Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 19
VISINDI A VORDOGUM
FYLGIRIT 60
þessa sjúklinga. Oft eru sjúklingar með kæfisvefn í yfirþyngd og
glíma við aðra króníska sjúkdóma. Meginmarkmið við meðferð
við kæfisvefni er að draga úr einkennum og þeirri vanhæfni sem
rekja má til sjúkdómsins.
Aðferðir: Markmiðið var að staðla mælingar sem tengjast
lífsgæðum hjá stórum hópi sjúklinga með kæfisvefn og bera
saman við slembiúrtak íslendinga á höfuðborgarsvæðinu.
Þátttakendur voru 395 sjúklingar sem nýgreindir voru með
kæfisvefn. í viðmiðunarhópnum voru 938 einstaklingar.
Spumingalisti (Short-form 12= SF-12) var lagður fyrir sjúklinga
áður en CPAP meðferð þeirra hófst. Þetta er hluti af stærri
rannsókn þar sem kannaðir eru erfðaþættir kæfisvefnssjúklinga.
Lífsgæði sem metin em út frá líkamlegum og andlegum þáttum
eru stiguð eru frá 0-100 þar sem 0 er lægst og 100 táknar mestu
lífsgæði.
Niðurstöður: Niðurstöðumar sýna að bæði líkamleg og
andleg einkenni em meiri hjá kæfisvefnssjúklingum en hjá
viðmiðunarhópnum. Kæfisvefnssjúklingar hafa meiri líkamleg
einkenni en andleg. Þó er athyglisverður munur á sjúklingum
með kæfisvefn og BMI milli 25-30 kg/m2 hvað þeir hafa meiri
andleg einkenni en sjúklingar með kæfisvefn sem em með BMI
undir 25 kg/m2 eða hærra en 30kg/ m2.
V-30 Áhrif kæfisvefns og offitu á styrk bólguboðefna í
blóði: íslenska kæfisvefnsrannsóknin
Ema S. Amardóttir'2 3, Allan I. Pack3, Miroslaw Mackiewicz3, Greg
Maislin3, Murtuza Ahmed3, Richard J. Schwab3, Bryndís Benediktsdóttir1-
2, Hildur Einarsdóttir4, Sigurður Júlíusson5, Þórarinn Gíslason1'2
'Lungnadeild, Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Center for Sleep and
Respiratory Neurobiology, University of Pennsylvania School of
Medicine, Philadelphia, 4röntgendeild, 5háls-, nef- og eymadeild
Landspítala
ernasif@landspitali.is
Inngangur: Offita er mikilvægur áhættuþáttur fyrir kæfisvefn
og offita og kæfisvefn deila mörgum sameindaferlum líkt og
súrefnisálagi og bólgu.
Markmið: Að skoða sjálfstæð áhrif kæfisvefns og mismunandi
matsaðferðir offitu á styrk interleukin-6 (IL-6) í blóði
ómeðhöndlaðra kæfisvefnssjúklinga.
Aðferðir: Ómeðhöndlaðir kæfisvefnssjúldingar á biðlista eftir
meðferð fóru í segulómun af kviði til að mæla iðrafitu og fitu
undir húð. Mælingar vom einnig gerðar á líkamsþyngdarstuðli
(BMI), ummáli mittis og mjaðma og styrk á IL-6 í blóði hjá
fastandi þátttakendum að morgni.
Niðurstöður: Alls tóku þátt 532 ómeðhöndlaðir kæfisvefns-
sjúklingar, meðalaldur (±staðalfrávik) var 54.2±10.6 og BMI
33.0±5.6 kg/m2. Meðalfjöldi öndunarhléa var 42.9±20.6 /klst.
Meðalstyrkur IL-6 var 2.07±1.85 pg/ml. Fylgni milli log IL-
6 styrks og mismunandi mælikvarða á offitu var hæst fyrir
BMI og ummál mittis (r=0.39 og r=0.36, p<0.0001). Fylgni
við heildarmagn iðrafitu og fitu undir húð var lægri (r=0.26
og r=0.20, p<0.0001) og lægst fyrir mittis-/mjaðmahlutfall.
