Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 45
FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 45 sinn hjá sænska símarisanum LM Ericsson. Hann er upphaf­ lega rafmagnsverkfræðingur að mennt en hefur síðar bætt við sig viðskiptafræði. Fyrstu 15 árin var hann hjá Erics son og sinnti þar alþjóðleg­ um verkefnum. Hann hefur gegnt fjölmörgum stjórnunarstöðum í upplýsingatæknifyrirtækjum, svo sem stöðu framkvæmdastjóra sölu­ og markaðsmála sam­ stæðu hjá Logica PLC í London, stöðu forstjóra CMG Wireless Data Solutions BV í Hollandi og stöðu forstjóra EHPT AB – sem var samstarf milli Ericsson og Hewlett Packard – í Svíþjóð. Síðustu 12 árin hefur Thomas unnið að verkefnum tengdum samruna og yfirtökum og eftir fylgni breytinga í kjölfarið. Hann hefur verið ráðgjafi og fjárfestir í litlum og meðalstórum fyrirtækjum og situr í fjölmörgum stjórnum. Advania næsta skrefið Það var í framhaldi af þessum störfum sem hann stofnaði fjárfestingafélagið AdvInvest AB í þeim tilgangi að kaupa íslenska tölvufyrirtækið Advania. Upphafsstafirnir Adv vísa til Advania. Fjárfestingafélagið er stofnað um kaupin á Advania. Í þessum tilgangi leitaði hann til fjárfesta sem hefðu hug á að taka þátt í verkefninu. Upphaflega hugðist hann kaupa Advania að fullu strax en félagið var að meirihluta í eigu Framtakssjóðs Íslands sem aftur er eign lífeyrissjóðanna. Niðurstaðan varð þó sú að í fyrstu eignaðist AdvInvest AB 58,5% af fyrirtækinu eftir hluta­ fjáraukningu. „Ég fékk í raun umþóttunar­ tíma í eitt ár til að átta mig á að stæðum á Íslandi og hjá Adva­ nia. Þetta var held ég góð lausn og nú heldur starfið áfram. Eftir árið var ég sem fyrr ákveðinn í að kaupa og núna eru þau kaup frágengin,“ segri Thomas. Lífseigar efasemdir Fjárfestanir að baki AdvInvest AB tengjast flestir upplýsinga­ greinum en þarna eru líka menn sem hafa verið í fasteigna­ kaupum. „Ég leitaði til nokkuð margra um að vera með í AdvInvest. Það komu strax upp efasemdir hjá nokkrum þeirra um að rétt væri að fjárfesta á Íslandi. Þær efa semdir má rekja til hrunsins 2008. Vantrúin á íslenskt athaf­ nalíf eftir bankahrunið er lífseig. Þetta olli þó ekki verulegum vandræðum en það eru fyrst og fremst menn úr tölvugrein­ um sem fjárfestu enda eru þeir vanir að hugsa alþjóðlega,“ segir Thomas. Álitlegt fyrirtæki En af hverju Advania? Fyrirtækið er stórt á Íslandi en enginn risi í alþjóðlegum samanburði. „Ég fór einfaldlega að svipast um eftir álitlegu fyrirtæki að leggja fé í með það í huga að stækka og byggja upp. Þarna var Advania álitlegur kostur vegna lausna sem unnið hefur verið að innan fyrirtækisins. Þarna er mikil reynsla og þekking samankomin. Sterk tengsl við helstu lykilbirgja í upplýsingatækni og gæðavottun þess skiptir þar miklu. Fyrirtækið hefur sterka stöðu á heimamark­ aði og fótfestu bæði í Svíþjóð og Noregi. Þessir þættir réðu útslitum,“ segir Thomas. Hann segir einnig að ódýrara sé að reka fyrirtæki á Íslandi en í Svíþjóð. Kostnaður sé minni og því standi ekki til að flytja starf­ semina úr landi. Möguleikar á vexti séu hins vegar helstir ann­ ars staðar á Norðurlöndunum. Fyrri áform um að skrá Ad­ vania í kauphöll í Reykjavík og Stokkhólmi standa óbreytt og verða væntanlega að veruleika á næsta ári. Thomas segist ekki hafa viljað nýta sér gjaldeyrisafsláttarleið Seðlabanka Íslands. „Við viljum vera óháðir öllum skilyrðum og ekki binda okkur við utanaðkom­ andi samninga,“ segir Thomas. Markmiðið er að stækka „Markmiðið hjá mér er að auka veltuna, stækka fyrirtækið. Við erum núna með 600 í vinnu á Íslandi og 300 í Svíþjóð. Grunn­ urinn er góður þótt Advania flokkist undir lítil til meðalstór fyrirtæki í Svíþjóð. Þetta fyirtæki á eftir að vaxa. Ætlunin er að byggja ofan á það sem fyrir er,“ segir Thomas. Thomas hefur síðasta árið verið mikið á Íslandi en annars er hann búsettur í Stokkhólmi. Áður var hann með annan fótinn í Lundún­ um og í stöðugum ferðum á milli landa. „Ég vildi ráða meira mínum tíma og mínum ferðum og því ákvað ég að gerast fjárfestir í stað þess að vinna fyrir aðra. Tölvur og upplýsingatæknin eru það svið sem ég þekki og nú hef ég stigið eitt mikilvægt skref í þá átt að vinna fyrir eigin reikning,“ segri Thomas. „Þetta er langtímafjárfesting af minni hálfu. Ég sé fyrir mér meiri samvinnu milli landa og það verða vissar breytingar, sem unn ið verður að á næstunni. Þetta verður spennandi fyrir alla, bæði fjárfestana og starfsfólkið,“ segir Thomas Ivarson. „Ég fékk í raun umþótt­ unar tíma í eitt ár til að átta mig á að stæðum á Íslandi og hjá Advania. Þetta var held ég góð lausn og nú heldur starfið áfram.“ „Þetta er langtímafjár­ festing af minni hálfu. Ég sé fyrir mér meiri sam­ vinnu milli landa og það verða vissar breytingar, sem unn ið verður að á næstunni.“ um advaia Níunda stærsta fyrirtæki um upplýsingatækni á Norðurlöndum með starfsemi á Íslandi og í Svíþjóð og Noregi. Starfsmenn eru um 1.000. Að meirihluta í eigu sænska fjárfestingafyrirtækisins AdvInvest. stjórnarformaður: Thomas Ivarson. forstjóri: Gestur G. Gestsson. Advania varð til árið 2012 en á upphaf að rekja til Einars J. Skúla­ sonar skrifstofuvéla hf. (1939) og Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkur­ bæjar – Skýrr hf. (1952) auk margra annarra fyrirtækja síðar á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.