Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 98
98 FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015
fólk
A
ðalheiður Sigur
sveins dóttir og
Mar grét Gísladótt
ir stofnuðu nýlega
ráð gjafarfyrirtækið Taktík sem
sér hæfir sig í almannatengslum,
stefnu mótun og markþjálfun fyrir
ein staklinga, stofnanir og fyrir tæki.
„Við sjáum mikla þörf á slíkri
samþættri ráðgjöf,“ segir Margrét.
„Þessar þrjár stoðir tala vel
saman og má teljast nýjung að
hægt sé að nálgast allt undir
sama hatti. Samskipti eru lykil
atriði í velgengni fyrirtækja, hvort
sem er inn á við eða út á við.“
„Efling stjórnenda og starfs
manna er ein arðbærasta fjár
festing fyrirtækja í dag og miklu
skiptir að hver og einn fái þann
stuðning sem nýtist best,“ segir
Aðalheiður.
Aðalheiður starfar við breyt
inga og straumlínustjórnun
hjá Arionbanka. Auk átta ára
reynslu af bankastarfsemi hefur
hún meðal annars unnið sem
samskiptastjóri og gæðastjóri.
Margrét starfaði þar til í febrúar á
þessu ári sem sérstakur ráðgjafi
ráðherra í forsætisráðuneytinu
og sem aðstoðarmaður utanríkis
ráðherra. Þar áður vann hún við
almannatengsl og markaðsstörf
hjá Árnasonum auglýsingastofu.
Aðalheiður útskrifaðist með
MBA frá Háskólanum í Reykjavík
árið 2002 auk þess að vera með
BApróf í heimspeki og próf í
markþjálfun og einkaþjálfun.
„Mér finnst einstaklega gaman
að leysa úr ólíkum verkefnum
og sjá nýjar hliðar á málum.
Viðskiptafræðin, heimspekin og
markþjálfunin hafa nýst mér vel
við að takast á við fjölbreyttar
áskoranir í starfi.“
Margrét er með diplómu í
alm annatengslum og markaðs
samskiptum frá Opna háskólan
um við Háskólann í Reykjavík
og hefur einnig stundað nám
í fjölmiðla og félagsfræði við
Háskóla Íslands. Þar að auki er
hún menntaður markþjálfi. „Þessi
ágæta blanda hefur nýst mér vel
í lífi og starfi og því er ánægjulegt
að geta samþætt þessa þætti og
boðið upp á slíka þjónustu undir
einum og sama hatti.“
Hvað áhugamál þeirra varðar
segir Aðalheiður að margt veki
áhuga hennar svo sem að upp lifa
nýja hluti með fjölskyldu og vinum.
„Ég hreyfi mig auk þess reglulega
og hef tamið mér það sem lífsstíl.
Mér þykir einstaklega gaman
að veiða á stöng og svo hef ég
stundað blak síðustu ár með HK.“
Margrét er í hestamennskunni
auk þess sem hún hefur gaman
af fjallgöngum. „Svo á pólitíkin
stóran part í mér.“
„Við sjáum mikla þörf á slíkri samþættri ráðgjöf,“ segir Margrét. „Þessar þrjár stoðir tala vel
saman og má teljast nýjung að hægt sé að nálgast allt undir sama hatti. Samskipti eru lykil atriði í
velgengni fyrirtækja, hvort sem er inn á við eða út á við.“
aðalHEiðuR SiguRSvEiNSdÓttiR
og MaRgRét gÍSladÓttiR
– eigendur Taktík
texti: svava jónsdóttir / mynd: Geir ólafsson
Aðalheiður Sigursveinsdóttir og Margrét Gísladóttir, eigendur Taktík.
Nafn: Aðalheiður Sigursveinsdóttir.
Starf: Sérfræðingur í straumlínu -
stjórnun og stjórnenda mark þjálfi.
Fæðingarstaður: Akureyri, 20.
október 1973.
Foreldrar: Sigursveinn Jóhannes-
son og Edda Kristjánsdóttir.
Maki: Páll Magnússon, bæjarritari
Kópavogi.
Börn: Magnús Már, 16 ára, og
Pétur Arnar, 11 ára.
Menntun: MBA, Háskólinn í
Reykjavík. BA-próf í heimspeki,
Háskóli Íslands. Markþjálfun,
Háskólinn í Reykjavík. Einkaþjálfari.
Nafn: Margrét Gísladóttir.
Starf: Almannatengill og stjórn-
endamarkþjálfi.
Fæðingarstaður: Skagafjörður,
19. júlí 1986.
Foreldrar: Gísli Gunnarsson og
Þuríður Kristjana Þorbergsdóttir.
Maki: Teitur Björn Einarsson,
aðstoðarmaður fjármálaráðherra.
Menntun: Markþjálfun, Háskólinn í
Reykjavík. Diplóma í almannatengl-
sum og markaðssamskiptum, Opni
Háskólinn við Háskólann í Reykja-
vík. Menntun í fjölmiðla- og félags-
fræði, Háskóli Íslands.