Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 22

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 22
V í S 1 N D 1 Á VORDÖGUM F Y L G 1 R 1 T 6 0 í <0,5 (*10E9/L) á næstu tveimur sólarhringum. Rannsóknar- hópurinn samanstóð af öllum sjúklingum sem lögðust inn á blóðlækningadeild 2007 og höfðu hvítkomafæð og hita. Niðurstöður: 81 tilvik hjá 52 sjúklingum uppfyllti skilyrði rannsóknarinnar. 56% sjúklinga vom með einkenni um slímhúðabólgu, 64% voru með miðbláæðalegg og 12% með lyfjabrunn. Tæplega helmingur sjúklinganna fékk sýkingu inni á spítala eða 46%. Sýkingarvaldur fannst hjá 51% sjúklinga, en að auki höfðu 12% klínísk einkenni um staðbundna sýkingu. Var því hægt að staðfesta sýkingu hjá 63% sjúklinga. Alyktun: I rannsókninni kom í ljós að sýking var staðfest hjá meiri en helmingi sjúklinganna sem er óvenju hátt hlutfall. Nú hafa verið innleiddar klínískar leiðbeiningar á Landspítala um hita og kyrningafæð. Rannsóknaraðilar ætla að nota rannsókn þessa til að meta hvort klínísku leiðbeiningarnar komi að tilætluðum notum og bæti árangur og lifun þessa sjúklingahóps. V-38 Greiningargildi nálarsýnatöku í berkjuspeglun við staðfestingu og stigun lungnakrabbameins á íslandi Þorgerður Guðmundsdóttir', Steinn Jónssonu, Jóhannes Bjömsson2-3, Ingibjörg Guðmundsdóttir1 Hrönn Harðardóttir’-2 Lyflækningasviði I, Landspítala’, læknadeild HÍ2, Rrannsóknastofu í meinafræði Landspítala3, Frumurannsóknarstofunni ehf4 lhorggud@landspitali.is Inngangur og markmið: Nálarsýnataka í gegnum berkju eða TBNA (transbronchial needle aspiration) er einföld og örugg aðferð til að ná frumu- og/eða vefjasýni úr stækkuðum miðmætiseitlum nálægt stærri lofvegum. Aðalmarkmið þessarar rannsóknar er að skoða greiningargildi TBNA við uppvinnslu lungnakrabbameins á íslandi og hvort sjúklingar sem undirgengust TBNA rannsókn hefðu komist hjá miðmætisspeglun. Aðferðir: Rannsóknin er aftursýn þar sem gögn sjúklinga sem undirgengust TBNA frá janúar 2007 til apríl 2008 voru skoðuð. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám og berkjuspeglunarsvörum. Tilskilin leyfi voru fengin frá Persónu- og Vísindasiðanefnd. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu voru framkvæmdar 41 TBNA rannsókn við berkjuspeglanir hjá 35 einstaklingum. Karlmenn voru í meirihluta (57%) og stærsti hluti hópsins var reykingafólk (núverandi eða fyrrverandi) en aðeins fimm (14%) höfðu aldrei reykt. Lungnakrabbamein greindist hjá 23 einstaklingum og TBNA gaf greiningu eða stigun í 52% tilvika með frumurannsókn. Vefjasýni fékkst í þriðjungi TBNA rannsókna og 38% þeirra gáfu greiningu. í heild gaf TBNA greiningu í 56% tilfella. Fjórir einstaklingar (17%) undirgengust miðmætisspeglun en niðurstöður TBNA komu í veg fyrir nauðsyn miðmætisspeglunar í 15 tilvikum (65%). Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að greiningar- gildi TBNA hjá einstaklingum með lungnakrabbamein er 56%. TBNA er öruggt og fremur lítið inngrip sem ætti að fram- kvæma við hefðbundna berkjuspeglun hjá sjúklingum með stækkaða miðmætiseitla og þar sem grunur er um lungna- krabbamein. V-39 Fækkun tilvika af óstöðugum kransæðasjúkdómi eftir reykingabann á opinberum stöðum á íslandi Þórarinn Guðnason1-2 Þorsteinn Viðar Viktorsson’, Karl Andersen1-2 1 Hjartadeild Landspítala, 2HÍ thorgudn@landspital i. is Inngangur og markmið: Óbeinar reykingar hafa slæm áhrif á heilsufar, m.a. á tíðni hjartaáfalla. Áhrif þeirra á óstöðugan kransæðasjúkdóm eru minna þekkt. Við könnuðum hvort fækkun tilvika af óstöðugum kransæðasjúkdómi myndi sjást eftir gildistöku reykingabanns á opinberum stöðum á íslandi. Aðferðir: Við söfnuðum gögnum framsýnt fyrir alla sjúklinga sem komu til kransæðaþræðingar vegna óstöðugs kransæðasjúkdóms síðustu 5 mánuðina fyrir og fyrstu 5 mánuðina eftir reykingabannið. Reykingamenn voru útilokaðir. Óstöðugur kransæðasjúkdómur var skilgreindur sem klínísk einkenni um sjúkdóminn ásamt a.m.k. einu af eftirfarandi: 1. hækkuð hjartaensím, 2. blóðþurrðarbreyting á hjartalínuriti eða 3. jákvætt áreynslupróf í hinu bráða sjúkdómsferli. Niðurstöður: Hópamir fyrir og eftir bann vom sambærilegir. Konur voru 24% fyrir bann en 28% eftir, háþrýsting höfðu 54% fyrir en 65% eftir bann, fyrrum reykingamenn voru 65% fyrir og 67% eftir bann, 57% tóku blóðfitulyf í báðum hópum og 16% höfðu sykursýki (p = ns í öllum tilvikum). Alls uppfylltu 378 inntökuskilmerkin, 281 karl en 97 konur (p<0,01). Meðal karla sást 21% lækkun á óstöðugum kransæðasjúkdómi á fyrstu 5 mánuðunum eftir bannið (n = 124) borið saman við síðustu 5 mánuðina fyrir bann (n = 157). Fækkun sást í öllum aldurshópum karla. í heildar hópnum sást tilhneiging til 17% fækkunar tilfella (p=0,08). Engin áhrif sáust meðal kvenna (0,5%, p = ns). Ályktun: Fækkun tilvika af óstöðugum kransæðasjúkdómi sást eftir reykingabannið meðal karla, en ekki kvenna. Frekari rannsóknir þarf á kynjamun og hugsanlegri árstíðasveiflu. Niðurstöðurnar samrýmast erlendum rannsóknum á krans- æðastíflu. V-40 Gæði meðferðar við hjartaáfall á íslandi og í Svíþjóð Þórarinn Guðnason’, Hallveig Broddadóttir’, Fríða Björk Skúladóttir’, Hulda Halldórsdóttir’, Gestur Þorgeirsson’, Karl Andersen’, Ulf Stenestrand2. ’Hjartadeild Landspítala, 2Linköpings Universitetssjukhus Svíþjóð thorgudn@landspitali.is Inngangur: Ymis sérhæfð meðferð hjartasjúkdóma hérlendis fer einungis fram á Landspítala og er því mikilvægt að geta borið meðferðina saman við erlenda spítala. Markmið og aðferðir: Við skráðum framsýnt upplýsingar um hjartaáföll á Landspítala og á öllum spítölum í Svíþjóð í RIKS- HIA gæðaskrána í tvo mánuði og bárum saman. Niðurstöður: Konur voru 35% sjúklinga á íslandi en 37% í Svíþjóð. Miðgildi aldurs var 61 ár á Islandi og 72 ár í Svíþjóð. Tíðni kransæðastíflu á 100 þúsund íbúa á ári var 118 á íslandi en 141 í Svíþjóð (p<0,001). Við innlögn höfðu 46% sjúklinga háþrýsting á íslandi en 51% Svía (p<0,05). Sykursýki var 11% á fslandi en 24% meðal Svía (p<0,001). Reykingamenn voru 42% 22 LÆKNAblaöið 2009/95

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.