Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 42
VÍSINDI Á VORDÖGUM
FYLGIRIT 60
Inngangur: Bráður nýrnaskaði (BNS) er alvarlegur fylgikvilli
hjartaaðgerða og áhættuþáttur fyrir lakari útkomu eftir aðgerð.
í erlendum rannsóknum er tíðni nýrnaskaða eftir hjartaaðgerðir
breytileg sem skýrist m.a. af skorti á stöðluðum skilmerkjum
á nýrnaskaða. Tilgangur okkar rannsóknar var að kanna í
fyrsta sinn tíðni BNS í kjölfar hjartaaðgerða á Landspítala, með
hliðsjón af viðurkenndum skilmerkjum.
Efniviður og aðferðir: Aftursæ rannsókn sem náði til sjúklinga
sem gengust undir kransæðaaðgerð á Landspítala frá 2002-2006.
BNS var skilgreindur skv. RIFLE skilmerkjum. Farið var yfir
aðgerðarlýsingar og sjúkra- og svæfingarskrár.
Niðurstöður: Af 569 sjúklingum voru 97 (17%) með skerta
nýmastarfsemi (úGSH s60 ml/mín/L73m2) fyrir aðgerð, þar
af 6 (1%) með kreatínín-gildi >200 mmol/L. Alls greindust 90
(15,8%) sjúklingar með BNS; 58 féllu í RISK flokk, 16 í INJURY
og aðrir 16 í FAILURE flokk. Sjúklingar með BNS voru 4,1
árum eldri og með lægri útreiknaðan gaukulsíunarhraða fyrir
aðgerð (72 vs. 80, p=0,009). Kvenkyn (28% vs. 16%, p=0,01),
háþrýstingur (74% vs. 59%, p=0,01) og bráðaaðgerð (11% vs.
2%, p<0,0001) voru algengari í hópnum sem hlaut BNS. Ekki
reyndist marktækur munur á tíðni sykursýki, blóðfituröskunar,
reykinga, vinstri meginstofns þrengsla, þriggja æða sjúkdóms,
hlutfalli sem féll í NYHA flokk III-IV eða aðgerða á sláandi
hjarta.
Ályktun: Samkvæmt RIFLE skilmerkjum hlutu tæplega 16%
sjúklinga BNS eftir kransæðaaðgerð á Landspítala sem er
sambærilegt við niðurstöður erlendra rannsókna. Enn fremur
virðist hærri meðalaldur, kvenkyn, háþrýstingur, bráðaaðgerð
og kreatínín gildi í efri eðlilegum mörkum fyrir aðgerð marktækt
algengari í hópi nýrnaskaðaðra.
V-93 Sárasogsmeðferð við sýkingar í bringubeinsskurði
eftir opnar hjartaaðgerðir - fyrstu tilfellin á íslandi
Steinn Steingrímsson1, Magnús Gottfreðsson1-2, Ingibjörg
Guðmundsdóttir3, Johan Sjögren4, Tómas Guðbjartsson1’5
■Lækna- og 3hjúkrunardeild HÍ,2smitsjúkdómadeild og5hjarta- og
lungnaskurðdeild Landspítala, 4hjartaskurðdeild háskólasjúkrahússins í
Lundi, Svíþjóð
stcinnstein@gmail.com; tomasgud@landspitali.is
Inngangur: Á síðustu árum hefur meðferð sýkinga í
bringubeinsskurði með sárasogsvampi (Vacuum-Assisted-
Closure, VAC) rutt sér til rúms. í stað þess að skilja sárið eftir
opið eða beita skolmeðferð með kera, er komið fyrir svampi í
skurðsárinu og hann tengdur við sogtæki. Meðferðin hemur
vöxt baktería, örvar blóðflæði og örvefsmyndum í sárinu. Hér
eru kynnt fyrstu tilfellin á íslandi.
Efniviður og aðferðir: Teknir voru með allir sjúklingar með
sýkingu í bringubeinsskurði eftir opnar hjartaskurðaðgerðir á
Landspítala á tímabilinu júlí 2005 til des. 2008. Þeir voru allir
meðhöndlaðir með sárasogsvampi. Kannaðar voru ábendingar
meðferðar og lagt mat á árangur.
Niðurstöður: Alls fengu 12 einstaklingar (meðalaldur 69 ára,
10 karlar) sárasogsmeðferð (1,3% sýkingartíðni), flestir eftir
kransæðahjáveituaðgerð (n=9). Algengustu sýkingarvaldar voru
kóagúlasa-neikvæðir Staphylokokkar (n=6) og S. aurcus (n=4).
