Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 13

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 13
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 60 V-12 Áráttu- og þráhyggjuróf geðraskana: Tengsl átröskunar við áráttu- og þráhyggjueinkenni í úrtaki sjúklinga Ragnar P. Ólafsson1, ívar Snorrason2, Jakob Smári2, Guðlaug Þorsteinsdóttir1, Elfa Björt Hreinsdóttir1, Berglind K. Bjarnadóttir2 1 Geðsviði Landspítala,2 sálfræðideild heilbrigðisvísindasviðs HI ragnarpo@lcmdspitali.is Inngangur: Kenningin um svokallað áráttu- og þráhyggjuróf (obsessive compulsive spectrum) byggist á rannsóknum sem sýna samleitni milli áráttu- og þráhyggjuröskunar og ýmis konar geðraskana, þar á meðal átraskana. Samkvæmt þessu ættu áráttu- og þráhyggjueinkenni að finnast í meira mæli hjá átröskunarsjúklingum en sjúklingum með kvíða- og þunglynd- israskanir sem ekki eru á þessu rófi. Hugsanaskekkjur sem teng- jast áráttu- og þráhyggjuröskun ættu einnig að finnast í meira mæli hjá átröskunarsjúklingum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna réttmæti hugmynda um að átraskanir tengist áráttu- og þráhyggjurófinu. Aðferð: Þátttakendur voru 48 konur sem sóttu meðferð á geð- sviði Landspítala, þar af 24 í átröskunarteymi (átröskunar- hópur) og 24 sem sóttu hugræna atferlismeðferð í hóp við kvíða- og/eða þunglyndisvanda (samanburðarhópur). Þátttakendur svöruðu spurningalistum um átröskunareinkenni, hvatvísi, áráttu- og þráhyggjueinkenni, kvíða- og þunglyndiseinkenni og hugsanaskekkjur sem tengjast átröskim og áráttu- og þrá- hyggjuröskun. Niðurstöður: Niðurstöður dreifigreininga sýndu að átrösk- unarhópur hafði meiri átröskunareinkenni, ábyrgðarkennd, fullkomnunaráráttu og þörf til að stjórna á hugsunum sínum heldur en samanburðarhópur (p<0,05 í öllum tilvikum). Þessi munur hélst marktækur þegar tekið var tillit til kvíða- og þung- lyndiseinkenna og áráttu- og þráhyggjueinkenna. Þátttakendur í átröskunarhóp höfðu einnig meiri hugsanaskekkjur um tengsl hugsana og lögunar líkamans (thought-shape fusion) (p<0,05) en ekki um tengsl hugsana og hegðunar (thought-action fusion) (p>0,05). Átröskunarhópur hafði hærri skor á röðunaráráttu (p<0,05) en ekki á öðrum undirkvörðum spurningalista um áráttu- og þráhyggjueinkenni (p>0,05 í öllum tilvikum). Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar styðja að hluta hug- myndir um tengsl átröskunar við áráttu- og þráhyggjuróf geðraskana. Skoða þarf þessi tengsl í stærra úrtaki, bæði karla og kvenna. V-13 Áhrif og tengsl COMT Val158Met breytileikans á alvarleika ADHD einkenna og meðfylgjandi hegðunarröskun Haukur Örvar Pálmason15, Moser D’, Sigmund J’, Vogler C’, Hánig S2, Schneider A2, Seitz C2, Marcus A3, Meyer J1, Freitag C14 'Institute of Psychobiology, Department of Neurobehavioral Genetics, University of Trier, Trier, Germany, 2Department of Child and Adolescent Psychiatry and Psychotherapy, Saarland University Hospital, Homburg, Germany, 3Department of Child and Adolescent Psychiatry, Mutterhaus der Borromáerinnen, Trier, Germany , 4Department of Child and Adolescent Psychiatry, Psychosomatics and Psychotherapy, Frankfurt University, Frankfurt am Main, Germany, 5Bama- og unglingageðdeild