Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 43
VISINDI A VORDOGUM
FYLGIRIT 60
reyndust fátíðir og allir sjúklingamir á lífi 5 árum frá aðgerð.
Vandamál eftir þessar aðgerðir er viðvarandi loftleki sem lengir
legutíma vemlega.
V-95 Árangur lungnasmækkunaraðgerða við
lungnaþembu á íslandi 1996-2008
Sverrir I. Gunnarsson''l, Kristinn B. Jóhannsson’, Marta Guðjónsdóttir2'4,
Hans J. Beck2, Björn Magnússon3, Tómas Guðbjartsson1'4
'Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala,2hjarta- og lungnarannsókn
Reykjalundi, 3Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað,4 læknadeild HI
tomasgud@landspilali.is
Inngangur: Lungnasmækkunaraðgerð (lung-volume reduction
surgery) getur bætt líðan og lífshorfur sjúklinga með alvarlega
lungnaþembu. Þar sem fylgikvillar eru tíðir hafa þessar aðgerðir
þó verið umdeildar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að
kanna árangur þessara aðgerða hér á landi.
Efniviður og aðferðir: Framsæ rannsókn á 16 sjúklingum
(meðalaldur 59 ár, 10 karlar) með alvarlega lungnaþembu sem
gengust undir lungnasmækkunaraðgerð á Landspítala frá 1996
til 2008. I gegnum bringubeinsskurð var -20% af efri hluta
beggja lungna fjarlægður með heftibyssu. Skráð vom afdrif
sjúklinga, fylgikvillar, legutími og öndunarmælingar fyrir og
eftir aðgerð. Meðaleftirfylgd var 8 ár.
Niðurstöður: Aðgerðartími var 86 mín. (bil 55-135) og miðgildi
legutíma 26 dagar (bil 9-85). Allir sjúklingarnir lifðu af
aðgerðina. Viðvarandi loftleki (n=7) var algengasti fylgikvillinn
en 4 þurftu í enduraðgerð, 3 vegna bringubeinsloss og hinir
vegna blæðingar, gallblöðmbólgu og rofs á smágimi. Einn
sjúkling þurfti að endurlífga í enduraðgerð. FEV, fyrir aðgerð
mældist 0,97 L (33% af áætluðu), TLC 7,8 L (132% af áætluðu),
RV 4,5 L (205% af áætluðu) og þrek á áreynsluprófi 69 W. Einum
mánuði frá aðgerð hafði FEV, aukist um 34% í 1,3 L (p=0.004)
en breyting á öðrum gildum var ekki marktæk, m.a. á RV sem
lækkaði um 18% í 3,7 L og þol sem aðeins jókst um 3%. í dag
(febrúar 2009), em 10 af 16 sjúklingum á lífi og hrá meðallifun 96
mánuðir (bil 9-151).
Ályktun: FEV^ jókst marktækt eftir aðgerð og allir sjúklingarnir
lifðu af aðgerðina. Hins vegar var tíðni alvarlegra fylgikvilla
há og legutími langur. Þar sem um lítinn sjúklingahóp er að
ræða og viðmiðunarhópur er ekki til staðar verður að túlka
niðurstöður varlega.
V-96 Offita og snemmkomnir fylgikvillar kransæða-
hjáveituaðgerða
Sæmundur J. Oddsson1, Hannes Sigurjónsson', Sólveig Helgadóttir2,
Þórarinn Amórsson', Tómas Guðbjartsson1-2
'Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2læknadeild HÍ
sacmiodds@hotmail.com
Inngangur: Offita hefur verið tengd hærri tíðni fylgikvilla eftir
skurðaðgerðir, þar með taldar opnar hjartaaðgerðir. Nýlegar
rannsóknir benda þó til þess að tengsl offitu og tíðni fylgikvilla
sé flóknara en áður var talið, t.d. eru til rannsóknir sem hafa
sýnt lægri tíðni fylgikvilla í þessum hópi sjúklinga (obesity
paradox). Tilgangur þessara rannsóknar var kanna tengsl offitu
við árangur kransæðahjáveituaðgerða á íslandi.
