Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 14
14 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 Byggir upp Beringer Finance í Noregi „Einhverjir telja mig vera mikla ævintýra­ manneskju þar sem ég hef búið víða.“ TexTi: Svava JónSdóTTir Mynd: Geir ólafSSon Steinunn Kristín Þórðardóttir hefur um 20 ára reynslu af störfum á alþjóðavett­ vangi. Hún hefur nú gengið til liðs við sænska fjármálaráðgjafarfyrirtækið Beringer Finance sem meðeigandi og framkvæmdastjóri þess í Noregi. Þá situr hún í ýmsum stjórnum og er að vinna að stofnun evrópskra samtaka, Women Empower Women, sem ætlað er að ýta undir virka þátttöku kvenna í atvinnulífinu með því að aðstoða menntaðar konur í Evrópu við að komast aftur á vinnumarkað. B eringer Finance er sænskt ráðgjafar ­ fyrir tæki sem sinnir verk efnum tengdum ráð gjöf við kaup, sölu, samein­ ingu og fjármögnun fyrirtækja. Fyrirtækið starfar í Stokkhólmi, Reykjavík og Osló og hjá því starfa núna 30 starfsmenn. Höfuð stöðvarnar eru í Stokk­ hólmi. „Ég gekk til liðs við fyrirtækið í febrúar sem meðeigandi og framkvæmdastjóri og við höfum nú stofnað Beringer Fiannce í Noregi. Skrifstofur okkar eru á Aker Brygge sem er í hjarta höfuðborgarinnar. Áherslan er nú á að vinna að fjölda viðskiptatækifæra og á uppbyggingu á sterku teymi í Osló en nú þegar hef ég ráðið tvo starfsmenn.“ Steinunn segir að fyrirtækið sé með sterkt tengslanet í Noregi og þegar séu nokkur viðskipta ­ tækifæri þar til skoðunar. „Noregur er spennandi mark ­ að ur enda virkur í samruna fyrir tækja og yfirtökum og mikið fjármagn í umferð. Líklegt er að hræringar á markaði undanfar ­ ið muni efla þörf fyrir frekari breytingar hjá fyrirtækjum t.d. í formi endurskipulagningar og sölu á eignum sem ekki tengjast kjarnarekstri. Þar liggja meðal annars tækifærin fyrir Beringer Finance.“ Áhersla á tæknigeirann Steinunn segist leggja áherslu á að Beringer Finance nái góðum árangri á sínu sviði og tryggi sér orðspor sem framsækið og öflugt ráðgjafarfyrirtæki. „Fyrirtækið hefur víðtæka og sérhæfða þekkingu á mörgum sviðum, meðal annars í tækni ­ geir anum. Sem dæmi þá var Beringer Finance í Stokkhólmi og Reykjavík ráðgjafi AdInvest sem voru kaupendur á um 60% hlut af Advania á síðastliðnu ári og hluti af teyminu annaðist sölu á Betware til austurríska fyrirtæki s­ ins Novomatic. Áhersla fyrirtækisins verður áfram á að sinna tæknigeiranum en einnig að nálgast tækifæri í sjávarútvegs­ og orkugeiranum og þá helst þar sem tæknin er mikil. Við munum einnig vinna með fyrirtækjum í öðrum geirum þar sem sérþekking okkar nýtist viðskiptavinum vel.“ Langtíma við skipta sam- bönd Steinunn segir að hvað fram­ kvæmdastjórastarfið varðar muni aðaláherslan í starfinu vera á að byggja upp öflugt ráðgjafarteymi sem lætur til sín taka í Noregi og víðar. „Ég mun verja mestum af tíma mínum í framlínunni gagnvart viðskiptavinum og vinna að því að efla tengslanet Beringer Finance í Noregi og jafnframt nýta sambönd mín í Evrópu og Bandaríkjunum. Ég legg Viðskipti Steinunn Þórðardóttir:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.