Frjáls verslun - 01.03.2015, Blaðsíða 51
FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2015 51
bankanna (það er eigið fé þeirra)
er nú um 600 milljarðar króna. Sé
miðað við þá margfaldara, sem
oft eiga við um markaðsvirði út
frá innra virði (I/Vhlutfallið), má
áætla að margfalda megi innra
virði bankanna með 1,2 til 1,5.
Samkvæmt því væri markaðs
virði þeirra í dag á bilinu 720900
milljarðar króna.
Samtala hagnaðar bankanna
árið 2014 var 80 milljarðar
króna, sem er um það bil 80% af
markaðsvirði allra ofan greindra
þriggja fasteignafélaga. Sé
miðað við ávöxtunarkröfu til
hlutabréfa bankanna, sem gæfi
margfaldarann 12,5, sem er hóf
legur, væri markaðsvirði íslensku
bankanna 1.000 milljarðar króna.
Væri margfaldarinn 20 notaður,
sem er raunar vel í lagt miðað
við núverandi vaxtastig á Íslandi,
væri markaðsvirði bankanna
1.600 milljarðar króna. Það er um
það bil 8085% af vergri lands
framleiðslu Íslands í dag.
Því má slá því föstu að væru
allir þrír íslensku bankarnir
skráðir í Kauphöllina væri mark
aðsvirði þeirra svipað samtölu
markaðsvirðis allra hinna félag
anna sem nú þegar eru skráð.
Þegar íslenskt efnahagslíf fór
að snúast í kringum bankastarf
semi fór hlutabréfamarkaðurinn
ekki varhluta af því, eins og
flestir muna líklega vel eftir.
Markaðsvirði Kaupþings, Ís
lands banka og Landsbanka
varð samanlagt í kringum 1.700
milljarðar króna sumarið 2007.
Þjóðarframleiðsla á Íslandi á
þeim tímapunkti var um 1.300
milljarðar króna. Markaðsvirði
íslensku bankanna var því á
tímabili töluvert meira en öll sú
framleiðsla sem átti sér stað hjá
íslensku þjóðinni árið 2007.
straumar og stEfnur
Sjávarútvegsfyrirtæki voru afar
áberandi þegar íslensk hlutabréf
fóru fyrst að ganga kaupum og
sölum í Kauphöllinni um miðbik
tíunda áratugarins. Mikil viðskipti
voru með hlutabréf í félögum
eins og Síldarvinnslunni, SR
mjöli, Vinnslustöðinni, Granda og
Samherja. Einnig var stofnaður
sérstakur hlutabréfasjóður sem
fjárfesti í minni sjávarútvegsfyrir
tækjum. Þegar hlutabréf Sam
herja voru fyrst skráð á markað
vakti mikla athygli að markaðs
virði félagsins var á tímabili
hærra en markaðsvirði Eimskips,
sem fram að því taldist risinn á
íslenskum hlutabréfamarkaði.
Núna eru einungis hlutabréf
Granda skráð í Kauphöllinni.
Því má bæta við að ávöxtun
hlutabréfa Granda frá því að þau
voru skráð í Kauphöllina sum arið
2013 var næstu níu mánuði á
eftir um það bil 50% en undan
farna tólf mánuði hafa þau hækk
að um tæplega 19%.
Smám saman hafa félög verið
að bætast í hóp skráðra félaga
í Kauphöllinni og má segja að á
nýjan leik endirspegli hlutabréfin
að stórum hluta aðstæður í ís
lensku efnahagslífi.
FASTEIGNAFÉLÖGIN. Reginn, Reitir og Eik eru núna skráð í kauphöllina og má segja að þar sé ný
atvinnu grein komin inn. Virði þessara þriggja félaga er rúmlega 90 milljarðar króna. Þar af er virði Reita
um 48 milljarðar.
Fasteignafélagið Reginn var skráð sumarið 2012, Reitir voru skráðir
9. apríl og Eik 29. apríl.