Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 14

Læknablaðið : fylgirit - 15.04.2009, Blaðsíða 14
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 60 og ADHD Rating Scale auk einhverfukvarðans Autism Spectrum Screening Questionnaire (ASSQ). Greiningarviðtalið K-SADS er lagt fyrir sem og greindarprófið WISC IV. 19 rása heilarit er mælt hjá börnunum í hvíld með opin og lokuð augu. Til viðmiðunar eru annarsvegar mæld heilarit bama sem ekki hafa verið greind með geðraskanir og hinsvegar heilarit bama með aðrar greining- ar á geðrænu sviði svo sem kvíða og einhverfu. Þessi heilarit eru borin saman við heilarit ADHD bama með það að markmiði að þróa aðferð til að greina röskunina með heilariti. Tölfræðileg, fjölþátta mynstursgreining, sem tekur tillit til margra þátta í heilaritinu í einu er notuð til úrvinnslunnar. Niðurstöður og ályktun: Niðurstöður fyrstu 64 mælinga heila- rita 6-8 ára drengja sýna að með einfaldri heilaritsmælingu má greina á milli ADHD hóps og viðmiðunarhóps með 82% nákvæmni. Þessar niðurstöður byggja aðeins á hluta þeirra heilarita sem munu verða mæld til greiningar á ADHD og er gert ráð fyrir að söfnun gagna fyrir rannsóknina ljúki vorið 2010. V-15 íslensk börn og unglingar með höfuðáverka: hve margir þarfnast sérhæfðrar íhlutunar til lengri tíma og hvers konar íhlutun er við hæfi? Jónas G. Halldórsson’, Kjell M. Flekkoy2, Guðmundur B. Arnkelsson3, Kristinn Tómasson4, Hulda Brá Magnadóttir5, Eiríkur Örn Arnarson1 ’Læknadeild, HÍ, og Sálfræðiþjónustu, endurhæfingarsviði Landspítala, 2sálfræðideild, Háskólinn í Osló, og öldrunarlækningadeild, Ullevál háskólasjúkrahúsið, Osló, Noregi; 3sálfræðideild, Háskóli fslands; 4Vinnueftirlit ríkisins, 5Upper Valley Neurology and Neurosurgery, Lebanon, NH, USA jonasgh@landspitali. is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna fjölda barna og unglinga, sem lýsa eftirstöðvum fjórum árum eftir höfuðáverka, og skoða eðli þessara kvartana, og meta þannig þörf fyrir sérhæfðrar íhlutun af mismunandi toga. Efniviður og aðferðir: Gögnum var safnað á framvirkan hátt um alla sjúklinga 0-19 ára, sem greindir voru með höfuðáverka (ICD-9 850-854) á Borgarspítalanum á einu ári, 1992-1993 (n=405). Fjórum árum síðar var spurningalisti um eftirstöðvar áverka sendur til sjúklinga. Alvarleikastig byggt á eðli kvartana var metið samkvæmt viðmiðum Glasgow Outcome Scale (GOS), barnaútgáfu. Niðurstöður: Alls 39 sjúklingar lýstu eftirstöðvum höfuðáverka fjórum árum síðar. Samkvæmt viðmiðum GOS lýstu 19 þeirra góðri útkomu (e. good outcome), 14 lýstu miðlungs hömlun (e. moderate disability), 2 lýstu alvarlegri hömlun (severe disabil- ity) og 4 höfðu látist vegna heilaskaða. Nýleg athugun bendir til þess að ekki hafi orðið fækkun á börnum og unglingum sem hljóta alvarlegri höfuðáverka (ICD-9 851-854) á ári hverju. Alyktanir: Niðurstöður benda til þess að tugir íslenskra barna og unglinga þarfnist sérhæfðrar íhlutunar og eftirfylgdar á ári hverju vegna afleiðinga höfuðáverka. Ihlutunin