Fjölþátta línuleg aðhvarfsgreining sýndi að BMI útskýrði
8.9% af breytileika í IL-6 styrk óháð fjölda súrefnisfalla/klst.
Fjöldi súrefnisfalla/klst útskýrði 1.2% af breytileika óháð
BMI. Niðurstöður fyrir mittismál vom svipaðar en aðrir
offitumælikvarðar útskýrðu minna af breytileika í IL-6 styrk.
Fjöldi súrefnisfalla/klst hafði sjálfstætt spágildi í öllum
módelum óháð offitumælikvarða. Auk þess tengdust aldur og
saga um kransæðasjúkdóm IL-6 styrk í blóði.
Ályktun: Meðal mismunandi offitumælikvarða, hafa BMI og
mittismál besta spágildið fyrir IL-6 styrk í blóði. Alvarleiki
kæfisvefns hefur sjálfstæð áhrif á IL-6 styrk, óháð offitu.
V-31 Azithromycin ver lungnaþekju gegn P. aeruginosa
óháð sýkladrepandi verkun lyfsins
Skarphéðinn Halldórsson1, Þórarinn Guðjónsson24, Magnús
Gottfreðsson2'5, Pradeep K. Singh6, Guðmundur H. Guðmundsson1 Ólafur
Baldursson3'4-5
HÍ; 'Líffræðistofnun, 2læknadeild, 3lyfjafræðideild, 4lífvísindasetur
Læknagarðs, 5lyflækningasvið Landspxtala, 6University of Washington,
Div. of Pulmonary Medicine and Microbiology, Seattle, USA
olafbald@landspitali.is
Inngangur: Þéttitengsli milli fmmna í lungnaþekju tryggja
eðlilega starfsemi þekjunnar, skiptingu hennar í efra og
neðra borð (skautun) og stjóma flutningi efna og jóna
gegnum millifmmubilið (e. paracellular space). Sjúklingar með
langvinna lungnateppu (LLT, COPD) eða slímseigjusjúkdóm (ss.
eða e. cystic fibrosis) glíma oft við loftvegasýkingar af völdum
Pseudomonas aeruginosa, sem framleiðir marga árásarþætti (e.
vimlence factors), til dæmis rhamnolípíða. Makrólíð sýklayfið
azithromycin (azm) bætir lungnastarfsemi sjúklinga með ss. án
þess hafa marktæk áhrif á bakteríuvöxt í lungum, en ekki hefur
tekist að skýra þessi óvæntu áhrif til fulls. Fyrri niðurstöður
okkar sýndu að azm hækkaði rafviðnám (TER) í lungnaþekju in
vitro og breytti tjáningu þéttitengslapróteina (þtp.) í henni. Þetta
gat bent til þess að hin hagstæðu klínísku áhrif azm stöfuðu af
beinum áhrifum þess á lungnaþekjufrumur.
Aðferðir: í núverandi rannsókn notuðum við þekjufrumulímma
VA10 úr mannaberkju (áður birt líkan). Við sýktum þekjuna með
lifandi P. aeruginosa bakteríum, bæði venjulegum stofni PAOl og
stofni sem vantar framleiðslu á rhamnolípíðum (PAOl- rhl), og
mældum áhrif sýkinganna á TER og tjáningu þtp. Einnig voru
áhrif ræktunarflots (e. conditioned bacterial culture medium)
þessara stofna mæld, svo og áhrif hreinna rhamnólípíða og
homoserine lactone (30-C12-HSL) sem eru bæði þekktir
árásarþættir PAOl.
Niðurstöður og ályktanir: I stuttu máli lækkuðu þessir þættir
TER og rugluðu tjáningu þtp. í þekjunni og gerðu hana þannig
veikari fyrir innrás baktería. Athygli vakti að meðferð með azm
áður en sýklar eða árásarþættir voru settir á þekjuna, dró úr
TER lækkun og stuðlaði að því að þekjan jafnaði sig fyrr en ella.
Niðurstöðurnar benda til þess að azm verji lungnaþekju gegn
P. aeruginosa, óháð bakteríudrepandi áhrifum lyfsins, og gætu
átt þátt í að skýra hin óvæntu jákvæðu áhrif azm í klínískum
rannsóknum.
LÆKNAblaðið 2009/95 1 9