Landspítala ha uku rop@landspi tali. is Inngangur: Athyglisbrestur og ofvirkni (ADHD) er algeng taugaþroskaröskun sem getur haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlögun. Orsakir ADHD eru líffræðilegar og benda rannsóknir til að orsaka sé að leita í truflun í boð- efnakerfi heilans á stöðum sem gegna mikilvægu hlutverki í stjórn hegðunar, þar sem að framheilinn spilar hvað stærst hlutverk. Erfðir gegna mikilvægu hlutverki í ADHD og geta útskýrt 75- 95% einkenna. I framheilanum gegnir COMT (catechol-O-meth- yltransferase) ensímið lykilhlutverki í niðurbroti dópamíns. Fundist hefur breytileiki í COMT geninu (Val158Met), sem veldur því að þegar A samsætan (Met amínósýra tjáð) er til staðar er COMT ensímið mun lengur að brjóta niður dópamín en þegar G samsætan er til staðar (Val amínósýra tjáð). Markmið rannsóknarinnar er að athuga áhrif og tengsl COMT Val158Met breytileikans á alvarleika ADHD einkenna og með- fylgjandi hegðunarröskun hjá 166 börnum með ADHD. Aðferðir: Notuð voru DSM-IV greiningarviðmið fyrir greiningar á ADHD og hegðunarröskun. ICD-10 Axsis V viðtal var notað til að meta sálfélagslegar aðstæður. COMT Val158Met breytileikinn var greindur með arfgerðarprófun. Niðurstöður og ályktun: COMT Val158Met breytileikinn sýndi tengsl við ADHD, þar sem að Met samsætan var algengari heldur en Val samsætan í þessu úrtaki ADHD barna. Þegar áhrif reykinga á meðgöngu voru tekin út, voru einstaklingar með Met/Met arfgerðina með alvarlegustu ADHD einkennin en þeir með Val/Val með vægustu einkennin. Mikil ADHD einkenni og erfiðar félagslegar aðstæður fyrstu 3 ár ævinnar juku marktækt líkurnar á því að böm þróuðu með sér hegðunarröskun. Þessar niðurstöður undirstrika áhrif erfða, taugaboðefnisins dópamín, sálfélagslegra þátta og reykinga á meðgöngu á birtingarmynd ADHD og meðfylgjandi hegðunarröskunar. V-14 Notkun heilarita til greiningar á athyglisbresti með ofvirkni hjá börnum Halla Helgadóttir1, Berglind Brynjólfsdóttir2, Gísli Baldursson2, Guðrún B. Guðmundsdóttir2, Málfríður Lorange2, Páll Magnússon2, Asdís L. Emilsdóttir1, Gísli H. Jóhannesson1, Nicolas P. Blin1, Paula Newman', Kristinn Johnsen1, Ólafur Ó. Guðmundsson2 ‘Mentis Cura, rannsóknar- og þróunarfyrirtæki, 2Bama- og unglingageðdeild Landspítala halla@mentiscu ra.is Inngangur og markmið: Athyglisbrestur með ofvirkni (ADHD) er algeng röskun meðal grunnskólabama á íslandi. Greining á ADHD byggist á klínísku mati á frávikum með athugun á bami og öflun upplýsinga, en nú verður leitast við að bæta líf- fræðilegu mælitæki við greininguna. Rannsóknar- og þróunar- fyrirtækið Mentis Cura og BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítalans) vinna að þróun nýrrar aðferðar til greiningar á ADHD með einfaldri heilaritsmælingu. Aðferðir: Árið 2007 var framkvæmd forrannsókn á notkun heilarita til greiningar á ADHD sem gaf vísbendingar um gagnsemi greiningaraðferðarinnar. Umfangsmeiri rannsókn er nú í framkvæmd, þar sem mæld verða heilarit 1000 drengja og stúlkna á aldrinum 6-13. Til greiningar á börnunum eru notaðir matskvarðarnir Strengths and Difficulties Questionnaires (SDQ) LÆKNAblaðið 2007/93 1 3

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.