Efni og aðferðir: Aftursýn rannsókn sem náði til allra sjúklinga
sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð (CABG/OPCAB)
frá júní 2002 til febrúar 2005, samtals 279 sjúklinga. Sjúklingum
var skipt í offitu- (BMI > 30 kg/m2) (28%), og viðmiðunarhóp
(BMI s30 kg/m2) (72%). Áhættuþættir og fylgikvillar voru
bornir saman.
Niðurstöður: Hópamir voru áþekkir með tilliti til helstu
áhættuþátta eins og sykursýki, háþrýstings og blóðfituhækkunar,
en einnig tegund aðgerðar. EuroSCORE var marktækt lægra
í offituhópnum og aðgerðartími þeirra 22 mín. lengri. Enginn
marktækur munur reyndist á tíðni fylgikvilla í hópunum
tveimur né á dánartíðni.
Ályktun: Tíðni fylgikvilla og dánartíðni eftir kransæðahjá-
veituaðgerð er ekki marktækt aukin hjá offitusjúklingum
en aðgerðirnar taka lengri tíma. Þar sem EuroSCORE offitu-
sjúklinganna var lægra er ekki hægt að útiloka að valskekkja sé
til staðar og því er fyrirhuguð frekari tölfræðileg úrvinnsla, m.a.
aðþáttagreining.
V-97 Háfjallaveiki, S100B og súrefnismettun í þunnu lofti á
Monte Rosa
Tómas Guðbjartsson1'5, Engilbert Sigurðsson2-5, Magnús Gottfreðsson3-5,
Orri Einarsson4, Per Ederoth6, Invar Syk8, Henrik Jönsson7
'Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2geðdeild, 3smitsjúkdómadeild Landspítala,
4röntgendeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 5læknadeild
Hl, ‘svæfinga- og gjörgæsludeild, Tijarta- og lungnaskurðdeild
háskólasjúkrahússins í Lundi, Svfþjóð, 8skurðdeild háskólasjúkrahússins
í Malmö, Svíþjóð
tomasgud@landspitali.is
Inngangur: Þegar komið er yfir 2500 m hæð getur háfjallaveiki og
háfjallaheilabjúgur gert vart við sig. Orsökin er súrefnisskortur
en margt er á huldu um meingerðina. S100B er ensím í heila
og taugavef sem hækkar í blóði vegna leka í háræðum heila,
t.d. við heilaáverka og blóðþurrð. í þessari framsýnu rannsókn
könnuðum við hvort S100B hækki í blóði við lækkun á súrefnis-
mettun.
Efniviður og aðferðir: Sjö heilsuhraustir læknar klifu á þremur
dögum tind Monte Rosa í Ölpunum. Á upp- og niðurleið
voru gerðar samtals 5 prófanir í mismunandi hæð (1155 m,
2864 m, 3647 m og 4554 m), m.a. tekin SlOOB-blóðsýni, fram-
kvæmd taugasálfræðipróf og einkertni háfjallaveiki metin með
Lake Louise kvarðanum.
Niðurstöður: Loftþrýstingur lækkaði jafnt og þétt og varð
lægstur 586 millibör á tindinum Súrefnismettun lækkaði um
6,3-12,4% (p<0,05). S100B hækkaði um 42-122% frá grunngildi,
mest fyrstu tvo dagana (42% og 47% hækkun) en síðan dró úr
hækkuninni (33%). Lake Louise meðalgildi hækkuðu úr 0,57
í 2,57 (p<0,05). Almennt urðu ekki marktækar breytingar á
frammistöðu í taugasálfræðiprófum, enda þótt tilhneigingar
gætti til minni getu í viðbrögðum/kóðun (processing speed),
sveigjanleika í hugsun (cognitive flexibility) og stýrigetu
(executive function).
LÆKNAblaðið 2009/95 43