Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 34
34 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 1. Hefur Framtakssjóðurinn náð mark mið­ inu um endurreisn atvinnulífsins sem að var stefnt við stofnun hans? V ið höfum frá stofnun sjóðsins fjárfest í níu fyrirtækjum í ólíkum geirum atvinnulífsins. Með því að greina fljótt það sem þarf að lagfæra í innviðum fyrir ­ tæk isins ásamt því að vinna markvisst að stefnumótun fyrirtækjanna hefur ár ang ­ ur inn verið nokkuð góður. Við munum flest hvernig viðskiptaumhverfið var árið 2009 þar sem óvissa og tortryggni var mikil. Þau fyrirtæki sem sjóðurinn fjárfesti í voru sum starfandi í umhverfi þar sem stórir viðskiptavinir voru alþjóðlegir, þ.e. bankastofnanir, birgjar og kaupendur þar sem vantraust gagnvart íslensku félögum fyrirfannst óhjákvæmilega. Það þurfti því mikið hugrekki stofnenda til þess að stofna sjóð sem þennan. Með aðkomu sinni að þeim níu fyrirtækjum sem sjóðurinn hefur fjárfest í tryggði Fram taks ­ sjóðurinn áframhaldandi starf semi þessara fyrirtækja sem þúsundir aðila hafa afkomu sína og viðurværi af beint og óbeint. Sjóðurinn kom sem virkur eigandi að fyrir tækjum á óvissutímum og lagði þeim til fé og vinnu við rekstrarlega og fjár hags ­ lega endurskipulagningu. Ég held að við hljótum að geta verið sátt við árangurinn. Öll þau fyrirtæki sem sjóðurinn hefur kom ið að eru í dag öflug fyrirtæki í góðum rekstri samhliða því að sjóðurinn hefur ávaxtað vel þá fjármuni sem eigendur lögðu honum til. 2. Framtakssjóðurinn hefur fjárfest fyrir 43 milljarða króna í fyrirtækjum frá upphafi og ávaxtað þá um 40 milljarða króna. En söluandvirði eigna og gangvirði núverandi eignarhluta nemur 83 milljörðum króna. Þá hefur sjóðurinn greitt eigendum sínum um 32 milljarða króna í arð á tímabilinu. Þetta er einstök arðsemi. Er hægt að halda því fram að félagið hafi fengið eignir í upphafi á brunaútsölu þar sem engir aðrir fjársterkir fjárfestar voru á markaðnum? Tímasetningar skipta auðvitað alltaf máli í fjárfestingum og raunin hefur verið sú að sambland af því hvernig mál hafa al­ mennt þróast í hagkerfinu, skýrri stefnu stjórnar, stuðningi eigenda og samvinnu starfsmanna FSI og lykilstarfsmanna þeirra fyrirtækja sem FSI hefur fjárfest í hefur skilað þeim árangri sem hefur náðst. Það er ágætt að minnast þess að sjóðurinn var mikið gagnrýndur fyrir fjárfestingar sínar þegar ráðist var í þær. Gagnrýni þess tíma beindist að því að óráðlegt væri að fjárfesta í þeim fyrirtækjum sem við fjárfestum í. Almennt var mikil svartsýni ríkjandi og miklar efasemdir í umræðunni um að þessar fjárfestingar myndu skila sjóðnum mikilli arðsemi. Þegar sjóðurinn fjárfesti t.d. í Icelandair Group voru uppi háværar raddir um að sú fjárfesting væri óskynsamleg bæði er varðar áhættu og verðmat. Við fjárfestinguna í Promens á árinu 2011 voru margir sem höfðu efa ­ semdir um að rétt væri að taka áhættu af áframhaldandi rekstri þess félags og svo mætti áfram telja um aðrar fjárfestingar sjóðsins. Fjárfestingar eru í eðli sínu áhættu samar og því er eðlilegt að skiptar skoð anir séu um þær. Við berum fulla virð ­ ingu fyrir málefnalegri gagnrýni en höfum kosið að láta verkin tala. Fjárfestingar sjóðsins eru allar byggðar á ítarlegri greiningu og sértækri stefnu fyrir hverja fjárfestingu fyrir sig sem tekur til upphafs fjárfestingar, væntrar ávöxt­ unar og sölu. Allar fjárfestingarnar eiga það sameiginlegt að unnið hefur verið markvisst að uppbyggingu rekstrar, bættri framlegð og lækkun skulda. Á vegferð okkar með þeim fyrirtækjum sem við höf ­ um fjárfest í höfum við ekki alltaf séð til lands. Stjórn, stjórnendur og starfsmenn hafa borið gæfu til að vinna vel saman í þeim verkefnum sem sjóðurinn hefur tekist á hendur. Ekkert gerist af sjálfu sér og það að innleysa hagnað af fjárfestingum sjóðsins er afrakstur mikillar vinnu sam­ hents hóps. „Meðal eigenda hefur verið umræða um stofnun nýs sjóðs og lögðum við af stað í að kynna þær hugmyndir sem við sáum fyrir okkur í þeim efnum. Þar var um að ræða sjóð sem væri stór og gæti komið öflugur að verkefnum. Sá sjóður myndi vera settur upp með svipuðum hætti og núverandi sjóður en með aðrar áherslur í fjárfestingum.“ forsíðuViðtal Nýr sjóður Í pÍpuNum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.