Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 20

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 20
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 60 V-32 Aukin lífsgæöi og færri sjúkrahúsinnlagnir: Árangur stuðningsmeðferðar fyrir fólk með langvinna lungnateppu og fjölskyldur þeirra Þorbjörg Sóley Ingadóttir, Helga Jónsdóttir Landspítali og hjúkrunarfræðideild HI torbjsol@landspitali.is Inngangur: Hjúkrunarþjónusta sem leggur áherslu á langvinnt eðli langvinnrar lungnateppu hefur aukist að undanförnu. Meginmarkmið þjónustunnar eru að hægja á versnun sjúk- dómseinkenna, viðhalda og auka lífsgæði og halda kostnaði í skefjum með árangursríkri nýtingu á þjónustuúrræðum. Efniviður og aðferðir: Meginrannsóknarspurning í þess- ari framvirku rannsókn var: Hver er árangur 6 mánaða yfir- gripsmikillar stuðningsmeðferðar fyrir fólk með LLT og fjöl- skyldur þeirra á lífsgæði og tíðni og lengd sjúkrahúsinnlagna? Lokið var gagnasöfnun fyrir 41 einstakling; 11 karla og 39 konur (N=50). Þátttakendur voru ekki útskrifaðir úr þjónustunni eftir 6 mánuði en tóku hlé eftir þörfum. Meirihlutinn (n=36) hafði langt genginn sjúkdóm (GOLD stig III og IV). Meðalaldur var 66 ár. Niðurstöður: Sjúkdómatengd lífsgæði mæld með St. George's Respiratory Questionnaire bötnuðu marktækt fyrir og eftir 6 mánaða tímabil: Heildarstig 58 vs. 49 (p=0.00004), Einkenni 60 vs. 39 (p=0.000003), Virkni 83 vs. 79 (p=0.04) og Áhrif sjúkdóms 44 vs. 35 (p=0.0007). Almenn lífsgæði, mæld með EQ-5D, breytt- ust ekki. Marktækt dró úr fjölda innlagna á sjúkrahús (p=1.606 x 10'7) og heildarfjölda legudaga (p=9.547 x 10'6), hvoru tveggja nálægt 80%, þegar borin voru saman tímabilin 6 mánuðir fyrir upphaf stuðningsmeðferðar og 6-12 mánuðir frá upphafi henn- ar. Fjölþátta aðhvarfsgreining leiddi ekki í ljós afgerandi þætti sem skýrt gætu niðurstöðumar. Sá þáttur sem næst komst því að vera marktækur var „Áhrif sjúkdóms". Ályktanir: Ólíkt flestum fyrri rannsóknum sýna niðurstöðurnar verulegar jákvæðar breytingar á sjúkdómatengdum lífsgæðum og fjölda innlagna og daga á sjúkrahúsi. Helstu skýringa er að leita í umfangi stuðningsmeðferðarinnar og greiðu aðgengi að henni. V-33 Áhrif IgA-skorts á munnheilsu; samanburður við almennt þýði Guðmundur H. Jörgensen1-2 Sigurjón Arnlaugsson3 Ásgeir Theodórs u Björn Rúnar Lúðvíksson1-2 'Læknadeild HI, 2ónæmisfræðideild Landspítala, 3tannlæknadeild HÍ, dyflækningasviði Landspítala gudmhj@landspitali.is Inngangur: Mótefnaflokkur A (IgA) er mikilvægur í vömum slímhúða líkamans. Sértækur skortur á IgA er algengur ónæmisgalli (1:600) en afleiðingar á munnheilsu eru lítt þekktar. Markmið rannsóknar: Að athuga tannheilsu, tannslíðursbólgu og tíðni munnholssýkinga á meðal einstaklinga með IgA-skort samanborið við almennt þýði. Aðferðir: 32 fullorðnir einstaklingar með IgA-skort voru bornir saman við 63 einstaklinga, handahófskennt valda úr þjóðskrá að teknu tilliti til aldurs og kyns. Þátttakendur svöruðu spurningalista