Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 10
10 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 Fyrirtækið hafði árið 2007 selt alla sína útgáfu nema Disney­út­ gáfuna og áskriftarleiðirnar. Vildi á stærri markað Jón Axel segir að fyrstu árin hafi farið í að reyna að ná sjó og jafnvægi í rekstri félagsins þar sem það var tiltölulega illa farið fjárhagslega eftir hrunið. „Helstu kröfuhafar félagsins voru erlendir auk nokkurra ís lenskra kröfuhafa; þar á meðal skilanefnd­ ir sem voru alls ekki hjálplegar þann ig að það var fyrsta áhlaupið. Þau tækifæri sem ég sá tengd ust Disney en um 60% af tekjum félagsins tengdust áskrift um tengdum Disney, sem er gríðarlega þekkt vörumerki. Ég sá að félagið gæti náð jafn ­ vægi í tengslum við það. Ég hafði þó innst inni augastað á því markmiði að komast á stærri markað – hvort sem það væri við sölu á útgáfu eða varningi; ég vildi að minnsta kosti vinna meira með Disney­vörumerkið. Það var undirliggjandi stefna.“ 15-20 bækur á Bandaríkjamarkað EDDA USA, systurfélag Eddu, gaf í fyrra út þrjár bækur sem eru seldar í Bandaríkjunum og mun gefa út 15­20 bækur á þessu ári. „Bækurnar eru nán ast að öllu leyti unnar hér á Íslandi, annað hvort af starfsfólki okkar eða verktökum eða hvort tveggja. Þetta eru a.m.k. flestallt Íslendingar. Við höfum aðgang að gríðar­ lega stórum gagnabanka með fyrirfram mótuðu Disney­umhverfi sem við getum sótt og notað í bækurnar okkar. Við förum eftir mjög ströngum gæðastaðli og vinnureglum um hvernig megi nota allt það efni sem við höfum aðgang að. Texti, mynda taka og samsetning er síðan á okkar ábyrgð.“ Á meðal bóka sem verið er að vinna að og munu koma út í Bandaríkjun­ um eru Frozen­bækur, Star Wars­bækur og bók um nýju Disney­ prinsess una, Mohönu. Disney­partíbók og Fro­ zen­afmælisveislubók koma út í vor. „Disney ­partíbókin verður tæplega 200 blaðsíður með nánast öllum Disney­karakterun­ um; þar verður lögð áhersla á hvernig útbúa á veislu með Disney­þema.“ Þá er verið að vinna að hrekkjavökubók. „Við erum líka að vinna að DreamWorks­bókum sem koma út í haust auk þess sem við erum að vinna efni undir fleiri vöru­ merkjum sem ekki er mögulegt að segja frá sem stendur.“ Frozen­hárbókin, sem kom út á Íslandi fyrir jólin í fyrra, kallast einfaldlega Hairstyles á ensku og kom einnig út í Bandaríkjun­ um. „Hún kemur jafnframt út á næstunni á Norðurlöndunum, í Þýskalandi, Austurríki og Rúss­ landi.“ Jón Axel segir að bókunum hafi verið tekið vel í Bandaríkjun­ um. „Við dreifðum og seldum á annað hundrað þúsund bækur á sex vikum og erum mjög ánægð með þann árangur. Það þykir mjög gott fyrir fyrirtæki sem er ekki stærra en Edda.“ Góðir hluthafar Segja má að Jón Axel sé þátt tak ­ andi í spennandi Disney ­ævin­ týri. „Mér finnst bara gaman að skapa. Þetta er í rauninni sniðið fyrir mig að því leyti að það er gríðarlega mikið verið að skapa á hverjum einasta degi. Mér finnst skemmtilegast að vinna í umhverfi þar sem er mikil dýnamík, þar sem tækifærin eru mörg og möguleikarnir miklir. Þetta þýðir að ég get stækkað reynsluheim minn mikið. Það er mjög krefjandi að fara að vinna með Disney og sambærilegum Hollywood­ætt­ uðum fyrirtækjum vegna þess að það reynir mikið á þolinmæð­ ina; þetta tekur langan tíma og Disney velur sér samstarfsaðila af mikilli natni. Maður hleypur ekkert upp í fangið á þeim. Þetta þýðir líka að sjónarhornið verður stærra; tengslanetið stækkar og tækifærin aukast. Því fylgja líka viðskiptaleg tækifæri að vinna vöruna fyrir fleiri markaði en bara þann íslenska. Vaxtarmöguleikar á Íslandi eru takmarkaðir; útgáfa er mjög erfið hér þar sem hún er mikið happdrætti. Tiltölu­ lega fáar bækur seljast t.d. í yfir 10.000 eintökum á ári. Banda­ ríski markaðurinn er allt öðruvísi. Samvinnan við Disney og stóru vörumerkin hjálpar til við að fá annað sjónarhorn á hlutina – sjá hvaða tækifæri skapast við það að vera á öðrum mörkuðum. Ég er svo heppinn að ég er með góða og trausta hluthafa með mér sem vinna virkilega vel í því að styrkja fyrirtækið, eru þolin­ Þessir vönduðu rammar skera sig úr vegna nákvæmninnar sem lögð hefur verið í efnisval og framleiðslu. Sérstök fram- leiðsluaðferð var þróuð fyrir Gira Esprit línóleum-multiplex línuna. Aðferðin felur í sér mörg vinnsluþrep undir stöðugu gæðaeftirliti sem gera rammana einstaklega fíngerða og sterkbyggða í senn. Verðlaun: Sigurvegari Iconic Awards 2014, Plus X Award í flokknum fyrir bestu vöru ársins 2014, Plus X Award fyrir mikil gæði, hönnun og eiginleika 2014 www.gira.is Hreinar línur, náttúruleg efni Gira Esprit Línóleum-multiplex Í Gira Esprit línóleum-multiplex sameinast í fyrsta sinn í einni rofalínu tvö náttúruleg efni sem fullkomna hvort annað: Línóleum og multiplex eru úr endurnýjanlegum hráefnum og eru jafnframt sterkbyggð, fjölhæf og sívinsæl meðal arkitekta og hönnuða. Rammar í sex spennandi litum bjóða upp á svigrúm fyrir margs konar samsetningar. Gira Esprit línóleum-multiplex er tilvalin fyrir hönnunarhugmyndir þar sem óskað er eftir hreinum línum og náttúrulegum efnum. Rammar í sex spennandi litum: Steingrátt Ljósgrátt Ljósbrúnt Dökkbrúnt Blátt Rautt Vö ru h ö n n u n : H ö n n u n ar te ym i G ir a / s ch m it z V is u el le K o m m u n ik at io n h g sc h m it z. d e S. Guðjónsson Smiðjuvegur 3 200 Kópavogur Sími: 5 20 - 45 00 www.gira.is 2014-11-27-Esprit-Multiplex-Isländisch-SCHUKO-210x297_pp.indd 1 27.11.14 15:40 Útgáfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.