Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 3

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 3
Vísindi á vordögum 2009 Vísindi á vordögum hafa sannarlega fest sig í sessi sem uppskeruhátíð vísindastarfs á háskóla- sjúkrahúsinu Landspítala. Hátíðin í fyrra var sérlega glæsileg. Veggspjöld voru þá yfir 100 annað árið í röð og kannski læddist að manni sá ótti að svona frammistaða gæti ekki haldið áfram í því fjárhagslega aðhaldi sem spítalinn hefur verið í á árinu 2008 með vaxandi sérhæfingu í þjónustu við sjúklinga og þar með vaxandi kröfur á starfsfólk spítalans. Uppgjör ársins fyrir árið 2008 er því einkar ánægjulegt. Fjöldi útgefinna greina á íslenskum og erlendum vettvangi sem og bókakafiar heldur áfram að vaxa um 5-6% eins og verið hefur undanfarin ár. Fjöldi doktors- og meistaranema, sem á einn eða annan hátt tengjast spítalanum vex einnig hröðum skrefum, þeir vinna undir handleiðslu starfsmanna hans og sækja efnivið til spítalans. Þetta hvort tveggja rennir styrkum stoðum undir þá staðreynd að þriðja árið í röð eru veggspjöld á uppskeruhátíðinni yfir 100 (108) með 350 höfundum úr 14 starfsstéttum. í þeirri fjárhagsstöðu sem þjóðin finnur sig í um þessar mundir og kröfum um hagræðingu og sparnað á spítalanum, er sérstaklega ánægjulegt til þess að vita, að sú meðvitaða ákvörðun hefur verið tekin samhljóða af stjórnendum spítalans, forstjóra og framkvæmdastjóm, að hlúa skuli að háskólahlutverkinu og það verndað. Þetta andrými hefur verið notað til að undirbúa og skapa betri aðstöðu á spítalanum fyrir háskólastarfið, kennslu, nám og vísindarannsóknir. Þessa sér einkum merki á allra síðustu vikum og mánuðum. Þannig er spítalinn, í samvinnu við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Islands, tilbúinn til að fara fram og opna nú klínískt rannsóknasetur (Clinical Research Center). Þar verða styrktir innviðir ýmiss konar þjónustu við vísindamenn en auk þess lögð sérstök áhersla á að markaðssetja spítalann sem lyfjarannsóknafyrirtæki sem og fyrirtæki sem getur þróað og prófað hin ýmsu tól og tæki sem framleidd eru t.d. í samvinnu við sérfræðinga í heilbrigðistækni og verkfræði. Að auki verður lögð aukin áhersla á það hvernig rannsóknaniðurstöður verða hagnýttar, þ.e.a.s. að efla nýsköpun og stuðla að stofnun sprotafyrirtækja. Heilbrigðisrannsóknir á íslandi standa nú styrkum stoðum og Landspítali er í forystu hvað varðar birtingu ISI greina með um 30 til 35% hlutdeild af öllum þeim ritrýndu greinum sem birtast frá landinu. í vinnu starfshóps þriggja ráðuneyta, sem hefur verið að skoða nýsköpun innan heilbrigðisgeirans kemur berlega í ljós, að okkar vísindafólk, eins og raunar víðast hvar annars staðar í heilbrigðisvísindum, hefur lagt aðaláherslu á vísindin vísindanna vegna, en tiltölulega fáir verið reknir áfram af þeirri sýn að koma sinni afurð á markað eða til hagnýtra nota. Þó hefur á íslandi verið stórt fyrirtæki með þessa sýn og í samvinnu íslenskra heilbrigðisstarfmanna við íslenska erfðagreiningu hefur þessari hugsun að sjálfsögðu vaxið ásmegin. I téðri vinnu er dregin fram algjör sérstaða Landspítalans sem rannsóknarstofnunar og þá kemur fram að tvær stofnanir á Islandi skera sig algjörlega úr er varðar rannsóknaráherslur og fjárveitingar til þeirra, þar sem eru Hafrannsóknastofnunin og Landspítalinn. Þessi mikla virkni er borin uppi af gæfuríku og nánu samstarfi spítalans og Háskóla íslands. Það samstarf, sem m.a. byggist á sameiginlegum starfsmönnum, hefur farið vaxandi á síðustu árum og á örugglega sinn þátt í þeim vexti sem átt hefur sér stað á undanfömum ámm. Eg sé það fyrir mér að opinberir aðilar munu leggja vaxandi áherslu á að greiða fyrir nýsköpun og styrkja innviði þeirra stofnana og fyrirtækja sem til greina koma að taka þátt í slíkri þróun. Stofnun Lífvísindaseturs í Læknagarði hefur þjappað rannsakendum þar saman, skapað samstarf og samnýtingu, sem er undirstaða góðra og metnaðarfullra rannsókna. Það er trú okkar í stjóm spítalans að klínískt rannsóknasetur muni gegna sama hlutverki með sama árangri. Þriðja setrið sem þegar er farið af stað og snertir bæði þessi setur mundi vera lýðheilsu- og faraldsfræðisetur en þær greinar eru í örum vexti innan Háskóla íslands og tengjast mjög afgerandi Landspítala og heilbrigðisvísindasviði Háskóla Islands. Á þessum grunni þurfum við að byggja frekara samstarf við aðra íslenska háskóla sem og mikilvægar erlendar vísindastofnanir, en þarna blasa við mikil tækifæri til þróunar sem brýnt er að vinna að. Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICALIOURNAL www. laeknabladid. is Aðsetur Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Simar 564 4104-564 4106 (fax) Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ábm. og ritstjóri Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Þóra Steingrímsdóttir Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@iis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@iis.is Upplag 400 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Prentun, bókband og pökkun Prentsmiðjan Oddi. Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík Forsíðumynd Inger H. Bóasson ijósmyndarí Landspítalans. Kristján Erlendsson læknir framkvæmdastj. kennslu, vísinda og þróunar á Landspítala varadeildarforseti læknadeildar Háskóla íslands ISSN: 0254-1394 LÆKNAblaðið 2009/95 3

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.