Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 34

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 34
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 60 sjúkdómsvirkni (PASI mat) og greiningu á fjölda T frumna sem framleiða IFN-y eða IL-17 eftir örvun með M/K peptíðum. Niðurstöður: í febrúar 2009 höfðu 25 einstaklingar hafið þátttöku. Eftir 2 mánuði hafði PASI mat lækkað að meðaltali um 38% hjá þeim sem fóru í aðgerð (n=14, p=0.024) miðað við óbreytt ástand hjá viðmiðum (n=12). Eftir 6 og 12 mánuði var PASI lækkun 42% hjá aðgerðarhópnum (n=14 og 11, p=0.012), en ástandið áfram óbreytt hjá viðmiðum (n=12 og 8). Batinn hjá aðgerðarhópnum hélst í hendur við verulega fækkun víxlvirkra CLA+CD8+ T frumna í blóðinu og hefur þessi fækkun haldist í a.m.k. 12 mánuði. Ályktun: Sóraútbrot minnka a.m.k. tímabundið eftir kverk- eitlatöku og niðurstöðurnar samrýmast þeirri tilgátu að víxl- virkar T frumur í kverkeitlum sórasjúklinga komist út í húð þeirra og taki þátt í myndun sóraútbrota. V-70 Ómega-3 fitusýran EPA hefur áhrif á tjáningu yfirborðssameinda á angafrumum og samskipti þeirra við T frumur Arna Stefánsdóttir1-3, Ingibjörg Haröardóttir’, Jóna Freysdóttir'-2 'Rannsóknastofu í gigtsjúkdómum, 2ónæmisfræðideild Landspítala, 3læknadeild HÍ ars18@hi.is Inngangur: Angafrumur gegna lykilhlutverki við stjórnun sérhæfingar T frumna. Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur (FÓFS) hafa áhrif á virkjun makrófaga og T frumna, en lítið er vitað um áhrif þeirra á angafrumur. Markmið: Að athuga áhrif eikósapentaensýru (EPA, œ-3 FÓFS) og arakídónsýru (AA, oj-6 FÓFS) á angafrumur. Aðferðir: Angafrumur voru sérhæfðar úr CD14+ mónócýtar úr mönnum með því að rækta þá í 7 daga með IL-4 og GM-CSF. Síðustu 24 klst voru frumumar ræktaðar með 50 pM EPA eða AA. Angafrumurnar voru þvegnar og ræstar með 11-1(1 og TNF-a í 48 klst. Þá voru angafrumurnar ræktaðar með CD4+ T frumum í 7 daga. T frumurnar voru ræstar með ionomycini og PMA síðustu 24 klst. Boðefnaseytun angafrumna og T frumna var mæld með ELISA aðferð, tjáning yfirborðssameinda með frumuflæðisjá og frumufjölgun með geislamerktu tímidíni. Niðurstöður: Eftir ræsingu tjáðu færri EPA-meðhöndlaðar angafrumur yfirborðssameindirnar CD40, CD80, CD86, CCR7, DC-SIGN og HLA-DR samanborið við angafmmur sem voru ræktaðar án fitusýra eða með AA. Þær seyttu ennfremur minna af 1L-10 og 1L-12 en meira af IL-6. T frumur sem voru ræktaðar með EPA-meðhöndluðum angafrumum seyttu minna af IL-4 og IL-10 en T frumur sem voru ræktaðar með AA- eða ómeðhönd- luðum angafrumum, en tilhneiging var til aukinnar seytunar á IL-17 og INF-y. Ályktun: Meðhöndlun angafmmna með EPA virðist fækka frum- um sem geta tekið þátt í virkjun T frumna en þrátt fyrir það virðast EPA-meðhöndlaðar angafmmur virkja T frumur jafn vel og AA- og ómeðhöndlaðar angafrumur og stýra ónæmissvari T frumna í Thl eða Thl7 svar. V-71 Greining sértækra B-minnisfrumna gegn meningokokkum C Maren Henneken1, Nicolas Burdin2, Einar Thoroddsen3, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir1-4, Emanuelle Trannoy2, Ingileif Jónsdóttir1'4-5 ’Ónæmisfræðideild Landspítala, 2Sanofi pasteur, Marcy Étolie, Frakklandi, 3háls- nef- og eyrnadeild Landspítala, 4læknadeild HÍ, 5íslenskri erfðagreiningu marenh@landspitali.is Inngangur: Til að veita langtímavernd gegn smitsjúkdómum þurfa bólsetningar að vekja ónæmisminni. ELISpot próf hafa verið notuð til að greina B-minnisfrumur, eftir ósértæka örvun in vitro, sem hvetur þær til sérhæfingar í mótefnaseytandi frumur (antibody secreting cells AbSC). Markmiðið var að kanna langlífi B-minnisfmmna gegn Meningococcus type C (MenC) með 2 aðferðum. Efniviður og aðferðir: Eftir bólusetningu með próteintengdri MenC-fjölsykru (MenC-TT) vom MenC-sértækar B- minnisfrumur litaðar með flúrskinsmerktri MenC-fjölsykru og fjöldi þeirra ákvarðaður í flæðifrumusjá. ELISpot próf var gert til samanburðar og tíðni MenC-sértækra mótefnamyndandi frumna reiknuð sem % af heildarfjölda mótefnamyndandi frumna. Niðurstöður: Tfðni beinmerktra MenC-sértækra B-frumna og IgG+ + IgA + MenC-sértækra mótefnaseytandi frumna bar ekki alveg saman fyrir hvern einstakling, en niðurstöður fyrir hópinn voru sambærilegar í blóði (N=19; P=0.2911) og nefkokseitlum (N=17; P=0.1157), en í hálseitlum gaf beinmerking hærri tíðni (N=14; P=0.8394). Fylgni var milli tíðni beinmerktra MenC- sértækra B-frumna og tíðni IgA+ + IgG+ MenC-sértækra mót- efnaseytandi frumna í blóði (r=0.5159, P=0.0238) og nefkokseitlum (r=0.5261, P=0.0439), en ekki í hálseitlum. Einnig var fylgni milli tíðni beinmerktra B-frumna sértækra fyrir próteinhluta bóluefnisins (TT), og tíðni IgA+ + IgG+ TT-sértækra mótefnaseytandi frumna í blóði (N=19; r=0.5853, P= 0.0085). Ályktanir: Beinmerking MenC-sértæka B-frumna og greining í flæðifrumusjá er næm, sértæk og fljótleg aðferð til að greina minnisfrumur og gefur sambærilegar niðurstöður og mæling á IgA+ + IgG+ MenC-sértækrum mótefnaseytandi frumum með ELISpot, sem er seinleg aðferð. Rannsóknin var m.a. styrkt af Vísindasjóði Landspítala V-72 T frumur í kverkeitlum sórasjúklinga hafa aukna tjáningu á sameindum sem eru sérkennandi fyrir T frumur sem geta valdið bólgu í húð Sigrún Laufey Siguröardóttir u, Ragna Hlín Þorleifsdóttir u Hannes Petersen4,Andrew Johnston5, Helgi Valdimarsson1 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2HÍ, 3húð- og kynsjúkdómadeild, 4háls- nef- og eymadeild Landspítala, 5húðsjúkdómadeild háskólans í Michigan, Bandaríkjunum sigrunls@landspitali.is Inngangur: Sóri (psoriasis) er langvinnur bólgusjúkdómur í húð með sterk tengsl við hálsbólgur af völdum streptókokka og hafa sórasjúklingar verulega aukna tíðni slíkra sýkinga. Rannsóknatilgáta okkar er að ónæmisviðbrögð í kverkeitlum 34 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.