Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 45

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 45
VÍSINDI Á VORDÖGUM FYLGIRIT 60 Niðurstöður: Alls voru gerðar 236 aðgerðir (61% karlar) og var meðalaldur 59,9 ár (bil 11-89 ár). Aðgerðum fjölgaði úr 16 á fyrsta tímabili í 83 síðasta tímabilið. Helstu ábendingar voru stigun lungnakrabbameins (64%), óþekkt fyrirferð í miðmæti (24%) og grunur um sarklíki (9%). Ábendingar héldust óbreyttar á milli tímabila. Aðgerðirnar tóku að meðaltali 30 mín (bil 10-320) og legutími var að jafnaði 1 dagur (miðgildi, bil 0,5-26). Algengustu vefjagreiningar voru ósérhæfðar breytingar (41%), meinvörp lungnakrabbameins (22%) og sarklíki (12%). Helstu fylgikvillar voru skurðsýkingar hjá 6 sjúklingum (2,5%), hæsi vegna raddbandalömunar hjá 4 (1,7%) og blæðingar (>500 ml) hjá 3 sjúklingum (1,3%). Tvö dauðsföll urðu innan 30 daga (0,8%); annað vegna blæðingar í aðgerð frá æxli sem óx ífarandi í ósæðarboga og hitt vegna pseudomonas lungnabólgu 11 dögum frá aðgerð. Ályktun: Miðmætisspeglunum fer fjölgandi á Islandi, sérstak- lega í tengslum við stigun lungnakrabbameins. Rannsóknin er örugg með lága tíðni fylgikvilla. V-101 Samantekt brjóstauppbygginga eftir brottnám á Landspítala 1997-2008 Svanheiður L. Rafnsdóttir1, Rut Gunnarsdóttir2, Þorvaldur Jónsson3, Þórdís Kjartansdóttir1 ^Lýtaskurðlækningadeild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3skurðlækningadeild Landspítala svmxheidur@gmail.com Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að safna upp- lýsingum um brjóstauppbyggingar sem gerðar hafa verið á Landspítalanum undanfarin ár. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og byggist á brjóstauppbyggingum eftir brottnám á tímabilinu 1997-2008. Fundinn var sjúklingalisti eftir aðgerðarkóðum (brottnám og brjóstauppbyggingar). Sjúkraskýrslur fundnar og upplýsingar skráðar (aldur, tímasetning aðgerðar miðað við brottnám, gerð og fjöldi aðgerða, legutími, fylgikvillar, aðgerð á hinu brjóstinu. Niðurstöður: Heildarfjöldi aðgerða var 552. Aukning var á fjölda aðgerða, mest um 71% aukning milli áranna 2005- 2007. Hlutfall tafarlausra brjóstauppbygginga af heildarfjölda aðgerða breyttist lítið milli ára þar til árið 2008 en náði þá 62,5% af heildarfjölda. Tegund aðgerða breyttist mikið á tímabilinu. TRAM-flipa aðgerðir sem voru algengastar í upphafi hurfu í lok tímabilsins og LD-flipar komu í staðinn þar sem þörf var á flipa. ígræði (prótesur og vefjaþenjarar) urðu mun fleiri við lok tímabilsins miðað við upphaf þess. Algengara var að laga hitt brjóstið (brjóstaupplyfting, brjóstaminnkun eða brjóstastækkun) samfara brjóstauppbyggingunni í lok tímabilsins miðað við upphaf þess. Heildarfjöldi aðgerða á tímabilinu 1997-2004 breyttist lítið en síðustu fjögur ár hefur heildarfjöldi aðgerða tvöfaldast miðað við fyrstu 8 ár tímabilsins. Fylgikvillar voru algengastir við TRAM-flipa aðgerðir. Drep í hluta eða öllum flipanum varð hjá 24 sjúkl. af 65 (36,9%). Sermigúll eftir LD- flipa var hjá 17 af 74 sjúkl.(22,9%). Marktækur munur var á fjölda legudaga eftir aðgerðategund (F(3,202)=19,423;p=0,00 1), lengstur fyrir flipa-aðgerðir en stystur fyrir aðgerðir með ígræði. Ályktun: Aðgerðum fjölgaði almennt yfir tímabilið, sérstaklega síðustu þrjú ár. Árið 2008 voru tafarlausar brjóstauppbyggingar fleiri heldur en síðbúnar. Líklega eru fleiri konum boðið upp á tafarlausa uppbyggingu en áður og fjölgun í hópi skurðlækna er án efa hluti af skýringunni. Hjá þeim konum þar sem brjóstauppbygging með flipa er nauðsynleg hafa LD-flipar tekið við af TRAM-flipum. Undir lok tímabilsins eru aðgerðir með ígræði algengasta tegimd aðgerða sem getur bent til þess að konur sæki í einfaldari aðgerðir. V-102 Er vökvameðferð með sterkjulausn betri fyrir ristil- anastomosur en saltvatnslausn? Gísli H. Sigurðsson, Oliver Limberger, Luzius B. Hiltebrand Department of Anaesthesiology, Inselspital, Bern og University of Bern, og svæfinga-, gjörgæsludeild, Landspítala og læknadeild HÍ gislihs@landspitali. is Inngangur: Ófullnægjandi blóðflæði og þarafleiðandi súrefnisskortur í anastomosum þarma við kviðarholsaðgerðir getur leitt til alvarlegra aukakvilla. Við könnuðum áhrif mismunandi vökvagjafar á súrefnisþrýsting í ristilanastomosum eftir kviðarholsaðgerðir í svínum. Aðferð: 27 svín voru svæfð, lögð í öndunarvél og skipt í þrjá meðferðarhópa (n=9 í hverjum). Allir hóparnir þrír, A, B og C fengu Ringers laktat (RL) lausn í æð 3 ml/kg/klst. Hópur B fékk auk þess 250 ml bolusa af RL og hópur C 250 ml bólusa af sterkjulausn (hydroxyethyl starch 140/0,4) í æð. Vökvabólus var gefinn í hópum B og C ef miðbláæðablóðsmettun var undir 60%. Hjartaútfall var mælt með stöðugri „thermodilution", svæðisblóðflæði í superior mesenteric slagæðinni með transit time flowmetry og súrefnisþrýstingur í ristilanastomosum með Clarks elektróðum. Niðurstöður: Blóðþrýstingur (MAP) og hjartaútfall (CO) voru áþekk í hópum B og C en voru lægri í hópi A. Eftir 4 klst meðferð hafði súrefnisþrýstingur í heilbrigðum hluta ristils aukist um 50 ± 31% ó hópi C en 23 ± 40% í hópi B en minnkaði um 8 ± 23% í hópi A (miðað við ástand í lok aðgerðar, mean ± SD, p < 0,01). Súrefnisþrýstingur í anastomosu jókst á sama tíma um 145 ± 93% í hópi C, 47 ± 58% í hópi B og 16 ± 22% í hópi A (p < 0,01). Laktat í ristli (microdialysis) lækkaði í hópi C en ekki í hópi B en hækkaði í hópi A. Umræða: Vökvameðferð með sterkjulausn jók súrefnisþrýsting og lækkaði laktat gildi í ristilanastomosu marktækt og mun meira en saltvatnslausnir. Þessar niðurstöður benda til að notkun sterkjulausna í opnum ristilaðgerðum geti haft kosti fram yfir hefðbundnar saltlausnir. LÆKNAblaðið 2009/95 45 L

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.