Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 41

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 41
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 60 sérhæfingu þekjuvefsfruma og í þessari rannsókn höfum við hafið könnun á hugsanlegu hlutverki æðaþelsfruma í þroskun og sérhæfingu lungnaþekju. Aðferðir: VA-10 lungnaþekjufrumulínan var ræktuð í Þrívíddar- frumurækt (3-D) með og án æðaþelsfruma. Fylgst var með ræktunum í smásjá og var formbygging nánar skilgreind með ónæmislitunum og confocal smásjármyndum. Til samanburðar var stuðst við sneiðar úr eðlilegum lungnavef sem var nánar skilgreindur með ónæmislitunum. Niðurstöður: Þegar VA-10 frumulínan er ræktuð ein og sér myndar hún kúlu-laga kóloníur án nokkurrar greinóttrar formgerðar. Þegar æðaþelsfrumum var bætt út í ræktina örvuðu þær hins vegar VA-10 frumumar til vaxtar og kom fram greinótt berkju-alveolar lík formgerð eftir 4-6 daga og á 8-15 dögum náði þessi formgerð fullum þroska. Þessar frumur tjáðu þekjuvefsprótín,s.s ýmis cytokeratín. Greinótt formgerð var aðgreind frá grunnhimnunni með samfelldri tjáningu þl og (14 integrína. Frumumar tjáðu einnig lungnapróteínið pro- surfactant C og einnig var áberandi tjáning á FGFR2 viðtakanum á vaxtarbroddum hinna greinóttu strúktúra. Við sjáum einnig áberandi tjáningu á prótíninu Sprouty-2,sem er þekkt lykilprótín í stjórnun á greinóttri formgerð ýmissa líffæra. Ályktanir: VA-10 berkjufrumulínan sýnir hæfileika til sérhæfingar og myndunar á berkju-alveolar líkri formgerð í þrívíðri rækt. Þessi sérhæfing er háð samrækt með æðaþelsfrumum og gefur tilkynna náið samspil þessara fruma í formgerð lungna. Þessar niðurstöður gefa til kynna að VA-10 frumulínan hafi forvera- eða stofnfrumueiginleika og geti nýst til rannsókna á þroskun og sérhæfingu lungnafruma. V-90 Gallblöðrutökur á Landspítala 2006-2007 Kristín María Tómasdóttirw/ Sigurður Blöndal12, Guðjón Birgisson1-, Páll Helgi Möller1-2 ‘Skurðlækningadeild Landspítala, 2læknadeild HÍ pallm@landspitali.is og kmt@hi.is Inngangur: Gallblöðrutökur eru algengar aðgerðir á Islandi. Fyrri rannsóknir sýna góðan árangur. Síðustu upplýsingar um slíkar aðgerðir á Landspítala eru frá árinul998. Markmið: Kanna árangur af gallblöðrutökum á Landspítala árin 2006-2007. Aðferðir: Farið var afturvirkt yfir sjúkraskrár sjúklinga sem fóru í gallblöðmtöku. Skráð var aldur, kyn, aðgerðartími, legudagar, bráð eða valin aðgerð, opin eða gegnum kviðsjá, tíðni breytinga yfir í opna aðgerð, ERCP, röntgenmyndataka af gallvegum í aðgerð og fylgikvillar. Niðurstöður: Framkvæmdar voru 787 gallblöðrutökur. Útilokuð voru 27 tilfelli. Meðalaldur sjúklinga var 51 ár. 70% voru konur. Aðgerðir gegnum kviðsjá voru 751 en 22 þeirra var breytt í opna (3%). 9 aðgerðir voru opnar frá upphafi. Bráðaaðgerðir voru 355 (47%) og val 405 (53%). Meðallegudagarvoru2 (bráða:2,l;val:l,8) en 166 sjúklingar útskrifuðust samdægurs. Meðalaðgerðartími var 65 mín. (bráða:67;val:65). ERCP var framkvæmt hjá 134 sjúklingum (18%), röntgenmyndataka í aðgerð hjá 115 (15%) og 82 fengu kviðarholsdren í aðgerð (11%). Fylgikvilla fengu 72 sjúklingar (9%). 