvæm skráning og afdrif sjúklinga sem fá sjúkdóma sem hægt er að fyrirbyggja. V-81 Hröð útbreiðsla fjölónæms klóns pneumókokka á íslandi Karl G. Kristinsson1-2, Martha Á. Hjálmarsdóttir1'2, Þóra R. Gunnarsdóttir1 Sýklafræðideild Landspítala1, HÍ2 martha@landspitali.is Inngangur: Á árunum 1989-1993 jókst nýgengi fjölónæms klóns pneumókokka (Spain6B-2) úr 0% í 16% af öllum stofnum sem orsökuðu sýkingar. íhlutandi aðgerðir leiddu til minni sýklalyfjanotkunar og í kjölfarið lækkaði tíðni pneumókokka með minnkað næmi fyrir penisillíni (PMNP) niður fyrir 10%. Frá 2004 jókst tíðni PMNP aftur. Markmið okkar var að rannsaka þessa aukningu. Efniviður og aðferðir: Næmispróf voru gerð með skífuprófum og E-strimli. Arfgerðargreining var gerð með PFGE og MLST. Niðurstöður: Árið 2007 náði hlutfall PMNP 37%. Af þeim voru 81% einnig ónæmir fyrir erythromýsíni og tetracyklíni og 88% þeirra voru af hjúpgerð 19/19F. Flestir fjölónæmu stofnanna tengdust sýkingum í efri loftvegum. PFGE sýndi að langflestir tilheyrðu einum klóni. Afturvirk rannsókn meðal ífarandi stofna leiddi í ljós einn stofn af þessum klóni 2004 og einn 2005. í stofnasafni frá rannsóknum á leikskólabörnum fundust 2,6,7,2,0 og 12 stofnar árin 2001-2006. MLST stofngerð klónsins var ST-1968, þ.e. tveggja seta afbrigði af PMEN klóni Taiwan19F-14. Sýklalyfjanotkun á íslandi jókst úr 20,2 stöðluðum dagskömmtum/1000 íbúa/dag 2003 í 24,9 árið 2007 og azithromýsín notkun úr 0,4 í 0,8. Ályktanir: Fjölónæmur klónn af hjúpgerð 19F sem aðallega orsakar efri loftvegasýkingar í börnum hefur breiðst út sem faraldur á íslandi. Þessi hæfni hans getur tengst litlu eða engu hjarðónæmi hjá landsmönnum og/eða aukinni notkun sýklalyfja. V-82 Dreifing hjúpgerða pneumókokka á íslandi eftir sýkingarstað og aldri Martha Á. Hjálmardóttir1-2-3, Ingibjörg Skúladóttir3, Karl G. Kristinsson1-2 Sýklafræðideild Landspítala/ HÍ2, HR3 martha@landspitali.is Inngangur: Dreifing hjúpgerða pneumókokka er breytileg eftir aldri, löndum og tíma. Lítið er vitað um dreifingu eftir sýkingastað, en slík vitneskja getur verið mikilvæg fyrir stefnumótun um bólusetningar. Markmið okkar var að rannsaka dreifingu hjúpgerða eftir sýkingastað og aldri. Efniviður og aðferðir: Pneumókokkar sem ræktuðust úr sjúklingasýnum 2005-2007 voru geymdir ( - 80°C), alls 2031. Hjúpgerðir voru greindar með kekkjunarprófum . Niðurstöður: Algengustu hjúpgerðirnar voru 19F (22%), 6B (13%), 23F (10%) og 14 (8%). Hjúpgerðir 19F og 6B orsökuðu marktækt oftar öndunarfærasýkingar en ífarandi sýkingar og þá fremur sýkingar í efri loftvegum en í neðri loftvegum, einnig í ungum börnum fremur en eldri börnum. Hjúpgerð 19F sýndi oftast minnkað næmi fyrir penisillíni. Hjúpgerð 23F var algengasta hjúpgerð pneumókokka sem ræktaðist úr sýnum frá ífarandi sýkingum, 15%. Hjúpgerð 4 var 14% pneumókokka ræktuðum frá ífarandi sýkingum. Hjúpgerð 14 orsakaði marktækt oftar ífarandi sýkingar en öndunarfærasýkingar og var þriðja algengasta orsök ífarandi sýkinga, 13%. Ályktanir: Algengasta hjúpgerð pneumókokka sem veldur sýkingum á íslandi er 19F. Hún er megin orsök öndunarfærasýkinga og sýkinga í ungum börnum. Hjúpgerð 19F hefur leyst 6B af hólmi hér á landi sem algengasta hjúpgerð pneumókokka með minnkað næmi fyrir penisillíni. Algengasta orsök ífarandi sýkinga á íslandi árin 2005-2007 var hjúpgerð 23F, síðan hjúpgerðir 4 og 14. V-83 Faraldsfræði pneumókokka með minnkað næmi fyrir pensillíni á íslandi 1995-2008 Martha Á. Hjálmarsdóttir1'2-3, Karl G. Kristinsson1'2, Sigurður E. Vilhelmsson1'2 Sýklafræðideild Landspítala1, HÍ2, HR3 martha@landspitali.is Inngangur: Fyrstu pneumókokkarnir með minnkað næmi, I eða R, fyrir penisillíni (PMNP) voru greindir á íslandi 1988. Hröð aukning nýgengis var tengd útbreiðslu fjölónæms klóns af hjúpgerð 6B (Spain6B-2). Markmið okkar var að fylgjast með framþróun PMNP á íslandi 1995-2008. Efniviður og aðferðir: Allir PNSP greindir á tímabilinu úr sýnum frá sjúklingum voru geymdir (-80°C), alls 12.272. Endurteknar ræktanir innan mánaðar voru útilokaðar. Næmispróf voru gerð með skífuprófum og E-strimli. Hjúpgerðargreining var gerð með kekkjunarprófum. Niðurstöður: Frá 1997 til 2002 lækkaði hlutfall PMNP af öllum pneumókokkum sem orsökuðu sýkingar jafnt og þétt. Flestir stofnarnir tilheyrðu Spánsk-íslenska klóninum, sem sást fara úr 84% af PMNP 1997 í 6% 2007. Síðan 2004 hefur hlutfall PMNP aukist hratt og varð 37% af öllum pneumókokkum 2007. Fjölónæmir stofnar af hjúpgerð 19F sem flestir tilheyra sama klóni voru 79% af PMNP 2007. Árið 2008 sýndu 35% allra pneumókokka minnkað næmi fyrir penisillíni. Jafnframt voru 36% ónæmir fyrir erythromýsíni, 33% fyrir tetracyklíni og 41% fyrir trímetóprím-súlfa. Ályktanir: Síðan 1998 hefur algengi hjúpgerðar 6B minnkað og fram til 2003 var stöðug fækkun PMNP. Frá 2004 hafa fjölónæmir stofnar af hjúpgerð 19F breiðst hratt út og orðið algengastir 38 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.