Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 83

Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 83
FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 83 Jón Ragnar Jónsson vinnur að lokaritgerð við HR um efnismarkaðssetningu: R annsókn Jóns Ragn­ ars felst bæði í að skilgreina þetta fyrir­ bæri og gera og birta kannanir um mikilvægi þess á mörkuðum innanlands og utan. Efnismarkaðssetning felst í því að tengja vissa vöru eða þjónustu við það sem neytandinn hefur áhuga á. Og efninu er alla jafna dreift á samfélagsmiðlunum. Netið er lykilatriði í þessari aðferð við að ná til kaupenda. „Þessi aðferð við markaðssetn­ ingu fór fyrst að vaxa verulega eftir árið 2012,“ seg ir Jón Ragnar. „Auglýsendur finna að hefð ­ bundn ar leiðir eru að lokast eða það dreg ur í það minnsta úr gildi þeirra. Æ færri horfa á sjón varp og lesa blöð. Miðlar á net inu hafa tekið við, fólk hefur úr fleiri miðlum að velja og stýrir því meira en áður sjálft hvað það sér og les. Við þessu vilja fyrirtækin bregðast.“ Fólk finnur efnið sjálft Eitt einkenni efnismarkaðssetn­ ing ar er að upplýsingunum er ekki „þröngvað“ upp á fólk því hver og einn leitar uppi áhuga ­ verða afþreyingu eða fræðslu fyrir sig. Það er ekki lengur ein rás í sjónvapi og hægt að rjúfa sendinguna þar reglulega með óvinsælum auglýsingum. „Vegna þessa er mikilvægt að tengja vöruna eða fyrirtækið við eitt hvað skemmti legt sem fólk leitar uppi sjálft. YouTube er önn ur stærsta leitarvél í heimi, næst á eftir Google, og því er mikið af þessu nýja efni að finna þar. Efnismarkaðssetning er samt ekki háð miðlum. Það er hægt að ná til fólks á sama hátt í tímariti,“ segir Jón Ragnar. „Aðalatriðið er að tengja nafnið, vörumerkið og fyrir tækið við eitt­ hvað jákvætt með því hreinlega að gera eitthvað skemmilegt fyrir fólk án þess að um sé að ræða beina sölu,“ segir Jón Ragnar. Skemmtiefni Á Íslandi hefur til dæmis símafyrirtækið NOVA farið inn á þessa braut og notað samfélags­ miðilinn Snapchat til að dreifa þar skemmtilegu efni sem minnir um leið á fyrirtækið og vörumerkið. Enginn þarf að skoða þetta en margir hafa gaman af. Jón Ragnar nefnir ennfrem ur sem dæmi framleiðanda Land Rover­bílanna bresku. Fyrirtækið tók að sér að gera upp gamlan Land Rover og skila honum aftur í fullkomnu standi til eigandans. Um þetta voru gerðar margar stutt myndir og settar á YouTube. Ekkert var boðið til sölu en áhuga ­ menn um bíla skemmtu sér yfir efni um einmitt þetta bílmerki. Slær sjónvarpi við Jón Ragnar segir að á síðasta ári hafi netið farið fram úr sjón varpi sem auglýsinga mið ill. Ný tækni með snjall tækj um og ört vaxandi vin sæld um samfélagsmiðla veldur þessu. Netið er ekki nýtt en það er fyrst núna sem það er að ná verulegu forskoti sem auglýsingamiðill. Núna munu 94% fyrirtækja í Bandaríkjunum nota efnismarkaðssetningu að einhverju leyti. Fullyrt er að hver maður sjái fimm þúsund auglýs­ ingar á dag og það þarf að gera eitthvað til að skera sig úr í þeim fjölda. Í BS­ritgerð sinni birtir Jón Ragnar könnun á viðhorfi fólks í mark aðsmálum á Ís landi til efnismarkaðssetn ingar. Þá könn­ un ber hann saman við erlendar kannanir. Kostir efnismarkaðssetn ingar eru margir þótt þessi aðferð geti við fyrstu sýn virst ómarkviss sam­ anborið við hnitmiðaðar auglýs­ ingar. Það er hægt að sjá hve margir skoða efnið og það er hægt að beina því að vel skilgreind um markhópum. Vin sældir færa efnið framar í röðina á leitarvélunum. Tækni við gerð þessa efnis getur verið afar einföld, jafnvel bara farsíminn, og dreifingin er ókeypis. Nýtt og spennandi En það krefst frumlegrar hugs ­ unar að ná árangri í efnis mark ­ aðs setningu og búa til efni sem neytandinn leitar uppi í stað þess að troða því upp á hann.Jón Ragn ar lýkur prófi í vor. Hann seg ir að áhugi á nýjungum hafi orðið til þess að hann valdi þetta efni. „Það er hægt að velja margar leiðir innan viðskiptafræðinnar. Þarna er eitthvað nýtt að gerast í markaðsfræð um og því valdi ég það,“ segir Jón Ragnar Jóns­ son. „ Efnismark aðs- setn ing – content marketing – fór fyrst að vaxa verulega eftir árið 2012.“ netið fram úr sjónvarpi sem auglýsingamiðill Efnismarkaðssetning – content marketing – er nýtt fyrirbæri á íslenskum markaði en hefur þó verið notað af nokkrum fyrirtækjum með góðum árangri. Núna vinnur Jón Ragnar Jónsson, nemi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, að lokaritgerð um þessa aðferð við að ná til neytenda. Af rannsókn hans má ýmislegt læra. viðTal: GíSli kriSTJánSSon / Mynd: Geir ólafSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.