10 alvarlegar sýkingar í kviðarhol (1,3%), 4 margúl í kviðarhol (0,5%), 3 blæðingu (0.5%), 14 eftirlegusteina í gallrás (1,8%), 3 gallleka (1%), 5 alvarlega áverka á gallrás (0,6%), 4 áverka á líffæri í aðgerð (0.5%). 2 sjúklingar létust í kjölfar aðgerðar (0,3%). Ályktun: Gallblöðrutaka er enn örugg aðgerð á Landspítala. Tíðni alvarlegra fylgikvilla er lág og sambærileg við niðurstöður erlendra rannsókna. V-91 Enduraðgerðir vegna blæðinga eftir opnar hjartaskurðaðgerðir á íslandi Njáll Vikar Smárason1, Hannes Sigurjónsson2, Kári Hreinsson3, Þórarinn Amórsson2, Tómas Guðbjartsson1'2 'Læknadeild HI, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala nvsl@hi.is; tomasgud@landspitali.is Inngangur: Árangur hjartaaðgerða á íslandi hefur lítið verið rannsakaður. Tilgangur þessarar afturvirku rannsóknar var að kanna tíðni og árangur enduraðgerða vegna blæðinga á 6 ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Sjúklingar al8 ára sem gengust undir enduraðgerð vegna blæðinga eftir opna hjartaskurðaðgerð á tímabilinu 2000-2005 voru fundnir eftir tveimur aðskildum skrám. Úr sjúkraskrám voru m.a. skráð lyf sjúklings fyrir aðgerð, blóðgjafir, fylgikvillar og legutími. Niðurstöður: Alls voru gerðar 103 enduraðgerðir (meðal- aldur 67,9 ár, 75 karlar) sem er 8% hjartaaðgerða á tímabilinu. Þriðjungur sjúklinganna var á acetýlsalicýlsýru og 8 á klópídógreli síðustu 5 dagana fyrir aðgerð. Meðalblæðing í upphafi enduraðgerðar var 1523 ml (bil 300-4780ml) og á fyrsta sólarhring 3942 ml (bil 690-10740ml). Helmingur sjúklinganna var tekinn í enduraðgerð innan tveggja klst. og 97% innan sólarhrings frá upprunalegri aðgerð. Samtals voru gefnar 16,5 ein af rauðkornaþykkni, 15,6 ein af plasma og 2,3 sett af blóðflögum. Helstu fylgikvillar eftir aðgerð voru hjartsláttaróregla, fleiðruvökvi sem þurfti að tæma út, hjartadrep og sýking í bringubeinsskurði. Miðgildi legutíma var 14 dagar (bil 6-85 dagar), þar af 2 dagar (bil 1-38 dagar) á gjörgæslu. Alls létust 16 sjúklingar (15,5%) s30 daga frá aðgerð en 79,6% sjúklinganna voru á lífi ári eftir aðgerð. Ályktun: Tíðni enduraðgerða vegna blæðinga (8%) er í hærra lagi hér á landi, án þess að skýringin á því sé þekkt. Um er að ræða hættulegan fylgikvilla sem lengir legutíma og getur dregið sjúklinga til dauða. Kostnaður er einnig verulega aukinn vegna blóðgjafa. Því er mikilvægt að leita lausna til að draga úr blæðingum og um leið fækka enduraðgerðum. V-92 Bráður nýrnaskaði eftir kransæðahjáveituaðgerðir á íslandi Sólveig Helgadóttir1, Ólafur S. Indriðason2, Gísli Sigðurðssonu, Hannes Sigurjónsson4, Þórarinn Arnórsson4, Tómas Guðbjartsson14 'Læknadeild HÍ, 2nýrnadeild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild, 4hjarta- og lungnaskurðdeild, Landspítala tomasgud@landspitali.is LÆKNAblaðið 2009/95 41

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.