um heilsufar þ.m.t. munnheilsu og undirgengust skoðun á munnholi, tönnum og tannslíðri, á kerfisbundinn hátt. Blásturspróf til greiningar á virkri H. pylori sýkingu voru framkvæmd. Niðurstöður: Einstaklingar með IgA-skort höfðu marktækt oftar farið í hálskirtlatöku (44% á móti 24%) og nefkirtlatöku (31% á móti 8%) samanborið við viðmiðunarhóp og marktækt oftar fengið hálsbólgur, munnbólgur og herpes sýkingar í varir. Við kerfisbundna skoðun á ástandi tanna og tannslíðri fannst enginn marktækur munur á einstaklingum með IgA-skort og viðmiðunarhópi (meðal tannskor (DMFS) 51.3 á móti 54.4 / meðal tannslíðurs-bólguskor (PSR) 1.87 á móti 1.891. Marktæk tengsl fundust á milli H. pylori sýkingar í magaslímhúð og alvarleika tannslíðursbólgu, óháð aldri (CC 0,188 p=0,036). Ályktun: Einstaklingum með IgA-skort er hætt við sýkingum í munnholi en skorturinn hefur ekki áhrif á tannheilsu eða heilbrigði tannslíðurs. Mikilvægt er að kanna frekar tengsl H. pylori sýkinga við tannslíðursbólgu. V-34 LRP5 genið og beinþynning: algengar breytingar í geninu hafa lítil en marktæk áhrif á beinþéttni en sjaldgæfari stökkbreytingar hafa veruleg áhrif í nokkrum íslenskum fjölskyldum með beinþynningu Gunnar Sigurðsson'-2, Unnur Styrkársdóttir3, Bjami V. Halldórsson34, Kári Stefánsson3 'Landspítala, 2HÍ, 3íslenskri erfðagreiningu, 'HR gunnars@landspitali.is Inngangur: Rannsóknir okkar og annarra hafa fundið algenga breytileika í fjölmörgum genum sem tengjast beinþéttni í almennu þýði en skýra þó aðeins lítinn hluta af því sem tengt hefur verið erfðum í heild sinni. Nýlega sýndum við fram á óbeint að innan hverrar fjölskyldu með beinþynningu kynnu að vera einn eða fleiri genabreytileiki sem skýrðu stóran hluta erfðartna í þessum fjölskyldum. Sjaldgæfar stökkbreytingar í LRP5-geni (low-density lipo-protein receptor related protein 5) valda beinasjúkdómum ýmist samfara beinþynningu (OPGG) eða mjög hárri beinþéttni. Við höfum því rannsakað LRP5 genið frekar í 184 einstaklingum sem höfðu komið í beinþéttnimælingu á Landspítala og jafnframt gefið blóð til DNA rannsókna. Aðferðir og niðurstöður: Raðgreining á LRP5 geninu var gerð á öllum útröðum. Alls fundust 58 SNPs. Einstaklingar með eina samsætu af þremur áður óþekktum SNPs höfðu lága beinþéttni í lendhrygg eða mjöðm. Fjölskyldur þessara einstaklinga voru athugaðar með tilliti til erfðatengdra áhrifa á beinþéttni. Tvö þessara SNPs tengdust lágri beinþéttni. Meðalbeinþéttni í mjöðm var 1,9 og í lendhrygg 1,5 staðalfrávik neðan meðaltals í fjórum arfberum í annarri fjölskyldunni. Svipaðar niðurstöður fengust í hinni fjölskyldunni. Ályktun: Algengir breytileikar í LRP5 geninu tengjast litlum breytingum á beinþéttni meðal margra rannsakaðra þjóða. Með ítarlegri raðgreiningu á LRP5 geninu og fjölskyldurannsóknum höfum við fundið sjaldgæfa breytileika samfara verulega lágri beinþéttni í fjölskyldumeðlimum af báðum kynjum. Þetta 20 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.