Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 51
FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 51 bankanna (það er eigið fé þeirra) er nú um 600 milljarðar króna. Sé miðað við þá margfaldara, sem oft eiga við um markaðsvirði út frá innra virði (I/V­hlutfallið), má áætla að margfalda megi innra virði bankanna með 1,2 til 1,5. Samkvæmt því væri markaðs­ virði þeirra í dag á bilinu 720­900 milljarðar króna. Samtala hagnaðar bankanna árið 2014 var 80 milljarðar króna, sem er um það bil 80% af markaðsvirði allra ofan greindra þriggja fasteignafélaga. Sé miðað við ávöxtunarkröfu til hlutabréfa bankanna, sem gæfi margfaldarann 12,5, sem er hóf­ legur, væri markaðsvirði íslensku bankanna 1.000 milljarðar króna. Væri margfaldarinn 20 notaður, sem er raunar vel í lagt miðað við núverandi vaxtastig á Íslandi, væri markaðsvirði bankanna 1.600 milljarðar króna. Það er um það bil 80­85% af vergri lands­ framleiðslu Íslands í dag. Því má slá því föstu að væru allir þrír íslensku bankarnir skráðir í Kauphöllina væri mark­ aðsvirði þeirra svipað samtölu markaðsvirðis allra hinna félag­ anna sem nú þegar eru skráð. Þegar íslenskt efnahagslíf fór að snúast í kringum bankastarf­ semi fór hlutabréfamarkaðurinn ekki varhluta af því, eins og flestir muna líklega vel eftir. Markaðsvirði Kaupþings, Ís­ lands banka og Landsbanka varð samanlagt í kringum 1.700 milljarðar króna sumarið 2007. Þjóðarframleiðsla á Íslandi á þeim tímapunkti var um 1.300 milljarðar króna. Markaðsvirði íslensku bankanna var því á tímabili töluvert meira en öll sú framleiðsla sem átti sér stað hjá íslensku þjóðinni árið 2007. straumar og stEfnur Sjávarútvegsfyrirtæki voru afar áberandi þegar íslensk hlutabréf fóru fyrst að ganga kaupum og sölum í Kauphöllinni um miðbik tíunda áratugarins. Mikil viðskipti voru með hlutabréf í félögum eins og Síldarvinnslunni, SR­ mjöli, Vinnslustöðinni, Granda og Samherja. Einnig var stofnaður sérstakur hlutabréfasjóður sem fjárfesti í minni sjávarútvegsfyrir­ tækjum. Þegar hlutabréf Sam­ herja voru fyrst skráð á markað vakti mikla athygli að markaðs­ virði félagsins var á tímabili hærra en markaðsvirði Eimskips, sem fram að því taldist risinn á íslenskum hlutabréfamarkaði. Núna eru einungis hlutabréf Granda skráð í Kauphöllinni. Því má bæta við að ávöxtun hlutabréfa Granda frá því að þau voru skráð í Kauphöllina sum arið 2013 var næstu níu mánuði á eftir um það bil 50% en undan­ farna tólf mánuði hafa þau hækk­ að um tæplega 19%. Smám saman hafa félög verið að bætast í hóp skráðra félaga í Kauphöllinni og má segja að á nýjan leik endirspegli hlutabréfin að stórum hluta aðstæður í ís­ lensku efnahagslífi. FASTEIGNAFÉLÖGIN. Reginn, Reitir og Eik eru núna skráð í kauphöllina og má segja að þar sé ný atvinnu grein komin inn. Virði þessara þriggja félaga er rúmlega 90 milljarðar króna. Þar af er virði Reita um 48 milljarðar. Fasteignafélagið Reginn var skráð sumarið 2012, Reitir voru skráðir 9. apríl og Eik 29. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.