Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 11

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 11
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 60 Þátttakendur voru 122, þar af 94 foreldrar lifandi barna og 28 foreldrar látinna barna. Gagna var aflað með póstkönnun og skriflegum spurningalista um lýðfræðilegar og bakgrunns breytur og mögulegar ástæður fyrir þátttöku eða ekki í tölvutengdum stuðningshópi. Niðurstöður: Alls tóku 53 foreldrar þátt í rannsókninni. Tæplega helmingur þeirra myndi taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi. Ekki mældist tölfræðilega marktækur munur á þeim sem myndu taka þátt og myndu ekki taka þátt hvað kyn, aldur, búsetu, menntun og atvinnuþátttöku varðaði (ps0,05). Meginástæður þátttöku eru að fá eða veita upplýsingar og stuðning auk þess að vera í sambandi við aðra foreldra með sambærilega reynslu. Foreldrar sem myndu ekki taka þátt telja þátttöku ekki munu hjálpa sér á nokkurn hátt og segjast fá nægan stuðning annars staðar. Hlutfallslega fleiri foreldrar látinna bama myndi taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi. Nokkur hluti foreldra sem ekki myndi taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi myndi frekar taka þátt í hefðbundnum stuðningshópi þar sem hist er augliti til auglitis. Ályktun: Nokkur hópur foreldra bama sem greinst hafa með krabbamein myndi vilja taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi eða hefðbundnum stuðningshópi til þess að njóta gagnkvæms stuðnings fólks með sambærilega reynslu. V-7 Sjúkdómsframvinda og meðferðarheldni ungs fólks með insúlínháða sykursýki Hildur Halldórsdóttir11 Fjóla Katrín Steinsdóttir1'4' Steinunn Amardóttir2, Ama Guðmundsdóttir3, Jakob Smári1, Eiríkur Öm Arnarson3-4 'Sálfræðideild HÍ, 2Göngudeild sykursjúkra, Landspítala, 3Sálfræðiþjónustu Landspítala, endurhæfingarsviði, 4læknadeild HÍ eirikur@landspitali.is Inngangur: Rannsökuð var meðferðarheldni ungs fólks með sykursýki á þeim tímamótum er það flyst af göngudeild fyrir böm og unglinga á göngudeild fullorðinna. Mikilvægt er að hafa góða stjórn á blóðsykri, sem er m.a. fólgin í að finna jafnvægi á milli insúlínsbúskapar, hreyfingar og fæðu. Einnig er mikilvægt að forðast reykingar og halda áfengisneyslu í lágmarki. Markmið: Að kanna breytingar á HbAlc gildum með aldri, framvindu sjúkdóms og meðferðarheldni ungs fólks með sykursýki. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 56 ungmenni á aldrinum 20-30 ára sem mætt hafa í eftirlit á D-G3 á LS. Alls uppfylltu 72 þátttökuskilyrði, svarhlutfall var 78%. Sjálfsmatskvarðar og sjúkraskrár vom notaðar til að meta lífsstíl, sjúkdómsframvindu og meðferðarheldni. Niðurstöður: Að meðaltali lækkaði HbAlc eftir tímabilum hjá körlum. HbAlc hækkaði að meðaltali hjá konum við flutninginn milli deilda en nýjasta gildið var það lægsta. Einungis 16 mættu til eftirlits fjórum sinnum eða oftar á 12 mánaða tímabili, þeir sem voru komnir með fylgikvilla mættu oftar en hinir. Helmingur kvenna og tæplega 30% karla voru með fylgikvilla og var sjónumein algengast. Einn fjórði sagðist reykja sem er sama hlutfall og nýlegar athuganir benda til í almennu úrtaki íslendinga á aldrinum 20-29 ára. Um þrír fjórðu þátttakenda sögðust neyta áfengis. Aðeins 22 þátttakendur sögðust hafa fengið ráðleggingar um hvaða hreyfing hentaði þeim best, af þeim sögðust flestir „stundum" fara eftir þeim ráðleggingum. Tæplega helmingur þátttakenda sagðist „oft" borða þá fæðu sem ráðlög væri. Rétt rúmlega helmingur taldi sig vita frekar mikið um sjúkdóminn og um einn þriðji taldi sig stjórna sykursýkinni talsvert vel. Ályktanir: Þegar litið er til HbAlc virðist munur á aðhaldi á göngudeild fyrir börn og unglinga og göngudeild fullorðinna minni en talið var. Huga þarf betur að ungum stúlkum með sykursýki og því að öll gildin eru yfir meðferðarmarkmiðum American Diabetes Association, sem er HbAlc undir 7%. Kanna þarf nýjar leiðir til að ná til ungs fólks með sjúkdóminn, einkum er varðar tíðni reykinga og meðferðarheldni tengda mataræði og hreyfingu. V-8 Vistfræðilegt réttmæti stjórnunarfærniprófa Sólveig Jónsdóttir Sálfræðiþjónustu, taugadeild Landspítala, læknadeild HÍ soljonsd@landspitali.is Inngangur: Sjúklingar, sem hlotið hafa heilaskaða af völdum taugasjúkdóma eða áverka eiga oft erfitt með ýmsa þætti sjálfsstjórnar. Stjórnunarfærni (executive function) er regnhlífarhugtak, sem notað hefur verið til að skilgreina hæfileikann til að stýra hegðun sinni og tilfinningum þannig að það þjóni sem best markmiðum einstaklingsins. Talið er að stjórnunarfæmi sé að stórum hluta tengd starfsemi framheila. Stjórnunarfærni er yfirleitt metin með taugasálfræðilegum prófum, en ekki er vitað hversu vel þau spá fyrir um hegðun í daglegu lífi. Markmið: Markmiðið með þessari rannsókn var að athuga sambandið á milli taugasálfræðilegra prófa, sem ætlað er að meta stjórnunarfærni og hegðunarmats sem ætlað er að meta stjórn á hegðun og tilfinningum í daglegu lífi. Aðferðir: Þátttakendur í rannsókninni vom 45 sjúklingar á taugadeild og endurhæfingardeild Landspítala og aðstandendur þeirra. Taugasálfræðileg próf, sem meta skipulagsfærni, athygli, frumkvæði, hvatvísi, sveigjanleika hugsunar, vinnsluminni, og orðfimi voru lögð fyrir sjúklingana. Sjúklingar og aðstandendur þeirra fylltu út hegðunarmat, sem metur ýmsa þætti stjórnunarfærni í daglegu lífi. Könnuð var fylgni á milli taugasálfræðilegra prófa og hegðunarmatsins. Niðurstöður: Marktæk fylgni kom fram á milli taugasálfræðilegra prófa og hegðunarmats sjúklinga og aðstandenda, en var mis- mikil eftir prófum og eftir því hver gerði hegðunarmatið. Mat aðstandenda hafði fylgni við fleiri taugasálfræðileg próf heldur en mat sjúklinga. Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að taugasálfræðileg próf, sem notuð em til að spá fyrir um stjórnunarfærni fólks hafa góða fylgni við stjórn hegðunar og tilfinninga í daglegu lífi. Hegðunarmat sjúklinga og aðstandenda þeirra getur, auk taugasálfræðilegra prófa, nýst vel við mat á endurhæfingarþörf og færni við að takast á við daglegt líf. LÆKNAblaðið 2009/95 1 1

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.