Sárasogsmeðferð hófst 19 dögum frá upphaflegri aðgerð og var
meðferðarlengd 14 dagar (miðgildi; bil 5-36). Bringubeinsvírar
voru fjarlægðir í 9/12 tilvikum og fjöldi svampskiptinga var á
bilinu 2 til 9. Unnt var að loka bringubeininu hjá 10 sjúklingum
og þurftu 3 stálplötu til styrkingar. I einu tilfelli þurfti að hætta
sárasogsmeðferð. Um var að ræða P. neruginosa sýkingu og var í
staðinn notast við edikvættar grisjur með góðum árangri. Ekki
sáust alvarlegir fylgikvillar tengdir sárasogsmeðferð, en einn
sjúklingur lést 35 dögum frá aðgerð vegna miðmætisbólgu og
sýklalosts. Hinir sjúklingarnir 11 eru á lífi í dag og bringubeinið
gróið.
Ályktanir: Meðferð bringubeinssýkinga með sárasogsvampi
lofar góðu. Alvarlegir fylgikvillar meðferðar eru fátíðir og tekist
hefur að uppræta langflestar sýkinganna. Rétt er þó að taka
fram að um fá sjúklinga er að ræða og því varasamt að draga of
miklar ályktanir um árangur meðferðar.
V-94 Árangur skurðaðgerða við risablöðrum í lungum
Sverrir I. Gunnarsson', Kristinn B. Jóhannsson1, Hilmir Ásgeirsson2,
Marta Guðjónsdóttir3-5, Bjöm Magnússon4, Tómas Guðbjartsson1-5
'Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2lyflækningadeild Landspítala, 3lungnaend
urhæfingardeild Reykjalundar, 4Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað,5
læknadeild HI
tomasgud@landspitaIi.is
Inngangur: Risablöðrur (giant bullae) í lungum eru sjaldgæft
fyrirbæri sem ná yfir a.m.k. 1/3 lungans. Þær greinast oftast
í efri lungnablöðum miðaldra stórreykingmanna og skerða
lungnastarfsemi með því að þrýsta á aðlægan lungnavef. Mælt
er með skurðaðgerð ef einkenni eða fylgikvillar (t.d. loftbrjóst)
hafa gert vart við sig. Tilgangur þessarar rannsóknar var að
kanna árangur þessara aðgerða hér á landi.
Efniviður og aðferðir: Frá 1992-2008 gengust 12 sjúkl. (aldur 58
ár, 11 karlar) undir risablöðrubrottnám á Islandi. Meðalstærð
blaðranna var x ml (bil x-y) en 7 sjúkl. höfðu blöðrur í báðum
lungum. Allir sjúkl. voru með alvarlega lungnaþembu (GOLD-
stig III eða IV) og höfðu langa reykingasögu. Blöðrurnar voru
fjarlægðar með fleygskurði (n=x) eða blaðnámi, í gegnum
bringubeins- (n=x) eða brjóstholsskurð. Skráðir voru fylgikvillar
og lifun.
Niðurstöður: Aðgerðimar tóku 91 mín að meðaltali (bil 75-150)
og fylgikvillar komu ekki fyrir í aðgerð. FEV, mældist 1,0 L
fyrir aðgerð (33% af spáðu) og FVC 2,9 L (68% af spáðu), en 2
mán. eftir aðgerð voru sömu gildi 1,8 L (58% af spáðu) (p=0,015)
og 3,1 (81% af spáðu) (p=0,6). Helstu fylgikvillar eftir aðgerð
voru viðvarandi loftleki (>7 d.) (n=9), lungnabólga (n=2) og
bringubeinslos (n=l). Allir sjúklingarnir lifðu aðgerðina og
útskrifuðust heim, að jafnaði 36 d. frá aðgerð (bil 10-74). Þrír
sjúklingar þurftu heimasúrefni fyrir aðgerð en aðeins einn
eftir aðgerð. í dag (1. mars 2009) eru sjö sjúklinganna á lífi en
hinir fimm létust að meðaltali 9 ámm frá aðgerð (100% 5 ára
lífshorfur).
Ályktun: Árangur þessara aðgerða hér á landi verður að teljast
góður. Marktæk aukning varð á FEVi; alvarlegir fylgikvillar
42 LÆKNAblaðið 2009/95
1