Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 44

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 44
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 60 Ályktun: Þessi rannsókn sýnir að S100B hækkar marktækt í aukinni hæð, sérstaklega þegar mikil hæðaraukning á sér stað á skömmum tíma, en eftir það dregur úr hækkuninni. Sennilega má rekja hækkun S100B til súrefnisskorts sem veldur háræðaleka f heilanum. Þó verður að túlka niðurstöður varlega þar sem styrkur rannsóknarinnar er lítill með aðeins 7 þátttakendur. V-98 Góður árangur kælimeðferðar eftir hjartastopp Valentínus Þ. Valdimarsson12, Gísli H. Sigurðsson1'2, Felix Valsson' ’Landspítala,2 læknadeild HÍ felix@lsh.is Inngangur: Endurlífgun er reynd hjá um 100 sjúklingum á ári sem fara í hjartastopp utan sjúkrahúsa. Helsti fylgikvilli eftir endurlífgun er alvarlegur heilaskaði en kæling þessara sjúklinga hefur sýnt sig að dragi úr heilaskaða. Markmið: Þessi könnun lýsir áhrifum kælingar á dánartíðni og heilastarfsemi hjá 60 sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með Tafla I. Stuðanlegur taktur (VT/VF): púlslaus sleglahraðtaktur/sleglatif. N (%) Aldur Vitni að hjarta- stoppi Góð heila- starfsemi við útskrift Lifun við útskrift Upphafstaktur -Stuöanlegur taktur (VT/VF) 44 (73%) 61 (20-87) 80% 75% 82% -Rafvirkni án dæluvirkni (Pulseless electrical activity) 7 (12%) 66 (49-89) 71% 43% 57% -Rafleysa (Asystole) 9 (15%) 53 (21-73) 78% 11% 11% (n=1) kælingu á gjörgæsludeild Landspítala eftir hjartastopp. Efni og aðferðir: Allir sjúklingar 18 ára og eldri sem meðhöndlaðir voru með kælingu eftir hjartastopp utan sjúkrahúss á sl. þremur árum voru teknir með í rannsóknina (n=60). Sjúklingarnir voru kældir niður í 32-34°C með köldu innrennsli og kælivél (Coolgard®) í 24 klst. Niðurstöður: Við útskrift af spítalanum var 68% sjúklinga lifandi og aðeins 4 sjúklingar (7%) með skerta heilastarfsemi og enginn meðvitundarlaus. Svipuð útkoma var 6 mánuðum seinna. Meðalaldur var 61 ár (20-89 ára), 80% karlmenn, meðaltími frá stoppi að blóðflæði: 17 mín. (0-60) og 85% voru með hjartasjúkdóma sem líklega ástæðu fyrir hjartastoppi. Vitni að hjartastoppi og stuðanlegur taktur jók líkur á lifun (83% og 48%, P=0,009) og góðri heilastarfsemi (77% og 40%, P=0,008) við útskrift. Ályktanir: Miðað við rannsókn á sambærilegum sjúklingahóp, áður en kælimeðferð hófst, hefur lifun aukist úr 28% í 68%. Af þeim sjúklingum sem lifðu af er stór meirihluti með óskerta vitræna getu og enginn meðvitundarlaus. Góðar horfur eru hjá þeim sem leggjast inn á gjörgæslu og hafa stuðanlegan fyrsta takt en lélegar hjá þeim sem hafa rafleysu. V-99 Er öruggt að fjarlægja eðlilega botnlanga í gegnum kviðsjá? Valentínus Þ. Valdimarsson1-2, Sigurður Blöndal1'2, Páll Helgi Möller1-2 ’Landspítala, 2læknadeild HÍ pallm@landspitali.is Inngangur: Botnlangabólga er algengur sjúkdómur en greining getur verið óljós. Fyrir tíma kviðsjár var botnlangi alltaf fjarlægður. Nýlega hefur komið í ljós að óhætt er að skilja eftir eðlilega útlítandi botnlanga sem finnast við kviðsjá. Markmið: Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða fylgikvilla í kjölfar brottnáms á eðlilegum botnlanga gegnum kviðsjá. Efniviður og aðferðir: Allar sjúkraskrár sjúklinga eldri en 18 ára sem fóru í bráða botnlangatöku með kviðsjá og vefjagreining sýndi eðlilegan botnlanga, voru skoðaðar afturvirkt fyrir tímabilið 2000 til 2008 (n=122). Skráð var aldur, kyn, mat skurðlæknis í aðgerð, greining, legutími eftir aðgerð og fylgikvillar aðgerðar. Niðurstöður: Meðalaldur var 28,8 ár (bil:18-69) og voru konur 68,0%. Skurðlæknir mat botnlanga óbólginn í 78,7% tilfella. Hjá 61 sjúklingi fundust við aðgerð aðrar greiningar en botnlangabólga. Algengustu greiningarnar voru sprungin blaðra á eggjastokk (n=12) og legpípubólgu (n=7). Fylgikvillar komu fram hjá 23 sjúklingum (18,9%). Alls var fjöldi fylgikvilla 32 og voru 6 sjúklingar með fleiri en tvo fylgikvilla. Fylgikvillar voru: sárasýkingar (n=6), þvagfærasýkingar (n=5), blæðing (n=5), djúp kviðarholssýking (n=5), margúll (n=5), garnalömun (n=2) lungnabólga (n=2), þvagtregða (n=l) og djúpbláæðasegi (n=l). Ályktanir: Tíðni fylgikvilla er há við brottnám á eðlilegum botnlaga (18,9%) ef tekið er mið af því að fylgikvillar eftir greinandi kviðsjáraðgerð (e. diagnostic laparoscopy) er aðeins um 0-2% samkvæmt nýlegum rannsóknum. Ekki er hægt að mæla með brottnámi á eðlilega útlítandi botnlanga gegnum kviðsjá. V-100 Miðmætisspeglanir á íslandi l’óra Sif Ólafsdóttir1, Gunnar Guðmundsson24, Jóhannes Bjömsson34, Tómas Guðbjartsson1'4 Hjarta- og lungnaskurðdeild1, lungnadeild2, RH.meinafræði3, læknadeild HÍ tomasgud@landspitali.is Inngangur: Speglun er kjörrannsókn við sýnatöku úr miðmæti, t.d. við æxlisstigun. I svæfingu er gerður 2 cm skurður neðst á hálsi, spegli tengdum ljósgjafa rennt niður eftir utanverðum barka og sýni tekin úr framverðu miðmæti. Blæðingar eru hættu- legasti fylgikvillinn og getur verið erfitt að stöðva. Ekki liggja fyrir upplýsingar um ábendingar eða árangur þessara aðgerða hér á landi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggð á öllum sjúklingum sem gengust undir miðmætisspeglun á Islandi tímabilið 1. janúar 1983-31.des 2007. Listi og upplýsingar um sjúklinga fengust úr aðgerða- og meinafræðiskrá Landspítala og sjúkraskrám. Tímabilinu var skipt í fimm 5 ára tímabil. 44 LÆKNAblaðið 2007/93

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.