Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 9
FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 9
Íslenskar
Í norður-amerÍku
Jón Axel Ólafsson, „JAX“, sem er eigandi og framkvæmdastjóri Eddu, er í ævintýralegu starfi.
Edda er eini leyfishafi Disney á Íslandi og fyrir utan að gefa út Disney-blöð og -bækur hér á landi,
en fyrirtækið er langstærsti barnabókaútgefandi á landinu, gefa Edda og systurfélög fyrirtækisins
út bækur í Bandaríkjunum og víðar sem unnar eru hér á landi. Jón Axel segir að markmiðið sé að
Edda USA verði innan fimm ára einn af fimm stærstu leyfishöfum Disney á sviði útgáfu.
Þ
að er svolítið eins og
að vera staddur í ævin
týri þegar inn í húsnæði
Eddu er komið; Disney
myndir og Disneyfígúrur setja
svip sinn á staðinn.
Disney er það sem allt snýst
um; hvað íslenska markaðinn
varðar er um að ræða útgáfu á
Disneyblöðum og Disneybók
um. Áskriftarleiðirnar eru fjórar og
eru áskrifendur ríflega 10.000.
Áskrifendur í Disneyklúbbnum
fá Disneybók og geisladisk í
hverjum mánuði, Syrpur koma 12
sinnum á ári til áskrifenda, svo
eru það hin sígildu Andrésblöð
sem koma út í hverri viku allt árið
um kring og Disney Kríli eru fyrir
þau allra yngstu. Þá eru reglulega
gefnar út alls kyns Disneybækur
sem seldar eru í smásölu.
„Við höfum m.a. framleitt fjórar
matreiðslubækur sem hafa selst
í yfir 60.000 eintökum; segja má
að vinsælasti matreiðslubóka
flokkur á landinu sé þessar
Disney matreiðslubækur. Þær
hafa verið gefnar út í öðrum lönd
um og núna erum við að vinna
í því að hluti þeirra verði gefinn
út í Bandaríkjunum í haust undir
Frozenvörumerkinu.“
Ákvað að söðla um
Jón Axel hefur þurft að hafa fyrir
þessu ævintýri. Edda lenti á
árum áður í ólgusjó og það slett
ist hressilega á kinnunginn áður
en lægja tók.
Jón Axel hóf störf við fjölmiðla
árið 1983 og stjórnaði m.a. út
varps þáttum um árabil og ákvað
svo um árþúsundamótin að söðla
um og fara í nám; hann fór fyrst í
viðskiptafræði og síðan MBAnám
við Háskóla Íslands. „Ég var ekki
með neina grunnmenntun; ekki
stúdentspróf. Ég varði fimm árum
í að stokka spilin.“
Jón Axel hóf síðan störf sem
ráðgjafi hjá Morgunblaðinu og
var í stjórn Eddu en hann vann
fyrir Novator og Ólafsfell, sem
átti Árvakur, útgáfufélag Morgun
blaðs ins og mbl.is, og Eddu
útgáfu hf.
„Ég átti sem stjórnarmaður í
Eddu að hafa það verkefni að
leita nýrra leiða og tækifæra fyrir
fé lagið. Við hrunið sköpuðust þær
aðstæður að bakland félags ins
var ekki lengur til staðar og það
var annaðhvort val um að selja
það eða leita einhverra annarra
leiða. Það endaði með því að ég
tók félagið yfir í janúar 2009.“
TexTi: Svava JónSdóTTir
Myndir: GaSSi oG fleiri
„Við dreifðum og seldum
á annað hundrað þúsund
bækur á sex vikum og
erum mjög ánægð með
þann árangur. Það þykir
mjög gott fyrir fyrirtæki
sem er ekki stærra en
Edda.“
Disney-bækur