Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 10
VISINDI A VORDOGUM
FYLGIRIT 60
V-5 „Við berum Landspítalann á bakinu"
Upplifun og líðan hjúkrunarfræðinga í starfi og viðhorf
þeirra til veikindafjarvista
Bryndís íorvaldsdóttir, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Sigrún
Gunnarsdóttir
er jákvætt og stuðningur við starfsfólk töluverður, þó umbun
mætti vera meiri.
Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að skort-
ur sé á stoðþjónustu og hjálpartækjum í vinnu sjúkraliða og að
samræmis sé gætti í starfskröfum til þeirra, auk þess sem álag
hefur aukist vegna vaxandi hjúkrunarþyngdar. Tækifæri virðast
til úrbóta og betri nýtingar mannafla sjúkraliða.
V-4 Lífsgæði mænuskaðaðra einstaklinga: Aðlögun að
breyttum lífsskilyrðum
Dóróthea Bergs12, Bergrún S. Benediktsdóttir1 og Ólöf Guðbjörg
Eggertsdóttir3
'Landspítala, 2heilbrigðisvísindasviði HÍ, 3Kirkjuhvoli, Hvolsvelli
Dorothea@landspitaIi.is
Inngangur: Undanfarin ár hafa að meðaltali sjö einstaklingar
hlotið mænuskaða árlega í kjölfar slyss. Lífsgæði þessara
einstaklinga hafa fengið minni athygli en mat á fötlun og
meðhöndlun sjúkdóms, jafnvel þó að markmið endurhæfingar
sé að hjálpa einstaklingnum að bæta lífsgæði sín. Aðaláherslan í
meðferð mænuskaðaðra einstaklinga var lengi vel á að bjarga lífi
þeirra og að draga úr fylgikvillum tengdum skaðanum. Þetta er
að breytast og athyglin beinist nú í auknum mæli að lífsgæðum
þessara einstaklinga
Markmið: Markmið rannsóknar er að bæta þá heilbrigðis-
þjónustu sem í boði er fyrir mænuskaðaða einstaklinga, aðstoða
þá í aðlögunarferli sínu og bæta þar af leiðandi lífsgæði þeirra.
Aðferð: Við rannsóknina var notuð eigindleg aðferðafræði þar
sem notast var við fyrirbærafræði. Tekin voru viðtöl við sjö
mænuskaðaða einstaklinga á aldrinum 35-59 ára. Viðtölin voru
hálfstöðluð þar sem stuðst var við ákveðinn viðtalsramma.
Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu:
Hvernig túlka mænuskaðaðir einstaklingar lífsgæði sín og
hvernig aðlagast þeir þessum breyttu lífsskilyrðum?
Niðurstöður: Við úrvinnslu rannsóknargagna voru greind
fjögur yfirþemu og tvö til þrjú undirþemu undir hverju þeirra.
Þau eru eftirfarandi: Líkamlegir þættir (smáu hlutirnir verða
stórt vandamál, hendurnar eru lífsakkerið), vitsmunalegir
þættir (að taka hænuskref, að miðla reynslu sinni), félagslegir
þættir (að halda fólki nálægt sér, vinnan ekki endilega hvetjandi,
skortur á skilningi) og sálrænir þættir (að duga eða drepast, allt
annað líf, sátt).
Ályktun: Mænuskaðaðir einstaklingar telja lífsgæði sín almennt
vera góð. Þeir töldu sig hafa aðlagast lífinu eins vel og hægt er.
Fæstir ná sátt við skaðann en læra að lifa með honum.
10 LÆKNAblaðið 2009/95
Svæfingadeild Landspítala, viðskiptafræðideild og hjúkrunarfræðideild
HÍ
brynthor@landspitali.is
Inngangur: Líðan starfsmanna á vinnustað og veikindafjarvistir
þeirra er vaxandi áhyggjuefni í heiminum í dag. Rannsóknir
sýna að veikindafjarvistir starfsmartna og mannekla í hjúkrun
er vandamál auk þess sem þær benda til að aukið álag á
hjúkrunarfræðinga í starfi hafi áhrif á líðan þeirra og heilsufar
og leiði til aukinna veikindafjarvista.
Markmið: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna upp-
lifun og líðan hjúkrunarfræðinga í starfi og viðhorf þeirra til
veikindafjarvista. Leitast er við að auka þekkingu og dýpka
skilning á þeim þáttum sem hafa hér áhrif.
Aðferð: Valin var eigindleg rannsóknaraðferð og gagna aflað með
opnum einstaklingsviðtölum. Við greiningu gagna var notuð
aðferð grundaðrar kenningar. Þátttakendur voru tíu hjúkrunar-
fræðingar á legudeildum skurðlækningasviðs Landspítalans.
Niðurstöður: Líðan hjúkrunarfræðinganna er tvíbent því annars
vegar upplifa þeir mikla ánægju af starfi sínu og hins vegar
mikið álag. Þeir telja veikindafjarvistir á vinnustað sínum vera
mjög miklar en finnst sjálfum erfitt að tilkynna veikindi vegna
aðstæðna á vinnustað. Réttmæt viðurkenning á gildi starfa
þeirra og stjórnun á vinnustað hefur áhrif á líðan þeirra og
viðhorf til veikindafjarvista. Niðurstaða rannsóknarinnar er að
mikil ánægja er meðal hjúkrunarfræðinga með hjúkrunarstarfið
sjálft en skortur á réttmætri launaumbun af hálfu þjóðfélagsins
og ákveðið aðgerðaleysi af hálfu stjómenda leiðir til aukins
álags svo líðan þeirra í starfi verður tvíbent. Það hefur neikvæð
áhrif á veikindafjarvistir.
Ályktun: Sett er fram líkan sem unnið er út frá niðurstöðum
rannsóknarinnar. Það sýnir heildartengsl áhrifaþátta á líðan og
viðhorf hjúkrunarfræðinga og er framlag rannsóknarirtnar á
sviði mannauðsstjórnunar. Niðurstöður rannsóknarinnar geta
nýst stjórnendum Landspítalans og benda á hugsanlegar leiðir
til að koma á móts við þarfir starfsmanna og stuðla að árangri
þeirra í starfi.
Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að greina ástæður
þess að foreldrar barna sem greinst hafa með krabbamein myndu
eða myndu ekki taka þátt í tölvutengdum stuðningshópi.
Efniviður og aðferðir: Um lýsandi rannsókn var að ræða
með úrtaki allra foreldra barna sem þegið höfðu meðferð
við krabbameini á Landspítala á undangengnum 10 árum.
V-6 Ástæður þátttöku í tölvutengdum stuðningshópi
foreldra barna sem greinst hafa með krabbamein
Helga Bragadóttir
Landspítala og hjúkrunarfræðideild HÍ
hclgabra@hi.is
A