getur verið mjög breytileg, allt frá fræðslu fyrir foreldra til endurhæfingar og eftirfylgdar til lengri tíma. Ihlutunin þarf að taka mið af vanda hvers og eins. V-16 Ofnæmi gegn loftbornum ofnæmisvökum hjá börnum yngri en 3ja ára með fæðuofnæmi Michael Clausen1'2-3, Sigurður Kristjánsson1'2 ’Bamaspítali Hringsins, Landspítala, 2læknadeild, HÍ, 3göngudeild í ofnæmissjúkdómum Landspítala mc@landspitali.is Inngangur: Ofnæmisjúkdómar eins og astmi og exem eru oft fylgjandi fæðuofnæmi hjá börnum Minna er vitað um einkenni og næmingu gegn loftbornum ofnæmisvökum í börnum yngri en þriggja ára með fæðuofnæmi. Aðferðir: Á tímabilinu 1. september 1999 til 31. ágúst 2006 voru 230 börn yngri en 3ja ára greind með fæðuofnæmi á móttöku ofnæmislæknis í Domus Medica í Reykjavík. Leitað var með börnin þangað vegna gruns um fæðuofnæmi eða þau voru með exem. Húðpróf var gert hjá börnunum með sex algengustu of- næmisvökum í fæðu. Hjá 137 börnum með öndunarfæraeinken- ni var einnig gert húðpróf gegn loftbornum ofnæmisvökum. Niðurstöður: Eitthundrað níutíu og fimm börn (85%) voru með jákvæða svörun í ofnæmishúðprófi gegn annað hvort mjólk eða eggjum. Fjörtíu og fjögur (32%) börn voru með jákvæða svörun á ofnæmshúðprófi gegn loftbornum ofnæmisvökum, 28 (20,4%) gegn köttum, 16 (11,6%) gegn hestum, 15 (10,9%) gegn hundum, 4 (2,9%) gegn grasi, 2 (1,4%) gegn rykmaurum og 1 (0,7%) gegn æða- eða gæsadún. Við greiningu á næmi gegn loftbornum of- næmisvökum voru 30 (68,1%) barnanna með exem, 21 (47,7%) höfðu astma, 14 (31,3%) höfðu ofnæmiskvef, 5 (11,3%) höfðu þinu og 31 (70,4%) voru með jákvæða ættarsögu um ofnæmis- sjúkdóma. Ályktun: Hjá börnum yngri en þriggja ára með fæðuofnæmi, exem eða einkenni ofnæmiskvefs er algengt að finna næmingu gegn loftbomum ofnæmisvökum. Algengast er að um næmingu gegn köttum sé að ræða. V-17 Algengi fæðuofnæmis hjá íslenskum börnum á fyrsta aldursári Harpa Kristinsdóttir1, Michael Clausen2-3, Anna Guðbjörg Gunnarsdóttir3, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir3 ’Læknadeild HÍ, 2Barnaspítala Hringsins, 3ónæmisfræðideild Landspítala hak2@hi. is; mc@landspitali. is Inngangur: Markmið var að rannsaka algengi fæðuofnæmis hjá íslenskum börnum á fyrsta aldursári og skoða algengi barnaex- ems og astma. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er hluti af alþjóðlegri, framskyggnri fæðuofnæmisrannsókn, EuroPrevall. Fylgt var eftir 626 börnum í eitt ár frá fæðingu með stöðluðum spurninga- listum. Við einkenni um fæðuofnæmi var barnið skoðað, gerð ofnæmishúðpróf og mælt IgE gegn helstu ofnæmisvökum. Ef jákvætt svar kom fram í ofnæmisprófi var gert tvíblint þolpróf. Niðurstöður: Af 88 bömum sem komu í læknisheimsókn voru 16 börn (2,56%) með jákvæð húðpróf eða með fæðusértækt IgE í sermi. Fæðuofnæmi var staðfest hjá fimm börnum (0,80%) sem öll voru með ofnæmi fyrir eggjum (0,80%), tvö fyrir jarðhnet- um (0,32%), tvö fyrir mjólk (0,32%) og eitt fyrir hveiti (0,16%). 1 4 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.