Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 62
62 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 framleiðsluferlinu í álverunum og breyta honum í hráefni. „Sú vinna er raunar þegar langt á veg kom in og nægir í því sambandi að nefna að hjá Alcoa­Fjarðaáli eru 99,7% allra aukaafurða frá starf seminni endurunnin,“ segir Pétur. Þjóðhagslegt mikilvægi áliðnaðar Í máli Péturs kemur fram að áliðnaðurinn sé þjóðhagslega mikilvægur fyrir Íslendinga og tala þar tölurnar sínu máli. „Út flutningsverðmæti íslenskrar álframleiðslu nam í fyrra 227 milljörðum og af því verða hátt í 100 milljarðar eftir á Íslandi í formi kaupa á raforku, vörum og þjónustu og síðan launa og opin­ berra gjalda. Þetta eru það háar fjárhæðir að erfitt er að setja þær í samhengi sem fólk áttar sig á, en ég bendi þó á að Land spítalinn er stærsti liðurinn á fjárlögum þessa árs hjá ríkinu og námu framlög til hans rúmum 40 milljörðum.“ Í úttekt Hagfræðistofnunar á beinu og óbeinu framlagi áliðn ­ aðar til landsframleiðslu sem kynnt var í febrúar 2012 kom fram að framlag álframleiðslu nam um 6,8% af landsfram ­ leiðsl unni, en þar kemst stofn unin að þeirri niðurstöðu að orkuáliðnaður sé einn af grunn atvinnuvegum þjóðarinn ­ ar. Um 2.000 manns vinna á álverssvæðunum á hverjum tíma, en samkvæmt skýrslunni má gera ráð fyrir að störfin séu um 5.000 þegar horft er til beinna og óbeinna starfa og er þá ekki horft til eftirspurnaráhrifa. Góð áhrif á uppbygg- ingu byggðarlaga „Það er mikilvægt að gleyma ekki þeim þætti sem lýtur að mikil vægi áliðnaðarins sem grunns fyrir nýsköpun og þróun í atvinnu ­ lífinu,“ segir Pétur. „Ég get nefnt dæmi úr nýlegri fjalla skíðaferð sem ég fór í til Eskifjarðar. Við ferðuðumst saman góður hópur og gistum á Mjóeyri hjá hjónun­ um Sævari Guðjónssyni og Berg­ lindi Steinu Ingvars dóttur, sem hafa byggt þar upp metnaðar­ fulla ferðaþjónustu – með gistingu, veitingastað og skíðaferðum í fjöllunum í kring. Þau sögðu mér að það hefði hjálpað þeim í uppbyggingar ­ starfi nu á sínum tíma að Alcoa­Fjarðaál, sem einnig er í Fjarðabyggð, leigði af þeim gisti­ aðstöðu yfir vetrartímann. Það færði stoðir undir reksturinn og kom þeim yfir erfiðasta hjallann, ásamt auðvitað þeirra frumkvæði og dugnaði.“ Pétur segir þetta ekki eina dæmið úr ferðinni sem sýndi hversu mikilvægt væri að stoðir atvinnulífsins væru fjölbreyttar. „Ég heimsótti einnig útgerðina Eskju hf. á Eskifirði og hafði áður komið í Síldarvinnsluna í Neskaup stað. Það er hreint ótrú ­ legt að koma inn í þessi fyrirtæki og sjá þá miklu tækni byltingu og hagræðingu sem þar hefur átt sér stað. Það slær mann strax hversu mikil sjálfvirknin er orðin. Bæði þessi rótgrónu fyrirtæki gegndu áður þeirri sam­ félagsábyrgð að sjá fólki í byggð­ iðnaður vErðlaunagriPur úr áldósum! Garðar Eyjólfsson, lektor við vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands, hannaði verðlaunagripinn fyrir Söngkeppni framhaldsskól­ anna 2015. Garðar fór á milli menntaskólanna á höfuðborgarsvæðinu og safnaði áldósum. Hann fór með þær í Málmsteypuna Hellu í Hafnarfirði og þar var verðlaunagripurinn smíðaður – úr endurunnum áldósum sem framhaldsskólanemar höfðu handleikið og drukkið úr. „Ál má endurvinna nær endalaust, enda eru um 75% af öllu áli sem framleitt hefur verið í heiminum enn í notkun og hátt í 90% af öllum drykkjardósum úr áli á Íslandi eru endurunnin,“ segir Pétur. „Það segir sína sögu að um sextíu dagar geta liðið frá því drykkjardós úr áli er skilað til endurvinnslu þar til hún ratar aftur í búðarhillurnar.“ PönnukökuPönnur Pétur Blöndal segist hafa átt ánægjulega heimsókn á dögunum í Málmsteypuna Hellu í Hafnarfirði, sem er rótgróið fjölskyldufyrirtæki og framleiðir að mestu úr áli. „Hella hóf starfsemi sína árið 1949 í hlöðu í Reykjavík og varð að afla allra tækja og hráefnis hér á landi vegna haftanna og var ál að mestu sótt í gömul flugvélarflök sem sótt voru á fjöll. Enn þann dag í dag er álið að miklu leyti endurunnið, en einnig er það keypt frá Norðuráli. Framleiðslan er fjölbreytt, allt frá pönnukökupönnum og samlokugrilli til vegvísa og tækja og tóla fyrir áliðnað og sjávarútveg.“ „Það sést vel á því að árið 2012 keyptu ís­ lensku álverin vörur og þjónustu frá 700 inn­ lendum fyrirtækjum fyrir 40 milljarða og eru þá raforkukaup undanskil in.“ Samál var stofnað 7. júlí árið 2010 af Rio Tinto Alcan í Straumsvík, Norðuráli á Grundar tanga og Alcoa­Fjarðaáli á Reyðarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.