Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 31

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 31
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 60 einum þverlömuðum einstaklingi í fimm mánuði. Armarsvegar er leitað að rafskautavali fyrir ákveðnar fingrahreyfingar og hins- vegar eru þjálfunarmarkmið fyrir ákveðna vöðva og hreyfingar skilgreind. Niðurstöður: Búið er að kortleggja hvaða hreyfingar eru mögu- legar í núverandi ástandi vöðva og liða. Niðurstöðumar sýna að þótt hreyfingar séu mögulegar þá em þær mjög kraftlitlar og þarfnast vöðvaþjálfunar til að verða gagnlegar í daglegu lífi. Gerð hefur verið hulsa sem verið er að setja rafskaut í og er staðsetning þeirra valin skv. niðurstöðum kortlagningar. Þjálfun er byrjuð og eru fyrstu vöðvarnir farnir að vera með töluvert meira úthald en þeir voru með í upphafi. Alyktun: Fýsilegt er að þjálfa fingrahreyfingar með rafskauta- fylkjum frekar en einstökum rafskautum vegna aukinna afkasta við þjálfunina og aukinna möguleika á að ná fram hreyfingum. V-62 Raförvun aftaugaðra vöðva: Breyting á beinauppbyggingu og fylgni við vöðvakraft Paolo Gargiulo1 2, Brynjar Vatnsdal Pálsson1, Þórður Helgason12 'Rannsóknar- og þróunarstofu HUTS, Landspítala, 2HR paologar@landspitali.is Inngangur og markmið: Þrívíddar líkanagerð er notuð til að greina þéttnibreytingar í lærlegg og hnéskel eftir raförvunarmeðferð á fjórhöfða vöðva læris. Markmiðið er að rannsaka bein og óbein áhrif á beinvef. Aðferðir: Spíral tölvusneiðmyndir í mikilli upplausn eru teknar af þverlömuðum sjúklingum með ónýta neðri hreyfitaug. Beinvefurinn er einangraður úr þessum myndum, þ.e. upplýsingar um lögun, rúmmál og þéttni. Þrír sjúklingar voru skoðaðir á mismunandi tímum yfir fjögurra ára meðferðartímabil. Beinþéttni er mæld á mismunandi stöðum í lærlegg til að meta hugsanleg bein áhrif frá rafstraum. Óbein áhrif eru metin með því að mæla beinþéttni hnéskeljar. Aukning í þéttni hennar er ekki hægt að rekja til rafstraums. Heldur er það samdráttarkraftur frá fjórhöfða læris. Niðurstöður: Niðurstöður sýna að FES meðferð orsakar vöðvavöxt, endurbyggingu vefja einnig beina. Þótt vísbendingarnar séu ekki tölfræðilega marktækar má sjá þéttnibreytingar í lærlegg sem hliðarverkun meðferðarinnar. Markverðustu niðurstöðumar má sjá í hnéskelinni þar sem hægt er mjög á tapi steinefna í samanburði við hnéskeljar þar sem engin meðferð er. Ályktun: Raförvunarmeðferð lærvöðva hefur jákvæð áhrif á beinþéttni og bendir til fylgni milli samdráttarkrafta vöðvans og aukningu í beinþéttni. V-63 Þéttleikadreifing vefs aftaugaðs og rýrnaðs rectus femoris vöðva í raförvunarmeðferð Þórður Helgason1 3, Paolo Gargiulo1 3, Brynjar Vatnsdal1, Stefán Yngvason2, Vilborg Guðmundsdóttir2, Sigrún Knútsdóttir2, Páll Ingvarsson2 'Rannsóknar- og þróunarstofu HUTS, Landspítala, 2endurhæfingardeildin að Grensási, ’HR thordur@landspitali.is Inngangur: Vöðvar í mænusköðuðum einstaklingum með ónýta neðri hreyfitaug rýrna. Þetta stafar af því að vöðvarnir eru aldrei spenntir. I evrópska RISE verkefninu var þróuð ný meðferð til að meðhöndla aftaugaða vöðva. Þar sem ekki er fyrir hendi nein hreyfitaug verður að raförva hvern vöðvaþráð fyrir sig. í meðferðinni eru tvö stór rafskaut sett á vöðva framan á læri. Þeir eru raförvaðir einu sinni á dag fimm til sex daga vikunnar u.þ.b. 30 til 60 mínútur í hvert sinn. Markmið: Markmið verkefnisins er að skoða hvort vöxtur vöðvaþráða aftaugaðs rectus femoris vöðva í raförvunarmeðferð sé misjafn eftir staðsetningu þráðanna í vöðvanum og háður afstöðu þeirra til rafskauta. Þeir liggja ekki allir undir rafskautin og ekki allir undir mótin milli rafskauta þar sem rafstraumsstyrkur er hæstur. Tilgátan er að raförvunin nái betur til vöðvaþráða með staðsetningu næst rafskautum og næst mótum milli rafskauta. Aðferðir: Þrír þverlamaðir einstaklingar hafa tekið þátt í RISE meðferðinni á Islandi síðan 2003. Meðferðarheldni þeirra hefur verið misjöfn eftir einstaklingum og tímabilum. Þeir hafa allir verið skoðaðir með spíral tölvusneiðmynd (STS) þrisvar á ári. Því hefur verið hægt að fylgjast með breytingum á stærð og lögun vöðva lærisins. Rectus femoris vöðvinn er einangraður frá öðrum vef og þéttni hans skoðuð sem fall af staðsetningu í lengdarátt vöðvans. Þéttnin er borin saman við eðlilegan vöðva. Niðurstöður: Niðurstöður sýna að þéttnin er mest þar við mót rafskauta og næst eðlilegri þéttni. Bæði ofan við og neðan við þennan stað er þéttnin minni og fjær eðlilegri þéttni. Þetta á við um alla þrjá einstaklinganna. Þó má sjá mun eftir meðferðarheldni þ.a. einkennin koma mest fram hjá meðferðarheldnasta einstaklingnum. Ályktun: Niðurstöðurnar benda til að rectus femoris vöðvinn vaxi mest þar sem straumstyrkur er mestur og þar sem raförvunin nær oftast til hans. Taka verður tillit til þessarar staðreyndar við hönnun rafskauta til meðferðar á aftauguðum vöðvum. V-64 Aukin cystatin C framleiðsla HeLa frumna við dexametasón örvun verður vegna bindingar afritunarþáttarins Sp1 á stýrilsvæði cystatin C gens Elizabeth Cook, Isleifur Ólafsson Klínískri lífefnafræðideild Landspítala ecook@landspitali.is Inngangur: Próteinið cystatin C er framleitt af öllum frumum líkamans. Það er öflugur hemill á virkni cysteine próteinasa, LÆKNAblaðið 2009/95 31

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.